Sigurlíkur Liverpool hækkuðu með sigrinum á Fulham en þó ekki mikið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2019 21:30 Andrew Robertson og félagar í Liverpool hækkuðu líkur sínar á enska meistaratitlinum með sigrinum á Fulham. Getty/Simon Stacpoole Liverpool situr í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í landsleikjahléinu eftir sigur liðsins á CravenCottage á sunnudaginn.Liverpool slapp með skrekkinn í seinni hálfleiknum á móti Fulham, tók þrjú dýrmæt stig með sér heim og endaði þá erfiða en mjög góða viku hjá liðinu. Liverpool vann þá tvo deildarleiki og komast áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar á einni viku.ManchesterCity hafði endurheimt toppsætið en hefur nú leikið leik færra en Liverpool. City fær því tækifæri til að komast aftur á toppinn en þarf samt að bíða fram til 24. apríl til að spila leikinn á móti ManchesterUnited á OldTrafford sem var frestað í gær. Bikarkeppnin gæti safnað upp einhverjum leikjum hjá City en gott gengi lærisveina PepGuardiola í enska bikarnum þyðir að Liverpool og ManchesterCity verða ekki með jafnmarga leiki fyrr en alveg í blálok tímabilsins. Bandaríska tölfræðisíðan Fivethirtyeight fylgist vel með öllum sigurlíkum í helstu íþróttakeppnum heims og þar er enska úrvalsdeildin ekki undanskilin.Our Club Soccer Predictions: https://t.co/Up3E3rvKuP — FiveThirtyEight (@FiveThirtyEight) March 17, 2019Fólkið á Fivethirtyeight hefur nú uppfært líkurnar á titli eftir úrslit helgarinnar og þar náði Liverpool að hækka sigurlíkur sínar en þó bara um eitt prósent. Liðið er þó á leið í rétta átt í fyrsta sinn í þó nokkurn tíma. Sigurlíkur ManchesterCity er enn 66 prósent þrátt fyrir að liðið sé ekki lengur í efsta sætinu. Það þýðir að sigurlíkur Liverpool eru nú 34 prósent en voru 33 prósent fyrir leikinn á móti Fulham. Það hefur þó ekki verið gaman fyrir stuðningsmenn Liverpool að fylgjast með þessum sigurlíkum að undanförnu enda hafa þær hrunið hjá Liverpool liðinu á sama tíma og liðið hefur hikstað í sínum leikjum.Liverpool var þannig með 78% líkur á að vinna enska meistaratitilinn 2. janúar síðastliðinn og fór í fyrsta sinn aðniður fyrir 50 prósent einum mánuði og tíu dögum síðar. Hér fyrir neðan má sjá hvernig líkur Liverpool á að vinna enska titilinn í fyrsta sinn í 29 ár hafa þróast undanfarna þrjá mánuði.Svona hafa sigurlíkur Liverpool þróast á árinu 2019:Sigurlíkurnar í dag: 34% (ManchesterCity 66%) Fyrir leiki helgarinnar: 33% (City 67%) 6. mars: 35% (City 65%) 27. febrúar: 50% (City 49%) 20. febrúar: 52% (City 47%) 13. febrúar: 49% (City 49%) 6. febrúar: 57% (City 40%) 30. janúar: 74% (City 24%) 20. janúar: 71% (City 29%) 14. janúar: 75% (City 24%) 3. janúar: 72% (City 25%) 2. janúar: 78% (City 19%) Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira
Liverpool situr í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í landsleikjahléinu eftir sigur liðsins á CravenCottage á sunnudaginn.Liverpool slapp með skrekkinn í seinni hálfleiknum á móti Fulham, tók þrjú dýrmæt stig með sér heim og endaði þá erfiða en mjög góða viku hjá liðinu. Liverpool vann þá tvo deildarleiki og komast áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar á einni viku.ManchesterCity hafði endurheimt toppsætið en hefur nú leikið leik færra en Liverpool. City fær því tækifæri til að komast aftur á toppinn en þarf samt að bíða fram til 24. apríl til að spila leikinn á móti ManchesterUnited á OldTrafford sem var frestað í gær. Bikarkeppnin gæti safnað upp einhverjum leikjum hjá City en gott gengi lærisveina PepGuardiola í enska bikarnum þyðir að Liverpool og ManchesterCity verða ekki með jafnmarga leiki fyrr en alveg í blálok tímabilsins. Bandaríska tölfræðisíðan Fivethirtyeight fylgist vel með öllum sigurlíkum í helstu íþróttakeppnum heims og þar er enska úrvalsdeildin ekki undanskilin.Our Club Soccer Predictions: https://t.co/Up3E3rvKuP — FiveThirtyEight (@FiveThirtyEight) March 17, 2019Fólkið á Fivethirtyeight hefur nú uppfært líkurnar á titli eftir úrslit helgarinnar og þar náði Liverpool að hækka sigurlíkur sínar en þó bara um eitt prósent. Liðið er þó á leið í rétta átt í fyrsta sinn í þó nokkurn tíma. Sigurlíkur ManchesterCity er enn 66 prósent þrátt fyrir að liðið sé ekki lengur í efsta sætinu. Það þýðir að sigurlíkur Liverpool eru nú 34 prósent en voru 33 prósent fyrir leikinn á móti Fulham. Það hefur þó ekki verið gaman fyrir stuðningsmenn Liverpool að fylgjast með þessum sigurlíkum að undanförnu enda hafa þær hrunið hjá Liverpool liðinu á sama tíma og liðið hefur hikstað í sínum leikjum.Liverpool var þannig með 78% líkur á að vinna enska meistaratitilinn 2. janúar síðastliðinn og fór í fyrsta sinn aðniður fyrir 50 prósent einum mánuði og tíu dögum síðar. Hér fyrir neðan má sjá hvernig líkur Liverpool á að vinna enska titilinn í fyrsta sinn í 29 ár hafa þróast undanfarna þrjá mánuði.Svona hafa sigurlíkur Liverpool þróast á árinu 2019:Sigurlíkurnar í dag: 34% (ManchesterCity 66%) Fyrir leiki helgarinnar: 33% (City 67%) 6. mars: 35% (City 65%) 27. febrúar: 50% (City 49%) 20. febrúar: 52% (City 47%) 13. febrúar: 49% (City 49%) 6. febrúar: 57% (City 40%) 30. janúar: 74% (City 24%) 20. janúar: 71% (City 29%) 14. janúar: 75% (City 24%) 3. janúar: 72% (City 25%) 2. janúar: 78% (City 19%)
Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira