Fyrrverandi forseti Kosta Ríka sakaður um kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2019 08:29 Óscar Arias Sánchez, friðarverðlaunahafi Nóbels og fyrrverandi forseti Kosta Ríka. Vísir/EPA Tvær konur saka Óscar Arias Sánchez, fyrrverandi forseta Kosta Ríka og Nóbelsverðlaunahafa, um að hafa brotið gegn sér kynferðislega. Önnur þeirra kærði Arias í vikunni en hann neitar sök. Arias er einn dáðasti stjórnmálaleiðtogi Kosta Ríka. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1987 fyrir þátt sinn í að binda enda á blóðug borgarastríð sem geisuðu í Mið-Ameríku. Í tvígang gegndi hann embætti forseta Kosta Ríka, fyrst frá 1986 til 1990 og svo aftur frá 2006 til 2010. Önnur konan, sálfræðingur og baráttukona gegn kjarnorku sem segist oft hafa hitt Arias vegna afvopnunarmála, heldur því fram að Arias hafi komið aftan að henni, snert brjóst hennar og stungið fingrum sínum inn í hana. Hún lagði fram kæru til lögreglunnar í vikunni. „Ég óttaðist að ef ég neitaði þá myndi hann ekki vinna með okkur lengur. Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Mér fannst ég föst á þessu augnabliki,“ sagði konan við blaðið Seminario Universidad. Atburðurinn átti sér stað árið 2014, að hennar sögn. Arias hafnar alfarið að hafa komið ósæmilega fram við konur. „Ég hafna afdráttarlaust ásökunum gegn mér,“ sagði hann í yfirlýsingu við New York Times. Algeng hegðun þess tíma Hin konan, Emma Daly, er samskiptastjóri mannréttindasamtakanna Mannréttindavaktarinnar. Hún segir Washington Post að Arias hafi þuklað á henni þegar hún var blaðamaður og hann var enn forseti árið 1990. Arias hefur ekki viljað tjá sig um þá ásökun og vísaði lögmaður hans til rannsóknar sem stæði yfir. Daly segir að þegar hún hafi nálgast Arias með spurningu í anddyri Intercontinental-hótelsins í Managva í Níkaragva. Forsetinn hafi ekki svarað heldur rennt hendi sinni yfir brjóst hennar og sagt: „Þú ert ekki í neinum brjóstahaldara“. Ástæðan fyrir því að hún segist ekki hafa tilkynnt framferði Arias á þeim er sú að slík hegðun karlmanna hafi verið algeng í Mið-Ameríku á þeim tíma. „Við sátum eiginlega bara undir þessu. Það virtist eins og það fylgdi bara að það væri komið svona fram við mann og það var ekki margt sem ég gat gert í því,“ segir Daly nú. Kosta Ríka MeToo Nóbelsverðlaun Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Tvær konur saka Óscar Arias Sánchez, fyrrverandi forseta Kosta Ríka og Nóbelsverðlaunahafa, um að hafa brotið gegn sér kynferðislega. Önnur þeirra kærði Arias í vikunni en hann neitar sök. Arias er einn dáðasti stjórnmálaleiðtogi Kosta Ríka. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1987 fyrir þátt sinn í að binda enda á blóðug borgarastríð sem geisuðu í Mið-Ameríku. Í tvígang gegndi hann embætti forseta Kosta Ríka, fyrst frá 1986 til 1990 og svo aftur frá 2006 til 2010. Önnur konan, sálfræðingur og baráttukona gegn kjarnorku sem segist oft hafa hitt Arias vegna afvopnunarmála, heldur því fram að Arias hafi komið aftan að henni, snert brjóst hennar og stungið fingrum sínum inn í hana. Hún lagði fram kæru til lögreglunnar í vikunni. „Ég óttaðist að ef ég neitaði þá myndi hann ekki vinna með okkur lengur. Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Mér fannst ég föst á þessu augnabliki,“ sagði konan við blaðið Seminario Universidad. Atburðurinn átti sér stað árið 2014, að hennar sögn. Arias hafnar alfarið að hafa komið ósæmilega fram við konur. „Ég hafna afdráttarlaust ásökunum gegn mér,“ sagði hann í yfirlýsingu við New York Times. Algeng hegðun þess tíma Hin konan, Emma Daly, er samskiptastjóri mannréttindasamtakanna Mannréttindavaktarinnar. Hún segir Washington Post að Arias hafi þuklað á henni þegar hún var blaðamaður og hann var enn forseti árið 1990. Arias hefur ekki viljað tjá sig um þá ásökun og vísaði lögmaður hans til rannsóknar sem stæði yfir. Daly segir að þegar hún hafi nálgast Arias með spurningu í anddyri Intercontinental-hótelsins í Managva í Níkaragva. Forsetinn hafi ekki svarað heldur rennt hendi sinni yfir brjóst hennar og sagt: „Þú ert ekki í neinum brjóstahaldara“. Ástæðan fyrir því að hún segist ekki hafa tilkynnt framferði Arias á þeim er sú að slík hegðun karlmanna hafi verið algeng í Mið-Ameríku á þeim tíma. „Við sátum eiginlega bara undir þessu. Það virtist eins og það fylgdi bara að það væri komið svona fram við mann og það var ekki margt sem ég gat gert í því,“ segir Daly nú.
Kosta Ríka MeToo Nóbelsverðlaun Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila