Eiffelturninn lokaður og lamaðar almenningssamgöngur Atli Ísleifsson skrifar 5. desember 2019 12:50 Frá mótmælum í frönsku hafnarborginni Marseille í morgun. AP Umfangsmiklar verkfallsaðferðir franskra stéttarfélaga hafa haft mikil áhrif á franskt samfélag það sem af er degi, þar sem skólastarf hefur fallið niður og almenningssamgöngur raskast. Verkafólk er með verkfallsaðgerðunum að lýsa yfir óánægju með lagabreytingar sem fela í sér að vinnandi neyðist til fara síðar á eftirlaun eða þá þola skertar lífeyrisgreiðslur. Auk starfsmanna innan skólakerfisins og almenningssamgangna hafa lögreglumenn, lögfræðingar, sjúkrahússtarfsmenn og flugvallarstarfsmenn lagt niður störf. Áætlað er að milljónir hafi farið í verkfall í Frakklandi í dag til að þrýsta á breytingar. Verkfallsaðgerðirnar eru þær umfangsmestu í landinu um árabil en megn óánægja er með fyrirætlanir Emmanuel Macron Frakklandsforseta um samræmt lífeyriskerfi í landinu.Að neðan má sjá myndir frá Eiffelturninum þar sem ferðamenn komu að lokuðum kofanum í morgun.Innanríkisráðherrann Christophe Castaner sagði í gærkvöldi að yfirvöld ættu von á um 250 mótmælasamkomum víðs vegar um landið í dag. Varaði hann við að til óeirða gæti komið á einhverjum stöðum. „Við vitum að þessi mótmæli verða fjölmenn og við þekkjum áhættuna. Ég hef óskað eftir því að þegar óeirðir blossa upp og kemur til ofbeldis þá verði gripið til handtaka tafarlaust.“ Óeirðalögregla í París leitaði í töskum fólks snemma í morgun á breiðstrætinu Champs-Élysées og þá var búðum, sem standa á þeirri leið sem áætlað er að kröfuganga verði farin, gert að loka. Almenningssamgöngur hafa raskast mikið og má þar nefna að einungis fimm af sextán neðanjarðarlestarlínum höfuðborgarinnar París hafa verið virkar í dag. Frakkland Tengdar fréttir Milljónir leggja niður störf í Frakklandi Einar víðtækustu verkfallsaðgerðir í áraraðir eru nú að hefjast í Frakklandi. 5. desember 2019 07:14 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Umfangsmiklar verkfallsaðferðir franskra stéttarfélaga hafa haft mikil áhrif á franskt samfélag það sem af er degi, þar sem skólastarf hefur fallið niður og almenningssamgöngur raskast. Verkafólk er með verkfallsaðgerðunum að lýsa yfir óánægju með lagabreytingar sem fela í sér að vinnandi neyðist til fara síðar á eftirlaun eða þá þola skertar lífeyrisgreiðslur. Auk starfsmanna innan skólakerfisins og almenningssamgangna hafa lögreglumenn, lögfræðingar, sjúkrahússtarfsmenn og flugvallarstarfsmenn lagt niður störf. Áætlað er að milljónir hafi farið í verkfall í Frakklandi í dag til að þrýsta á breytingar. Verkfallsaðgerðirnar eru þær umfangsmestu í landinu um árabil en megn óánægja er með fyrirætlanir Emmanuel Macron Frakklandsforseta um samræmt lífeyriskerfi í landinu.Að neðan má sjá myndir frá Eiffelturninum þar sem ferðamenn komu að lokuðum kofanum í morgun.Innanríkisráðherrann Christophe Castaner sagði í gærkvöldi að yfirvöld ættu von á um 250 mótmælasamkomum víðs vegar um landið í dag. Varaði hann við að til óeirða gæti komið á einhverjum stöðum. „Við vitum að þessi mótmæli verða fjölmenn og við þekkjum áhættuna. Ég hef óskað eftir því að þegar óeirðir blossa upp og kemur til ofbeldis þá verði gripið til handtaka tafarlaust.“ Óeirðalögregla í París leitaði í töskum fólks snemma í morgun á breiðstrætinu Champs-Élysées og þá var búðum, sem standa á þeirri leið sem áætlað er að kröfuganga verði farin, gert að loka. Almenningssamgöngur hafa raskast mikið og má þar nefna að einungis fimm af sextán neðanjarðarlestarlínum höfuðborgarinnar París hafa verið virkar í dag.
Frakkland Tengdar fréttir Milljónir leggja niður störf í Frakklandi Einar víðtækustu verkfallsaðgerðir í áraraðir eru nú að hefjast í Frakklandi. 5. desember 2019 07:14 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Milljónir leggja niður störf í Frakklandi Einar víðtækustu verkfallsaðgerðir í áraraðir eru nú að hefjast í Frakklandi. 5. desember 2019 07:14