Verðlag það helsta sem má bæta að mati ferðamanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júlí 2019 12:20 Ferðamenn í Skaftafelli fyrr í sumar. vísir/vilhelm Verðlag hér á landi er það helsta sem má bæta að mati ferðamanna. Tæplega helmingur þeirra ferðamanna sem tóku könnun Ferðamálastofu fyrir árið 2018 sögðu að verðlagið væri það helsta sem mætti bæta í íslenskri ferðaþjónustu. Í könnuninni kemur jafnframt fram að það sem þurfi til þess að ferðamenn séu líklegri til að mæla með Íslandi sem áfangastað er að lækka verðlag almennt. 48,6 prósent sögðu það þurfa til og 26,7 prósent sögðu að lækka þyrfti verð á mat. Níu prósent sögðu svo að lækka þyrfti verð á gistingu. Meðalútgjöld vegna Íslandsferðar voru tæplega 209 þúsund krónur á mann. Þar af voru stærstu útgjaldaliðirnir fyrirframgreidd pakkaferð eða 26 prósent af heildarútgjöldum, alþjóðlegt flug (19 prósent), gisting (17 prósent), matsölustaðir eða kaffihús (11 prósent) og bílaleigubílar (8 prósent).Náttúran það helsta sem heillar Langflestir þeirra sem tóku könnunina, eða alls 91,8 prósent, sögðust hafa fengið hugmyndina að Íslandsferð vegna náttúru landsins. Þá nefndi meira en helmingur ferðamannanna náttúruna og landslagið sem helstu ástæðu þess að þeir væru líklegir til að mæla með Íslandi sem áfangastað. 61,5 prósent sögðu náttúruna og landslagið það minnisstæðasta úr Íslandsferðinni. Af einstökum stöðum nefndu 20,7 prósent Gullna hringinn og 19,8 prósent Bláa lónið. „Könnun Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna er unnin í samvinnu við Hagstofu Íslands en markmiðið með henni er að afla tölfræðilegra upplýsinga til að geta gefið skýra mynd af atferli og viðhorfum ferðamanna á Íslandi. Könnunin hefur verið í gangi frá því í júlí 2017 en í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður fyrir árið 2018. Könnunin er tvískipt: 1. Flugvallakönnun við brottför framkvæmd á Keflavíkurflugvelli sem beinist að erlendum ferðamönnum á Íslandi. Áhersla er lögð ánokkrar lykilspurningar s.s. tilgang ferðar,dvalarlengd, tegund gistingar, útgjöld og eyðsluhætti auk þess sem spurt er um bakgrunn svarenda þ.e. þjóðerni, búsetu, kyn og aldur. 2. Netkönnun send eftir á þar sem svarendur í flugvallakönnun eru spurðir nánar um Íslandsferðina; aðdragandann að ferð, atferli, viðhorf og upplifun. Alls tók 22.481 svarandi þátt í flugvallahluta könnunarinnar árið 2018 og 5.470 í nethlutanum. Könnunin er á tíu tungumálum; ensku, dönsku, þýsku, frönsku, spænsku, ítölsku, pólsku, rússnesku, kínversku og japönsku. Þýðingar taka mið af enska spurningalistanum,“ segir um könnunina í skýrslu sem unnin var úr niðurstöðum hennar en nánar má kynna sér könnunina hér. Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira
Verðlag hér á landi er það helsta sem má bæta að mati ferðamanna. Tæplega helmingur þeirra ferðamanna sem tóku könnun Ferðamálastofu fyrir árið 2018 sögðu að verðlagið væri það helsta sem mætti bæta í íslenskri ferðaþjónustu. Í könnuninni kemur jafnframt fram að það sem þurfi til þess að ferðamenn séu líklegri til að mæla með Íslandi sem áfangastað er að lækka verðlag almennt. 48,6 prósent sögðu það þurfa til og 26,7 prósent sögðu að lækka þyrfti verð á mat. Níu prósent sögðu svo að lækka þyrfti verð á gistingu. Meðalútgjöld vegna Íslandsferðar voru tæplega 209 þúsund krónur á mann. Þar af voru stærstu útgjaldaliðirnir fyrirframgreidd pakkaferð eða 26 prósent af heildarútgjöldum, alþjóðlegt flug (19 prósent), gisting (17 prósent), matsölustaðir eða kaffihús (11 prósent) og bílaleigubílar (8 prósent).Náttúran það helsta sem heillar Langflestir þeirra sem tóku könnunina, eða alls 91,8 prósent, sögðust hafa fengið hugmyndina að Íslandsferð vegna náttúru landsins. Þá nefndi meira en helmingur ferðamannanna náttúruna og landslagið sem helstu ástæðu þess að þeir væru líklegir til að mæla með Íslandi sem áfangastað. 61,5 prósent sögðu náttúruna og landslagið það minnisstæðasta úr Íslandsferðinni. Af einstökum stöðum nefndu 20,7 prósent Gullna hringinn og 19,8 prósent Bláa lónið. „Könnun Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna er unnin í samvinnu við Hagstofu Íslands en markmiðið með henni er að afla tölfræðilegra upplýsinga til að geta gefið skýra mynd af atferli og viðhorfum ferðamanna á Íslandi. Könnunin hefur verið í gangi frá því í júlí 2017 en í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður fyrir árið 2018. Könnunin er tvískipt: 1. Flugvallakönnun við brottför framkvæmd á Keflavíkurflugvelli sem beinist að erlendum ferðamönnum á Íslandi. Áhersla er lögð ánokkrar lykilspurningar s.s. tilgang ferðar,dvalarlengd, tegund gistingar, útgjöld og eyðsluhætti auk þess sem spurt er um bakgrunn svarenda þ.e. þjóðerni, búsetu, kyn og aldur. 2. Netkönnun send eftir á þar sem svarendur í flugvallakönnun eru spurðir nánar um Íslandsferðina; aðdragandann að ferð, atferli, viðhorf og upplifun. Alls tók 22.481 svarandi þátt í flugvallahluta könnunarinnar árið 2018 og 5.470 í nethlutanum. Könnunin er á tíu tungumálum; ensku, dönsku, þýsku, frönsku, spænsku, ítölsku, pólsku, rússnesku, kínversku og japönsku. Þýðingar taka mið af enska spurningalistanum,“ segir um könnunina í skýrslu sem unnin var úr niðurstöðum hennar en nánar má kynna sér könnunina hér.
Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira