Fleiri hálkuslys geta orðið frysti aftur í kvöld Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. október 2019 19:00 Svo virðist sem hálkan sem myndaðist víða um land síðastliðna nótt og í morgun hafi komið mörgum í opna skjöldu. Svo mikið álag var á bráðamóttöku Landspítalans að kalla þurfti út auka mannskap til að meðhöndla beinbrot og önnur meiðsli sem fólk hlaut í hálkuslysum. Vel á fjórða tug þurft að leita sér aðhlynningar á slysadeild á höfuðborgarsvæðinu sem hefur orsakað mikið álag. Sem betur fer var ekki um lífshættuleg meiðsli að ræða en getur verið mikið rask í lífi þeirra sem verða fyrir meiðslum. Þá varð einnig fjöldi árekstra sem lögreglu og sjúkraflutningamenn þurftu að sinna. Mikið álag var einnig á viðbragðsaðila víða um land. Til að mynda varð að minnsta kosti fimm bíla árekstur nærri Smáralind. Saltdreifari valt ofan á annan bíl á Flóttamannaleið, milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Þá valt bíll utan við Tálknafjörð og kom upp eldur í bílnum og þá valt bíll á Grindavíkurvegi. Til allrar mildi urðu engin alvarleg slys á fólki í þessum óhöppum. Fyrirtækið Aðstoð og Öryggi, árekstur.is, sinnti vel á annan tug árekstra á höfuðborgarsvæðinu og eru þá ótalin þau verkefni sem lögregla sinni í þeim efnum.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans.Vísir/Baldur HrafnkellSumir sem slösuðust voru á hjólum Að minnsta kosti þriðjungur þeirra sem leita þurfti á bráðamóttöku vegna hálkuslysa hafi verið vegna áreksturs en aðrir voru gangandi og hjólandi vegfarendur sem lentu í óhöppum. „Fyrir klukkan ellefu voru komnir tuttugu og fimm manns til okkar. það hafa bæst við svona sirka tíu síðan þá þannig að í dag hafa þrjátíu og þrír komið til okkar vegna hálkuslysa. Það eru sirka tíu sem hafa komið eftir umferðaróhöpp og um tuttugu og fimm sem hafa komið eftir að hafa runnið til,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans. Spítalinn sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem fólk sem taldist sig þurfa á læknisþjónustu að halda myndi leita á heilsugæslustöð eða á læknavakt fyrst. Svo mikið var álagið á bráðamóttöku að kalla þurfti út auka mannskap. Starfsemi þar var þó orðin nær eðlileg þegar líða tók á seinnipart dags. Jón segir við því að búast að þegar frysta taki undir kvöld geti fleiri hálkuslys orðið. „Það er töluverð hætta á því að þegar það fer að frysta aftur að það verði aftur glæra og það verði einhver hálkuslys þá þannig að við biðjum alla bara um að fara varlega,“ segir Jón Magnús. Landspítalinn Lögreglumál Samgönguslys Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Rákust á í hálkunni við Turninn Að minnsta kosti fjögurra bíla árekstur varð á rampinum á milli Deloitte-turnsins og Smáralindar í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 10:35 Allir dregnir óökufærir af slysstað Fimm bíla árekstur varð við Turninn í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 13:40 Flóttamannaleið lokað vegna umferðaróhapps Þetta kemur í fram í tilkynningum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðinni. 28. október 2019 09:13 Mikið álag á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Tuttugu og fimm einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa í morgun. 28. október 2019 11:49 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Svo virðist sem hálkan sem myndaðist víða um land síðastliðna nótt og í morgun hafi komið mörgum í opna skjöldu. Svo mikið álag var á bráðamóttöku Landspítalans að kalla þurfti út auka mannskap til að meðhöndla beinbrot og önnur meiðsli sem fólk hlaut í hálkuslysum. Vel á fjórða tug þurft að leita sér aðhlynningar á slysadeild á höfuðborgarsvæðinu sem hefur orsakað mikið álag. Sem betur fer var ekki um lífshættuleg meiðsli að ræða en getur verið mikið rask í lífi þeirra sem verða fyrir meiðslum. Þá varð einnig fjöldi árekstra sem lögreglu og sjúkraflutningamenn þurftu að sinna. Mikið álag var einnig á viðbragðsaðila víða um land. Til að mynda varð að minnsta kosti fimm bíla árekstur nærri Smáralind. Saltdreifari valt ofan á annan bíl á Flóttamannaleið, milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Þá valt bíll utan við Tálknafjörð og kom upp eldur í bílnum og þá valt bíll á Grindavíkurvegi. Til allrar mildi urðu engin alvarleg slys á fólki í þessum óhöppum. Fyrirtækið Aðstoð og Öryggi, árekstur.is, sinnti vel á annan tug árekstra á höfuðborgarsvæðinu og eru þá ótalin þau verkefni sem lögregla sinni í þeim efnum.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans.Vísir/Baldur HrafnkellSumir sem slösuðust voru á hjólum Að minnsta kosti þriðjungur þeirra sem leita þurfti á bráðamóttöku vegna hálkuslysa hafi verið vegna áreksturs en aðrir voru gangandi og hjólandi vegfarendur sem lentu í óhöppum. „Fyrir klukkan ellefu voru komnir tuttugu og fimm manns til okkar. það hafa bæst við svona sirka tíu síðan þá þannig að í dag hafa þrjátíu og þrír komið til okkar vegna hálkuslysa. Það eru sirka tíu sem hafa komið eftir umferðaróhöpp og um tuttugu og fimm sem hafa komið eftir að hafa runnið til,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans. Spítalinn sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem fólk sem taldist sig þurfa á læknisþjónustu að halda myndi leita á heilsugæslustöð eða á læknavakt fyrst. Svo mikið var álagið á bráðamóttöku að kalla þurfti út auka mannskap. Starfsemi þar var þó orðin nær eðlileg þegar líða tók á seinnipart dags. Jón segir við því að búast að þegar frysta taki undir kvöld geti fleiri hálkuslys orðið. „Það er töluverð hætta á því að þegar það fer að frysta aftur að það verði aftur glæra og það verði einhver hálkuslys þá þannig að við biðjum alla bara um að fara varlega,“ segir Jón Magnús.
Landspítalinn Lögreglumál Samgönguslys Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Rákust á í hálkunni við Turninn Að minnsta kosti fjögurra bíla árekstur varð á rampinum á milli Deloitte-turnsins og Smáralindar í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 10:35 Allir dregnir óökufærir af slysstað Fimm bíla árekstur varð við Turninn í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 13:40 Flóttamannaleið lokað vegna umferðaróhapps Þetta kemur í fram í tilkynningum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðinni. 28. október 2019 09:13 Mikið álag á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Tuttugu og fimm einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa í morgun. 28. október 2019 11:49 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Rákust á í hálkunni við Turninn Að minnsta kosti fjögurra bíla árekstur varð á rampinum á milli Deloitte-turnsins og Smáralindar í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 10:35
Allir dregnir óökufærir af slysstað Fimm bíla árekstur varð við Turninn í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 13:40
Flóttamannaleið lokað vegna umferðaróhapps Þetta kemur í fram í tilkynningum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðinni. 28. október 2019 09:13
Mikið álag á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Tuttugu og fimm einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa í morgun. 28. október 2019 11:49