Innlent

Allir dregnir óökufærir af slysstað

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá vettvangi í morgun.
Frá vettvangi í morgun. Mynd/Aðsend

Allir bílarnir fimm sem lentu í árekstri á rampinum á milli Turnsins í Kópavogi og Smáralindar í mikilli hálku í morgun voru dregnir óökufærir af vettvangi, samkvæmt upplýsingum frá slysaþjónustunni Árekstri.is sem kölluð var á slysstað.

Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafði ekki frekari upplýsingar um slysið, utan þess að ekki urðu slys á fólki. Þá vissi hann ekki hver tildrög þess voru en mynd af vettvangi sýnir fjóra bíla í kös á einni akrein, og þar af snýr einn á móti umferð.

Mikill erill var hjá viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu í morgun vegna hálku. Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Vísi um klukkan hálf ellefu í morgun að frá miðnætti hefði alls verið tilkynnt um sjö umferðarslys, öll hálkutengd.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.