Prinsessa vill verða forsætisráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2019 09:05 Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol. Vísir/AP Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol hefur boðið sig fram til embættis forsætisráðherra fyrir flokkinn Raksa Chart. Löng hefð hefur verið fyrir því að konungsfjölskyldan haldi sig frá stjórnmálum í landinu og hefur þessi ákvörðun prinsessunnar sett kosningabaráttuna í ákveðið uppnám, samkvæmt AP fréttaveitunni.Ubolratana er elsta systir konungs Taílands og fer hún nú gegn þeim frambjóðanda sem her landsins styður. Sá gengur undir nafninu Prayuth Chan-ocha og starfar hann nú sem forsætisráðherra eftir að hann leiddi valdarán gegn síðustu ríkisstjórn Taílands árið 2014. Hann leiðir Palang Pracharat flokkinn sem AP segir lengi hafa verið talinn ganga erinda hersins. Hingað til hefur Prayuth flokkurinn verið talinn líklegastur til að bera sigur úr bítum í kosningunum sem fram fara þann 24. mars og þá sérstaklega vegna stjórnarskrárbreytinga og breytinga á lögum um kosningar sem flokkurinn hefur gert í kjölfar valdaránsins. Þær breytingar hafa leitt til þess að öðrum flokkum reynist erfitt að ná völdum án stuðningar hersins. Ubolratana hefur þó gert bandalag við Thakshin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands sem herinn velti úr sessi, og hefur ákvörðun hennar breytt aðstæðum í landinu verulega. Prinsessan hefur þó lengi synt gegn straumnum, ef svo má að orði komast, varðandi hefðir konungsfjölskyldunnar. Hún giftist Bandaríkjamanninum Peter Jensen árið 1972 og afsalaði sér með því öllum konunglegum titlum. Ubolratana kynntist Jensen þegar hún var við nám í Massachusetts Institute of Technology eða MIT og bjó hún í Bandaríkjunum í rúm 25 ár.Hún fór þó aftur til Taílands eftir skilnað hennar og Jensen þar sem konungsfjölskyldan tók henni með opnum örmum á nýjan leik. Konungsfjölskyldan er talin heilög í Taílandi en hún hefur farið gegn ýmsum hefðum henni tengdri og þykir mjög vinsæl þar í landi. Hún hefur einnig sungið og leikið í kvikmyndum. Kóngafólk Taíland Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Sjá meira
Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol hefur boðið sig fram til embættis forsætisráðherra fyrir flokkinn Raksa Chart. Löng hefð hefur verið fyrir því að konungsfjölskyldan haldi sig frá stjórnmálum í landinu og hefur þessi ákvörðun prinsessunnar sett kosningabaráttuna í ákveðið uppnám, samkvæmt AP fréttaveitunni.Ubolratana er elsta systir konungs Taílands og fer hún nú gegn þeim frambjóðanda sem her landsins styður. Sá gengur undir nafninu Prayuth Chan-ocha og starfar hann nú sem forsætisráðherra eftir að hann leiddi valdarán gegn síðustu ríkisstjórn Taílands árið 2014. Hann leiðir Palang Pracharat flokkinn sem AP segir lengi hafa verið talinn ganga erinda hersins. Hingað til hefur Prayuth flokkurinn verið talinn líklegastur til að bera sigur úr bítum í kosningunum sem fram fara þann 24. mars og þá sérstaklega vegna stjórnarskrárbreytinga og breytinga á lögum um kosningar sem flokkurinn hefur gert í kjölfar valdaránsins. Þær breytingar hafa leitt til þess að öðrum flokkum reynist erfitt að ná völdum án stuðningar hersins. Ubolratana hefur þó gert bandalag við Thakshin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands sem herinn velti úr sessi, og hefur ákvörðun hennar breytt aðstæðum í landinu verulega. Prinsessan hefur þó lengi synt gegn straumnum, ef svo má að orði komast, varðandi hefðir konungsfjölskyldunnar. Hún giftist Bandaríkjamanninum Peter Jensen árið 1972 og afsalaði sér með því öllum konunglegum titlum. Ubolratana kynntist Jensen þegar hún var við nám í Massachusetts Institute of Technology eða MIT og bjó hún í Bandaríkjunum í rúm 25 ár.Hún fór þó aftur til Taílands eftir skilnað hennar og Jensen þar sem konungsfjölskyldan tók henni með opnum örmum á nýjan leik. Konungsfjölskyldan er talin heilög í Taílandi en hún hefur farið gegn ýmsum hefðum henni tengdri og þykir mjög vinsæl þar í landi. Hún hefur einnig sungið og leikið í kvikmyndum.
Kóngafólk Taíland Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent