Fara heim daginn eftir aðgerð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2019 22:30 Átak sem gert var á Sjúkrahúsinu á Akureyri hefur gert það að verkum að vel hefur tekist að skera niður biðlista eftir gerviliðaaðgerðum. Ekki er lengur meira en árs bið eftir aðgerð. Undir lok ársins 2015 var bið eftir gerviliðsaðgerð á sjúkrahúsinu á Akureyri orðin mjög löng. Meðalbiðtími eftir aðgerð var um eitt ár og margir þurftu að bíða lengur. Árið 2016 var hins vegar ráðist í sérstakt átak sem hefur skilað sér í rúmlega tvöföldun á fjölda aðgerða. Árið 2015 voru framkvæmdar 175 slíkar aðgerðir, árið eftir var talan komin upp í 347. Á síðasta ári voru framkvæmdar 430 aðgerðir og í janúar hafði aðeins þriðjungur þeirra sem eru á biðlista þurft að bíða í meira en þrjá mánuði. Árangurinn náðist ekki síst með því að stytta þann tíma sem sjúklingurinn þarf að dvelja á sjúkrahúsinu.Grafík/Stöð 2„Fyrsti sjúklingurinn sem fór í svona aðgerð hérna á níunda áratugnum, sá fyrsti lá inni nokkra daga áður en aðgerðin var og tvær vikur eftir aðgerðina. En í dag eru um það bil 70 prósent af þessum sjúklingum sem fara í svona hefðbundna gerviliðaaðgerð, þeir eru farnir heim næsta dag,“ segir Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu á Akureyri.Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri læknina á sjúkrahúsinu á Akureyri.Vísir/Tryggvi PállÞetta náðist með því að rýna og straumlínulaga allt verklag í tengslum við aðgerðina og er sjúklingunum fylgt vel eftir, allt frá greiningu og eftir að heim er komið. „Þetta er gert með því að undirbúa sjúklingana, undirbúa starfsfólkið mjög vel fyrir þetta með góðri sjúkraþjálfun, með góðri verkjastillingu og góðri tækni og að fólk hafi allar þær upplýsingar til þess að batinn gangi fljótt og vel og fyrir sig,“ segir Sigurður. Sjúkrahúsið fær greiðslur frá ríkinu vegna aðgerðanna og hinn aukni fjöldi aðgerða hefur því vænkað hag sjúkrahúsins. „Það hefur þýtt það að við höfum getað eflt okkur hvað varðar starfsfólk sérstaklega og búnað jafn vel sem gerir okkur sterkari sem sjúkrahús í heild sinni til þess að veita aðra þjónustu líka, þannig að þetta hefur haft virkilega haft góð áhrif hérna inn á sjúkrahúsið.“ Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra bíður úttektar áður en ákvörðun verður tekin um nýtt biðlistaátak Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. 25. apríl 2019 19:00 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira
Átak sem gert var á Sjúkrahúsinu á Akureyri hefur gert það að verkum að vel hefur tekist að skera niður biðlista eftir gerviliðaaðgerðum. Ekki er lengur meira en árs bið eftir aðgerð. Undir lok ársins 2015 var bið eftir gerviliðsaðgerð á sjúkrahúsinu á Akureyri orðin mjög löng. Meðalbiðtími eftir aðgerð var um eitt ár og margir þurftu að bíða lengur. Árið 2016 var hins vegar ráðist í sérstakt átak sem hefur skilað sér í rúmlega tvöföldun á fjölda aðgerða. Árið 2015 voru framkvæmdar 175 slíkar aðgerðir, árið eftir var talan komin upp í 347. Á síðasta ári voru framkvæmdar 430 aðgerðir og í janúar hafði aðeins þriðjungur þeirra sem eru á biðlista þurft að bíða í meira en þrjá mánuði. Árangurinn náðist ekki síst með því að stytta þann tíma sem sjúklingurinn þarf að dvelja á sjúkrahúsinu.Grafík/Stöð 2„Fyrsti sjúklingurinn sem fór í svona aðgerð hérna á níunda áratugnum, sá fyrsti lá inni nokkra daga áður en aðgerðin var og tvær vikur eftir aðgerðina. En í dag eru um það bil 70 prósent af þessum sjúklingum sem fara í svona hefðbundna gerviliðaaðgerð, þeir eru farnir heim næsta dag,“ segir Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu á Akureyri.Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri læknina á sjúkrahúsinu á Akureyri.Vísir/Tryggvi PállÞetta náðist með því að rýna og straumlínulaga allt verklag í tengslum við aðgerðina og er sjúklingunum fylgt vel eftir, allt frá greiningu og eftir að heim er komið. „Þetta er gert með því að undirbúa sjúklingana, undirbúa starfsfólkið mjög vel fyrir þetta með góðri sjúkraþjálfun, með góðri verkjastillingu og góðri tækni og að fólk hafi allar þær upplýsingar til þess að batinn gangi fljótt og vel og fyrir sig,“ segir Sigurður. Sjúkrahúsið fær greiðslur frá ríkinu vegna aðgerðanna og hinn aukni fjöldi aðgerða hefur því vænkað hag sjúkrahúsins. „Það hefur þýtt það að við höfum getað eflt okkur hvað varðar starfsfólk sérstaklega og búnað jafn vel sem gerir okkur sterkari sem sjúkrahús í heild sinni til þess að veita aðra þjónustu líka, þannig að þetta hefur haft virkilega haft góð áhrif hérna inn á sjúkrahúsið.“
Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra bíður úttektar áður en ákvörðun verður tekin um nýtt biðlistaátak Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. 25. apríl 2019 19:00 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira
Heilbrigðisráðherra bíður úttektar áður en ákvörðun verður tekin um nýtt biðlistaátak Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. 25. apríl 2019 19:00