Sjávarútvegsráðherra getur ekki lengt strandveiðitímabilið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. ágúst 2019 11:44 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist ekki geta lengt strandveiðitímabilið líkt og strandveiðimenn hafa skorað á hann að gera. Vísir/Vilhelm Sjávarútvegsráðherra segir það ekki á sínu valdi að framlengja strandveiðitímabilið líkt og strandveiðimenn hafa skorað á ráðherra að gera. Strandveiðitímabilinu lauk í gær og tókst ekki að fullnýta veiðiheimildir annað árið í röð. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu voru um níutíu og eitt prósent heildaraflans veidd samanborið við níutíu og sex prósent í fyrra. Sexhundruð níutíu og tvö leyfi voru gefin út til strandveiða í ár en flest voru þau árið tvö þúsund og sextán eða sexhundruð og sjötíu. Strandveiðisjómenn hafa kallað eftir því að sjávarútvegsráðherra framlengi tímabilið, en í dag er hverjum strandveiðibát heimilt að stunda veiðar í tólf veiðidaga innan hvers mánaðar í maí, júní, júlí og ágúst. Gerðar voru breytingar á strandveiðikerfinu í fyrra. Í stað þess að úthluta kvóta fyrir hvert veiðisvæði var landið allt gert að einum potti en sumir töldu að með breytingunum mundi það bitna á svæðum þar sem veiði er mest seinni part sumars, sem það virðist hafa gert. Á Hólmavík segja heimamenn að strandveiðin hafi sjaldan verið jafn slök og í ár.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherraVísir/VilhelmÞarf lagabreytingu ef lengja á strandveiðitímabilið Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að alþingi hafi gengið frá lögum um strandveiðar síðasta vetur þar sem dregin séu ákveðin mörk við lok strandveiðitímabilsins, erfitt sé fyrir ráðherra að bregðast við áskorun strandveiðimanna. „Það kallar á lagabreytingu ef að það á að bregðast við slíkri áskorun. Ráðherra hefur ekkert lagasetningarvald og er bundin af þeim lögum sem að þingið setur,“ segir Kristján. Kristján segir að það kunni að vera að breyta þurfi lögunum. „Það sem að ræður mestu um þetta er náttúran sjálf, tíðarfarið og hins vegar fiskigöngur. það er kannski stóri leikarinn í því hvers vegna aflinn sem að markaðurinn var næst ekki að þessu sinni,“ segir Kristján. Kristján tekur ekki undir áhyggjur strandveiðimanna um að landið allt hafi verið gert að einum potti hvað varðar heildarafla, sem sumir telja að bitni á svæðum þar sem veiði er mest seinni part sumars. „Mér finnst þær breytingar sem gerðar hafa verið, þar sem að búið er að bæta verulega í aflaheimildir í strandveiðum, að í heildina hafi gengið ágætlega og markmiðið með þessum breytingum sem gerðar hafa verið hafi gengið ágætlega upp,“ segir Kristján.Strandveiðimönnum tókst ekki að fullnýta veiðiheimildir annað árið í röð.Vísir/Vilhelm Sjávarútvegur Tengdar fréttir Strandveiðin á Hólmavík sjaldan jafn slök og nú Ólíklegt er að strandveiðimönnum takist að fullnýta veiðiheimildir á yfirstandandi veiðitímabili, sem fer senn að ljúka. Þeir vilja að sjávarútvegsráðherra lengi tímabilið fram í september þar til aflaheimild hefur verið náð. 29. ágúst 2019 21:33 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir það ekki á sínu valdi að framlengja strandveiðitímabilið líkt og strandveiðimenn hafa skorað á ráðherra að gera. Strandveiðitímabilinu lauk í gær og tókst ekki að fullnýta veiðiheimildir annað árið í röð. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu voru um níutíu og eitt prósent heildaraflans veidd samanborið við níutíu og sex prósent í fyrra. Sexhundruð níutíu og tvö leyfi voru gefin út til strandveiða í ár en flest voru þau árið tvö þúsund og sextán eða sexhundruð og sjötíu. Strandveiðisjómenn hafa kallað eftir því að sjávarútvegsráðherra framlengi tímabilið, en í dag er hverjum strandveiðibát heimilt að stunda veiðar í tólf veiðidaga innan hvers mánaðar í maí, júní, júlí og ágúst. Gerðar voru breytingar á strandveiðikerfinu í fyrra. Í stað þess að úthluta kvóta fyrir hvert veiðisvæði var landið allt gert að einum potti en sumir töldu að með breytingunum mundi það bitna á svæðum þar sem veiði er mest seinni part sumars, sem það virðist hafa gert. Á Hólmavík segja heimamenn að strandveiðin hafi sjaldan verið jafn slök og í ár.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherraVísir/VilhelmÞarf lagabreytingu ef lengja á strandveiðitímabilið Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að alþingi hafi gengið frá lögum um strandveiðar síðasta vetur þar sem dregin séu ákveðin mörk við lok strandveiðitímabilsins, erfitt sé fyrir ráðherra að bregðast við áskorun strandveiðimanna. „Það kallar á lagabreytingu ef að það á að bregðast við slíkri áskorun. Ráðherra hefur ekkert lagasetningarvald og er bundin af þeim lögum sem að þingið setur,“ segir Kristján. Kristján segir að það kunni að vera að breyta þurfi lögunum. „Það sem að ræður mestu um þetta er náttúran sjálf, tíðarfarið og hins vegar fiskigöngur. það er kannski stóri leikarinn í því hvers vegna aflinn sem að markaðurinn var næst ekki að þessu sinni,“ segir Kristján. Kristján tekur ekki undir áhyggjur strandveiðimanna um að landið allt hafi verið gert að einum potti hvað varðar heildarafla, sem sumir telja að bitni á svæðum þar sem veiði er mest seinni part sumars. „Mér finnst þær breytingar sem gerðar hafa verið, þar sem að búið er að bæta verulega í aflaheimildir í strandveiðum, að í heildina hafi gengið ágætlega og markmiðið með þessum breytingum sem gerðar hafa verið hafi gengið ágætlega upp,“ segir Kristján.Strandveiðimönnum tókst ekki að fullnýta veiðiheimildir annað árið í röð.Vísir/Vilhelm
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Strandveiðin á Hólmavík sjaldan jafn slök og nú Ólíklegt er að strandveiðimönnum takist að fullnýta veiðiheimildir á yfirstandandi veiðitímabili, sem fer senn að ljúka. Þeir vilja að sjávarútvegsráðherra lengi tímabilið fram í september þar til aflaheimild hefur verið náð. 29. ágúst 2019 21:33 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Strandveiðin á Hólmavík sjaldan jafn slök og nú Ólíklegt er að strandveiðimönnum takist að fullnýta veiðiheimildir á yfirstandandi veiðitímabili, sem fer senn að ljúka. Þeir vilja að sjávarútvegsráðherra lengi tímabilið fram í september þar til aflaheimild hefur verið náð. 29. ágúst 2019 21:33