Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2019 10:37 Osprey-vélarnar eru að mestu notaðar til að flytja menn á milli staða en Hercules-vélunum var flogið til landsins með þeim og eru notaðar til stuðnings við Osprey-vélarnar. EPA/MARK R. CRISTINO Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. Um er að ræða þrjár flugvélar af gerðinni CV-22B Osprey, tvær af gerðinni C-130 Hercules og eina Lockheed C-5 Galaxy. Þá sáust tvær sjúkraþyrlur frá Bandaríkjunum á flugi yfir Reykjavík í síðustu viku. Viðbúnaður þessi er vegna komu varaforseta Bandaríkjanna til Íslands. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands á morgun og tengist vera flugvélanna hér á landi komu hans, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Osprey-vélarnar eru að mestu notaðar til að flytja menn á milli staða en Hercules-vélunum var flogið til landsins með þeim og eru notaðar til stuðnings við Osprey-vélarnar. Galaxy-flugvélin var notuð til að flytja búnað í tengslum við komu Pence. Pence fundar með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, á morgun. Hann ætlar að ræða varnarmál á Norðurslóðum í heimsókn sinni. Forsætisráðherra hittir bandaríska varaforsetann í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli annað kvöld, samkvæmt því sem kom fram á vef Stjórnarráðsins í gær.Sjá einnig: Styttist í Íslandsheimsókn PenceBandaríkin og Atlantshafsbandalagið ætla að standa að uppbyggingu mannvirkja á Keflavíkurflugvelli og víðar. Annars vegar er um að ræða verkefni á vegum Bandaríkjahers, en þau eru meðal annars á grundvelli sameiginlegrar yfirlýsingar Íslands og Bandaríkjanna frá 2016 um öryggis- og varnarmál. Snýr yfirlýsingin að uppbyggingu á mannvirkjum, akstursbrautum og öðru tilheyrandi. Hins vegar er um að ræða framkvæmdir sem Atlantshafsbandalagið greiðir að hluta til eða fullu. Um er að ræða uppfærslu ratsjárkerfa hér á landi, endurnýjun mannvirkja og annað viðhald.Sjá einnig: Áætlað er að framkvæmdir við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli hefjist á næsta áriSíðastliðinn fimmtudag var sprengjuþotu af gerðinni B-2 Spirit flogið óvænt til Keflavíkur og var það í fyrsta sinn sem slík flugvél kemur til landsins. Um er að ræða dýrustu flugvél sögunnar og er hún hönnuð til að bera kjarnorkuvopn og komast fram hjá ratsjám óvina.Sjá einnig: Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heimsÍ fréttatilkynningu bandaríska flughersins kemur fram að æfingin hjálpi til við að nota Keflavíkurherstöðina sem útstöð fyrir B-2 og tryggja þannig að sprengjuþotan sé til reiðu sem trúverðugt afl til að verja Bandaríkin og bandamenn þeirra í sífellt flóknara öryggisumhverfi. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Norðurslóðir Varnarmál Tengdar fréttir Katrín og Pence funda á Keflavíkurflugvelli Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku. 2. september 2019 16:10 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Skaut föstum skotum að Rússum og Kínverjum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í ræðu á fundi Norðurskautsráðsins í Finnlandi í dag að Rússar sýndu árásargirni á norðurslóðum og nauðsynlegt væri að fylgjast með aðgerðum Kína á svæðinu. 6. maí 2019 20:58 Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00 Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. Um er að ræða þrjár flugvélar af gerðinni CV-22B Osprey, tvær af gerðinni C-130 Hercules og eina Lockheed C-5 Galaxy. Þá sáust tvær sjúkraþyrlur frá Bandaríkjunum á flugi yfir Reykjavík í síðustu viku. Viðbúnaður þessi er vegna komu varaforseta Bandaríkjanna til Íslands. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands á morgun og tengist vera flugvélanna hér á landi komu hans, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Osprey-vélarnar eru að mestu notaðar til að flytja menn á milli staða en Hercules-vélunum var flogið til landsins með þeim og eru notaðar til stuðnings við Osprey-vélarnar. Galaxy-flugvélin var notuð til að flytja búnað í tengslum við komu Pence. Pence fundar með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, á morgun. Hann ætlar að ræða varnarmál á Norðurslóðum í heimsókn sinni. Forsætisráðherra hittir bandaríska varaforsetann í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli annað kvöld, samkvæmt því sem kom fram á vef Stjórnarráðsins í gær.Sjá einnig: Styttist í Íslandsheimsókn PenceBandaríkin og Atlantshafsbandalagið ætla að standa að uppbyggingu mannvirkja á Keflavíkurflugvelli og víðar. Annars vegar er um að ræða verkefni á vegum Bandaríkjahers, en þau eru meðal annars á grundvelli sameiginlegrar yfirlýsingar Íslands og Bandaríkjanna frá 2016 um öryggis- og varnarmál. Snýr yfirlýsingin að uppbyggingu á mannvirkjum, akstursbrautum og öðru tilheyrandi. Hins vegar er um að ræða framkvæmdir sem Atlantshafsbandalagið greiðir að hluta til eða fullu. Um er að ræða uppfærslu ratsjárkerfa hér á landi, endurnýjun mannvirkja og annað viðhald.Sjá einnig: Áætlað er að framkvæmdir við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli hefjist á næsta áriSíðastliðinn fimmtudag var sprengjuþotu af gerðinni B-2 Spirit flogið óvænt til Keflavíkur og var það í fyrsta sinn sem slík flugvél kemur til landsins. Um er að ræða dýrustu flugvél sögunnar og er hún hönnuð til að bera kjarnorkuvopn og komast fram hjá ratsjám óvina.Sjá einnig: Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heimsÍ fréttatilkynningu bandaríska flughersins kemur fram að æfingin hjálpi til við að nota Keflavíkurherstöðina sem útstöð fyrir B-2 og tryggja þannig að sprengjuþotan sé til reiðu sem trúverðugt afl til að verja Bandaríkin og bandamenn þeirra í sífellt flóknara öryggisumhverfi.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Norðurslóðir Varnarmál Tengdar fréttir Katrín og Pence funda á Keflavíkurflugvelli Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku. 2. september 2019 16:10 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Skaut föstum skotum að Rússum og Kínverjum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í ræðu á fundi Norðurskautsráðsins í Finnlandi í dag að Rússar sýndu árásargirni á norðurslóðum og nauðsynlegt væri að fylgjast með aðgerðum Kína á svæðinu. 6. maí 2019 20:58 Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00 Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Katrín og Pence funda á Keflavíkurflugvelli Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku. 2. september 2019 16:10
Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30
Skaut föstum skotum að Rússum og Kínverjum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í ræðu á fundi Norðurskautsráðsins í Finnlandi í dag að Rússar sýndu árásargirni á norðurslóðum og nauðsynlegt væri að fylgjast með aðgerðum Kína á svæðinu. 6. maí 2019 20:58
Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00
Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45