Áætlað er að framkvæmdir við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli hefjist á næsta ári Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júlí 2019 20:00 Áætlað er að framkvæmdir hefjist á næsta ári við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli. Fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna segir að afstaða forsætisráðherra til hernaðaruppbyggingar þurfi að birtast í verki en honum þykir óafsakanlegt að Alþingi hafi samþykkt að 300 milljónir af fyrirhuguðum framlögum til þróunaraðstoðar verði færðar í viðhald mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli. Annars vegar er um að ræða verkefni á vegum Bandaríkjahers, en þau eru meðal annars á grundvelli sameiginlegrar yfirlýsingar Íslands og Bandaríkjanna öryggis- og varnarmál frá 2016. Felst það í uppbyggingu á mannvirkjum, akstursbrautum og öðru tilheyrandi. Hins vegar er um að ræða framkvæmdir sem Atlantshafsbandalagið greiðir að hluta til eða fullu, en það er uppfærsla ratsjárkerfa hér á landi, endurnýjun mannvirkja og annað viðhald. Ögmundur Jónasson, fyrrum þingmaður VG, gagnrýnir áformin harðlega í pistli sem hann birti á vef sínum í fyrradag. Þar segir hann það ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks, VG. „Þetta er í beinni andstöðu við allt sem sá flokkur hefur boðað fráþví hann var stofnaður árið 1999 þannig þetta væri algjör U-beygja,“ sagði Ögmundur Jónasson, fyrrum þingmaður VG. Varaformaður Utanríkismálanefndar tók undir meðÖgmundi í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og sagði það bagalegt að slíkt færi fram á vakt VG í ríkisstjórn. Þá segir Ögmundur að afstaða forsætisráðherra til Atlantshafsbandalagsins og hernaðaruppbggingar þurfi að sjást í verki. „Afstaðan verður að birtast í verki og verkin hljóta að vera áþann veg að vinda ofan af þeirri þróun sem nú virðist vera boðuð, verður að vinda ofan af þessum ákvörðunum,“ sagði Ögmundur. Þá kveðst Ögmundur óhress með að þingið hafi samþykkt að 300 milljónir af fyrirhuguðum framlögum til þróunaraðstoðar yrðu færðar í viðhald mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli. „Afleitt og óafsakanlegt,“ sagði Ögmundur. Samkvæmt upplýsingum frá Utanríkisráðuneytinu stendur til að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Keflavíkurflugvöllur NATO Utanríkismál Varnarmál Vinstri græn Tengdar fréttir Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29 „Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. 28. júlí 2019 14:03 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Sjá meira
Áætlað er að framkvæmdir hefjist á næsta ári við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli. Fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna segir að afstaða forsætisráðherra til hernaðaruppbyggingar þurfi að birtast í verki en honum þykir óafsakanlegt að Alþingi hafi samþykkt að 300 milljónir af fyrirhuguðum framlögum til þróunaraðstoðar verði færðar í viðhald mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli. Annars vegar er um að ræða verkefni á vegum Bandaríkjahers, en þau eru meðal annars á grundvelli sameiginlegrar yfirlýsingar Íslands og Bandaríkjanna öryggis- og varnarmál frá 2016. Felst það í uppbyggingu á mannvirkjum, akstursbrautum og öðru tilheyrandi. Hins vegar er um að ræða framkvæmdir sem Atlantshafsbandalagið greiðir að hluta til eða fullu, en það er uppfærsla ratsjárkerfa hér á landi, endurnýjun mannvirkja og annað viðhald. Ögmundur Jónasson, fyrrum þingmaður VG, gagnrýnir áformin harðlega í pistli sem hann birti á vef sínum í fyrradag. Þar segir hann það ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks, VG. „Þetta er í beinni andstöðu við allt sem sá flokkur hefur boðað fráþví hann var stofnaður árið 1999 þannig þetta væri algjör U-beygja,“ sagði Ögmundur Jónasson, fyrrum þingmaður VG. Varaformaður Utanríkismálanefndar tók undir meðÖgmundi í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og sagði það bagalegt að slíkt færi fram á vakt VG í ríkisstjórn. Þá segir Ögmundur að afstaða forsætisráðherra til Atlantshafsbandalagsins og hernaðaruppbggingar þurfi að sjást í verki. „Afstaðan verður að birtast í verki og verkin hljóta að vera áþann veg að vinda ofan af þeirri þróun sem nú virðist vera boðuð, verður að vinda ofan af þessum ákvörðunum,“ sagði Ögmundur. Þá kveðst Ögmundur óhress með að þingið hafi samþykkt að 300 milljónir af fyrirhuguðum framlögum til þróunaraðstoðar yrðu færðar í viðhald mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli. „Afleitt og óafsakanlegt,“ sagði Ögmundur. Samkvæmt upplýsingum frá Utanríkisráðuneytinu stendur til að framkvæmdir hefjist á næsta ári.
Keflavíkurflugvöllur NATO Utanríkismál Varnarmál Vinstri græn Tengdar fréttir Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29 „Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. 28. júlí 2019 14:03 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Sjá meira
Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29
„Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. 28. júlí 2019 14:03