Björn Bergmann kom af bekknum er Zenit slátraði Rostov Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. október 2019 18:45 Björn Bergmann í baráttunni við Hörð Björgvin Magnússon Vísir/Getty Íslendingalið Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur átt betri daga en liðið tapaði 6-1 fyrir Zenit St. Pétursborg í dag. Fyrir leikinn voru liðin með jafn mörg stig. Þá gerðu Viðar Örn Kjartansson og félagar í Rubin Kazan markalaust jafntefli gegn Spartak Moskvu á útivelli. Þá komu þeir Willum Þór Willumsson og Rúnar Alex Rúnarsson ekki við sögu hjá sínum liðum í dag. Framherjinn Björn Bergmann Sigurðarson var á varamannabekk Rostov í dag á meðan Ragnar Sigurðsson var fjarverandi vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leik Íslands og Andorra á dögunum. Það má svo sannarlega segja að Rostov hafi saknað Ragnars í dag. Artem Dzyuba, framherji rússneska landsliðsins kom Zenit í 1-0 á 14. mínútu með marki úr vítaspyrnu og sex mínútum síðar hafði hann bætt við öðru marki sínu sem og öðru marki Zenit. Hinn magnaði Sardar Azmoun bætti við þriðja marki Zenit áður en fyrri hálfleik lauk. Í þeim síðari bætti Viacheslav Karavaev við fjórða marki heimamanna áður en Dzyuba fullkomnaði þrennu sína, hans annað mark úr vítaspyrnu og staðan orðin 5-0. Roman Eremenko minnkaði muninn fyrir Rostov á 83. mínútu úr þriðju vítaspyrnu leiksins áður en Wilmar Barrios fullkomnaði niðurlægingu Rostov. Björn Bergmann spilaði síðustu 13 mínútur leiksins. Eftir sigurinn er Zenit í 2. sæti deildarinnar með 29 stig, líkt og Lokomotiv Moskva sem er á toppnum með betri markatölu. Rostov er í 4. sæti, með lakari markatölu en Krasnodar sem situr í því þriðja. Viðar Örn Kjartansson spilaði allan leikinn er Rubin Kazan gerði markalaust jafntefli við Spartak Moskvu. Bæði lið því áfram með jafn mörg stig, 15 talsins, í 8. og 9. sæti deildarinnar. Willum Þór sat allan tímann á bekknum er Bate Borisov gerði 1-1 jafntefli við FC Gomel í úrvalsdeildinni í Hvíta-Rússlandi. Bate er sem fyrr í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Brest sem situr á toppnum. Sömu sögu má segja af Rúnari Alex er Dijon gerði markalaust jafntefli við stórlið Lyon á útivelli. Dijon situr í næst neðsta sæti deildarinnar með níu stig þegar 10 umferðum er lokið. Fótbolti Tengdar fréttir Jón Daði spilaði er Millwall henti frá sér forystunni | Leeds United marði sigur Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður þegar Millwall henti frá sér 2-0 forystu gegn Brentford á útivelli í ensku B-deildinni í fótbola í dag, lokatölur 3-2. Þá marði Leeds United 1-0 sigur á Birmingham City á Elland Road og Stoke City vann aðeins sinn annan leik á tímabilinu. 19. október 2019 16:30 Alfreð tryggði stig gegn meisturunum Alfreð Finnbogason kom inn af bekknum og tryggði Augsburg jafntefli gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München í dag. 19. október 2019 15:30 Guðlaugur Victor skoraði sigurmark Darmstadt Guðlaugur Victor Pálsson tryggði Darmstadt sigur gegn St. Pauli í þýsku B-deildinni í fótbolta í dag. 19. október 2019 12:55 Gylfi Þór: Frábær frammistaða hjá strákunum Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði á bekknum hjá Everton er liðið mætti West Ham United á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi Þór nýtti hins vegar mínúturnar heldur betur vel en hann skoraði glæsilegt mark sem tryggði Everton 2-0 sigur. Eftir leik var íslenski landsliðsmaðurinn tekinn í viðtal á BT Sport. 19. október 2019 17:15 Gylfi skoraði í mikilvægum sigri Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af varamannabekknum og skoraði seinna mark Everton í sigri á West Ham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 19. október 2019 13:30 Sveinn Aron skoraði sigurmark Spezia Sveinn Aron Guðjohnsen tryggði Spezia sigur á Pescara í ítölsku B-deildinni í fótbolta í dag. 19. október 2019 14:55 Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira
Íslendingalið Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur átt betri daga en liðið tapaði 6-1 fyrir Zenit St. Pétursborg í dag. Fyrir leikinn voru liðin með jafn mörg stig. Þá gerðu Viðar Örn Kjartansson og félagar í Rubin Kazan markalaust jafntefli gegn Spartak Moskvu á útivelli. Þá komu þeir Willum Þór Willumsson og Rúnar Alex Rúnarsson ekki við sögu hjá sínum liðum í dag. Framherjinn Björn Bergmann Sigurðarson var á varamannabekk Rostov í dag á meðan Ragnar Sigurðsson var fjarverandi vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leik Íslands og Andorra á dögunum. Það má svo sannarlega segja að Rostov hafi saknað Ragnars í dag. Artem Dzyuba, framherji rússneska landsliðsins kom Zenit í 1-0 á 14. mínútu með marki úr vítaspyrnu og sex mínútum síðar hafði hann bætt við öðru marki sínu sem og öðru marki Zenit. Hinn magnaði Sardar Azmoun bætti við þriðja marki Zenit áður en fyrri hálfleik lauk. Í þeim síðari bætti Viacheslav Karavaev við fjórða marki heimamanna áður en Dzyuba fullkomnaði þrennu sína, hans annað mark úr vítaspyrnu og staðan orðin 5-0. Roman Eremenko minnkaði muninn fyrir Rostov á 83. mínútu úr þriðju vítaspyrnu leiksins áður en Wilmar Barrios fullkomnaði niðurlægingu Rostov. Björn Bergmann spilaði síðustu 13 mínútur leiksins. Eftir sigurinn er Zenit í 2. sæti deildarinnar með 29 stig, líkt og Lokomotiv Moskva sem er á toppnum með betri markatölu. Rostov er í 4. sæti, með lakari markatölu en Krasnodar sem situr í því þriðja. Viðar Örn Kjartansson spilaði allan leikinn er Rubin Kazan gerði markalaust jafntefli við Spartak Moskvu. Bæði lið því áfram með jafn mörg stig, 15 talsins, í 8. og 9. sæti deildarinnar. Willum Þór sat allan tímann á bekknum er Bate Borisov gerði 1-1 jafntefli við FC Gomel í úrvalsdeildinni í Hvíta-Rússlandi. Bate er sem fyrr í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Brest sem situr á toppnum. Sömu sögu má segja af Rúnari Alex er Dijon gerði markalaust jafntefli við stórlið Lyon á útivelli. Dijon situr í næst neðsta sæti deildarinnar með níu stig þegar 10 umferðum er lokið.
Fótbolti Tengdar fréttir Jón Daði spilaði er Millwall henti frá sér forystunni | Leeds United marði sigur Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður þegar Millwall henti frá sér 2-0 forystu gegn Brentford á útivelli í ensku B-deildinni í fótbola í dag, lokatölur 3-2. Þá marði Leeds United 1-0 sigur á Birmingham City á Elland Road og Stoke City vann aðeins sinn annan leik á tímabilinu. 19. október 2019 16:30 Alfreð tryggði stig gegn meisturunum Alfreð Finnbogason kom inn af bekknum og tryggði Augsburg jafntefli gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München í dag. 19. október 2019 15:30 Guðlaugur Victor skoraði sigurmark Darmstadt Guðlaugur Victor Pálsson tryggði Darmstadt sigur gegn St. Pauli í þýsku B-deildinni í fótbolta í dag. 19. október 2019 12:55 Gylfi Þór: Frábær frammistaða hjá strákunum Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði á bekknum hjá Everton er liðið mætti West Ham United á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi Þór nýtti hins vegar mínúturnar heldur betur vel en hann skoraði glæsilegt mark sem tryggði Everton 2-0 sigur. Eftir leik var íslenski landsliðsmaðurinn tekinn í viðtal á BT Sport. 19. október 2019 17:15 Gylfi skoraði í mikilvægum sigri Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af varamannabekknum og skoraði seinna mark Everton í sigri á West Ham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 19. október 2019 13:30 Sveinn Aron skoraði sigurmark Spezia Sveinn Aron Guðjohnsen tryggði Spezia sigur á Pescara í ítölsku B-deildinni í fótbolta í dag. 19. október 2019 14:55 Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira
Jón Daði spilaði er Millwall henti frá sér forystunni | Leeds United marði sigur Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður þegar Millwall henti frá sér 2-0 forystu gegn Brentford á útivelli í ensku B-deildinni í fótbola í dag, lokatölur 3-2. Þá marði Leeds United 1-0 sigur á Birmingham City á Elland Road og Stoke City vann aðeins sinn annan leik á tímabilinu. 19. október 2019 16:30
Alfreð tryggði stig gegn meisturunum Alfreð Finnbogason kom inn af bekknum og tryggði Augsburg jafntefli gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München í dag. 19. október 2019 15:30
Guðlaugur Victor skoraði sigurmark Darmstadt Guðlaugur Victor Pálsson tryggði Darmstadt sigur gegn St. Pauli í þýsku B-deildinni í fótbolta í dag. 19. október 2019 12:55
Gylfi Þór: Frábær frammistaða hjá strákunum Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði á bekknum hjá Everton er liðið mætti West Ham United á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi Þór nýtti hins vegar mínúturnar heldur betur vel en hann skoraði glæsilegt mark sem tryggði Everton 2-0 sigur. Eftir leik var íslenski landsliðsmaðurinn tekinn í viðtal á BT Sport. 19. október 2019 17:15
Gylfi skoraði í mikilvægum sigri Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af varamannabekknum og skoraði seinna mark Everton í sigri á West Ham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 19. október 2019 13:30
Sveinn Aron skoraði sigurmark Spezia Sveinn Aron Guðjohnsen tryggði Spezia sigur á Pescara í ítölsku B-deildinni í fótbolta í dag. 19. október 2019 14:55