Vopnað rán í Breiðholti: „Ég var bara að koma úr Krónunni með mjólkina mína“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2019 20:00 Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að kona hafi verið handtekin fyrir að beita eggvopni við rán og hún sé í haldi lögreglu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag konu í Breiðholti eftir að hún framdi vopnað rán. Björn Ágúst Magnússon var á ferðinni nærri heimili sínu þar sem hann hafði farið í búð. Hann var með myndavél í för þar sem hann hafði verið að ljósmynda fugla og mætti konu á gangi. Í samtali við Vísi segir Björn að konan hafi svo kallað á hann eftir að þau mættust svo hann stoppaði. Hann segir konuna hafa tekið í myndavélina hans og reynt að hrifsa hana af honum. Þegar Björn neitaði að sleppa myndavélinni tók konan upp dúkahníf.Björn Ágúst Magnússon.„Hún setur hann nálægt hálsinum á mér og segist ætla að skera mig ef ég láti hana ekki hafa myndavélina,“ segir Björn. Hann sleppti myndavélinni. „Mér brá ekkert smá,“ segir Björn. „Ég var bara að koma úr Krónunni með mjólkina mína.“ Dóttir Björns stóð þar rétt hjá og sá ránið. Björn elti konuna í um 300 metra fjarlægð og hringdi á Neyðarlínuna. Skömmu seinna bar lögregluþjóna að garði og var konan handtekin. Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að kona hafi verið handtekin fyrir að beita eggvopni við rán og hún sé í haldi lögreglu. Konan verður yfirheyrð í fyrramálið. Björn segir konuna hafa stöðvað og talað við ungan mann og sá hafi síðan hlaupið frá henni og virst hræddur. Lögreglan hefur þó ekki vitneskju um hvað hafi átt sér stað þar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag konu í Breiðholti eftir að hún framdi vopnað rán. Björn Ágúst Magnússon var á ferðinni nærri heimili sínu þar sem hann hafði farið í búð. Hann var með myndavél í för þar sem hann hafði verið að ljósmynda fugla og mætti konu á gangi. Í samtali við Vísi segir Björn að konan hafi svo kallað á hann eftir að þau mættust svo hann stoppaði. Hann segir konuna hafa tekið í myndavélina hans og reynt að hrifsa hana af honum. Þegar Björn neitaði að sleppa myndavélinni tók konan upp dúkahníf.Björn Ágúst Magnússon.„Hún setur hann nálægt hálsinum á mér og segist ætla að skera mig ef ég láti hana ekki hafa myndavélina,“ segir Björn. Hann sleppti myndavélinni. „Mér brá ekkert smá,“ segir Björn. „Ég var bara að koma úr Krónunni með mjólkina mína.“ Dóttir Björns stóð þar rétt hjá og sá ránið. Björn elti konuna í um 300 metra fjarlægð og hringdi á Neyðarlínuna. Skömmu seinna bar lögregluþjóna að garði og var konan handtekin. Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að kona hafi verið handtekin fyrir að beita eggvopni við rán og hún sé í haldi lögreglu. Konan verður yfirheyrð í fyrramálið. Björn segir konuna hafa stöðvað og talað við ungan mann og sá hafi síðan hlaupið frá henni og virst hræddur. Lögreglan hefur þó ekki vitneskju um hvað hafi átt sér stað þar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira