Kona dæmir leik Liverpool og Chelsea: „Stelpurnar sjá mig í sjónvarpinu og vita að þetta er hægt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 11:00 Stéphanie Frappart dæmir hér víti í úrslitaleiknum á HM kvenna. Getty/Richard Heathcote Franski dómarinn Stéphanie Frappart dæmir leik Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu í Istanbul á miðvikudaginn og skrifar um leið nýjan kafla hjá UEFA. Enn eitt risaskrefið í uppgangi kvenna í fótboltaheiminum í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem kona dæmir úrslitaleik karla hjá UEFA en með henni verða kynsysturnar og aðstoðardómararnir Manuela Nicolosi og Michelle O’Neill. Sú síðarnefnda er frá Írlandi. Þegar Stéphanie Frappart varð fyrsta konan til að dæma karlaleik í frönsku deildinni á síðustu leiktíð þá fékk hún frábærar móttökur í stúkunni. Hún fylgdi því eftir með góðri frammistöðu á HM kvenna þar sem hún fékk á endanum að dæma úrslitaleikinn.European Super Cup referee Stéphanie Frappart: 'Girls see me on TV and know it's possible' | @Paul_Doylehttps://t.co/X48AZ8o3EI — Guardian sport (@guardian_sport) August 11, 2019The Observer tók viðtal við Stéphanie Frappart um leikinn á miðvikudaginn sem verður hægt að sjá í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Pressan á mér er öðruvísi. Ég veit vel að fólk mun horfa til að sjá hvernig ég stend mig,“ sagði hinn 35 ára gamla Stéphanie Frappart. Hún var aðeins önnur konan til að dæma karlaleik í einni af fimm stærstu deildum Evrópu en sú fyrsta var Bibiana Steinhaus í þýsku bundesligunni árið 2017. Sian Massey-Ellis hefur verið aðstoðardómari í ensku úrvalsdeildinni en aldrei verið aðaldómari. Frappart dæmdi leik Amiens og Strasbourg í frönsku deildinni en það verður allt annað að dæma stórleik á móti ensku liðanna Liverpool og Chelsea. Franski blaðamaðurinn Yohann Hautbois á L’Équipe hrósaði henni fyrir frammistöðuna í franska deildarleiknum. „Af þeim 23 sem voru inn á vellinum þá var hún líklega sú sem gerði fæst mistök,“ skrifaði hann í L’Équipe. „Ég sýndi að ég hafði hæfileikana og getuna til að dæma þarna,“ ssagði Frappart sem þarf að standast sömu próf og karlkyns dómararnir. „Leikmennirnir hlaupa ekkert hægar þótt að dómarinn sé kona“ sagði Frappart. „Það er mjög ánægjulegt að sjá að þetta er hægt. Ungar stelpur munu sjá mig í sjónvarpinu og vita um leið að þetta er mögulegt. Ég vona að það hvetji þær til að elta sína drauma,“ sagði Frappart en það má sjá alla greinina um hana hér. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sjá meira
Franski dómarinn Stéphanie Frappart dæmir leik Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu í Istanbul á miðvikudaginn og skrifar um leið nýjan kafla hjá UEFA. Enn eitt risaskrefið í uppgangi kvenna í fótboltaheiminum í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem kona dæmir úrslitaleik karla hjá UEFA en með henni verða kynsysturnar og aðstoðardómararnir Manuela Nicolosi og Michelle O’Neill. Sú síðarnefnda er frá Írlandi. Þegar Stéphanie Frappart varð fyrsta konan til að dæma karlaleik í frönsku deildinni á síðustu leiktíð þá fékk hún frábærar móttökur í stúkunni. Hún fylgdi því eftir með góðri frammistöðu á HM kvenna þar sem hún fékk á endanum að dæma úrslitaleikinn.European Super Cup referee Stéphanie Frappart: 'Girls see me on TV and know it's possible' | @Paul_Doylehttps://t.co/X48AZ8o3EI — Guardian sport (@guardian_sport) August 11, 2019The Observer tók viðtal við Stéphanie Frappart um leikinn á miðvikudaginn sem verður hægt að sjá í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Pressan á mér er öðruvísi. Ég veit vel að fólk mun horfa til að sjá hvernig ég stend mig,“ sagði hinn 35 ára gamla Stéphanie Frappart. Hún var aðeins önnur konan til að dæma karlaleik í einni af fimm stærstu deildum Evrópu en sú fyrsta var Bibiana Steinhaus í þýsku bundesligunni árið 2017. Sian Massey-Ellis hefur verið aðstoðardómari í ensku úrvalsdeildinni en aldrei verið aðaldómari. Frappart dæmdi leik Amiens og Strasbourg í frönsku deildinni en það verður allt annað að dæma stórleik á móti ensku liðanna Liverpool og Chelsea. Franski blaðamaðurinn Yohann Hautbois á L’Équipe hrósaði henni fyrir frammistöðuna í franska deildarleiknum. „Af þeim 23 sem voru inn á vellinum þá var hún líklega sú sem gerði fæst mistök,“ skrifaði hann í L’Équipe. „Ég sýndi að ég hafði hæfileikana og getuna til að dæma þarna,“ ssagði Frappart sem þarf að standast sömu próf og karlkyns dómararnir. „Leikmennirnir hlaupa ekkert hægar þótt að dómarinn sé kona“ sagði Frappart. „Það er mjög ánægjulegt að sjá að þetta er hægt. Ungar stelpur munu sjá mig í sjónvarpinu og vita um leið að þetta er mögulegt. Ég vona að það hvetji þær til að elta sína drauma,“ sagði Frappart en það má sjá alla greinina um hana hér.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sjá meira