Kosningastjóri Obama segir heiðarleika lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. apríl 2019 12:00 Roger Fisk var einn af lykilmönnunum á bak við kosningaherferð Baracks Obama í bæði skiptin sem hann bauð sig fram til forseta. Skjáskot Roger Fisk, fyrrverandi kosningastjóri Baracks Obama, segir heiðarleika vera lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu. Hann vill ekki gefa upp hver úr röðum Demókrata hann telur líklegastan til að hafa betur en Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2020. Fisk var einn af lykilmönnunum í kosningabaráttu Obama í bæði skiptin sem hann bauð sig fram en hann telur að enn eigi fleiri eftir að bætast í hóp þeirra sem sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins. „Lykillinn er að vita nákvæmlega hver maður er, nákvæmlega hverju maður vill koma á framfæri og byggja síðan upp hreyfingu sem endurspeglar það, byggja upp sýnileika á samfélagsmiðlum sem magnar upp þessi grunngildi,“ segir Fisk í samtali við fréttastofu. Fjölmargir hafa þegar lýst því yfir að þeir sækist eftir tilnefningu demókrataflokksins og má þar meðal annars nefna Bernie Sanders, Kirsten Gillibrand, Elisabeth Warren og Cory Booker. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur verið nefndur sem einn líklegasti kandídatinn, en nýlegar ásakanir gegn honum um ósæmilega hegðun gegn konum gætu sett strik í reikninginn.Sjá einnig: Biden segist ekki telja að hegðun hans sé óviðeigandi „Ég held að sviðið sé ekki fullskipað enn, ég held að þrír eða fjórir muni bætast í hópinn. Margir bíða eftir að sjá hvað Biden, fyrrverandi varaforseti gerir. Svo ég ætla að bíða með að dæma um það þangað til kannski í maí. Þá held ég að allir verði komnir fram og þá getum við svarað þessu,“ segir Fisk, spurður hver hann telji líklegastan til að standa uppi sem sigurvegari í forkosningum Demókrata. Hann telji þó fjóra til fimm vera líklega til að standa sig vel. Hann kveðst eiga vona á spennandi kapphlaupi um það hver muni mæta Donald Trump í kosningunum á næsta ári. „Mér finnst nokkuð ljóst að núverandi forseti hefur byggt „vörumerki“ sitt á fortíðarþrá og gærdeginum. „Gerum Bandaríkin stórkostleg aftur.“ Það þýðir að það sé einhver goðsagnatími í fortíðinni en ég veit ekki hvænær það var. En það mikilvæga fyrir okkar fólk er að við veljum einhvern sem hefur skýra framtíðarsýn,“ segir Fisk.Gjörólík kosningabarátta 2012 en 2008 Hann segir mikinn mun hafa verið á þeim kosningabaráttum sem hann stýrði fyrir kosningarnar 2008 og 2012. Margt breyttist í millitíðinni. „Í fyrstu herferðinni vorum við að sækjast eftir einhverju. Við vorum að kynna Barack Obama fyrir Bandaríkjunum,“ útskýrir Fisk. „Seinni herferðin byggði á því hvernig kjörtímabilið á undan hafði gengið, hvað gekk vel, hvað gekk illa og hvernig við gátum gert því sem vel var gert hátt undir höfði.“ Þá hafi tæknibreytingarnar sem urðu í millitíðinni haft gríðarlega mikil áhrif. „Snjallsíminn kom út í júlí eða ágúst 2008 svo þegar komið var að annarri kosningaherferðinni höfðu langflestir Bandaríkjamenn algjörlega fjarlægst það sem við áður þekktum við notkun internetsins fyrir framan tölvuskjáinn eins og ég ólst upp við. Nú var það orðið háðara snjallsímanum þegar kom að því að nálgast fréttir og hegðun almennt á netinu.“ Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Gillibrand tilkynnir formlega um forsetaframboð Bandaríska öldungadeildarþingkonan Kirsten Gillibrand hefur formlega boðið sig fram til embættis Bandaríkjaforseta. Gillibrand varð því fjórtandi frambjóðandinn sem sækist eftir tilnefningu Demókrataflokksins. 17. mars 2019 15:36 Demókratinn Elizabeth Warren hóf forsetaframboð sitt Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren ávarpaði í dag stuðningsmenn sína í Lawrence í Massachusetts og hóf þar með kosningabaráttu sína. 9. febrúar 2019 19:20 Önnur kona sakar Biden um óviðeigandi snertingu Konan segir að fyrrverandi varaforsetinn hafi togað hana að sér til að þau nudduðu saman nefjum á fjáröflunarviðburði í Connecticut árið 2009. 2. apríl 2019 08:15 Nýr frambjóðandi demókrata setur loftslagsmál á oddinn Ríkisstjóri Wahington-ríkis segist vera eini frambjóðandinn sem ætlar að gera baráttu gegn loftslagsbreytingum að helsta forgangsmáli þjóðarinnar. 1. mars 2019 16:30 Umdeild þingkona demókrata lýsir loks formlega yfir framboði Tulsi Gabbard ætlaði að lýsa formlega yfir framboði um miðjan janúar en gerði það loks í gær. 3. febrúar 2019 08:50 Biden segist ekki telja að hegðun hans sé óviðeigandi Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna gefur út yfirlýsingu vegna ásökunar samflokkskonu hans um að hann hafi snert hana og kysst gegn vilja hennar fyrir fimm árum. 31. mars 2019 14:16 Bernie Sanders býður sig fram til forseta á ný Bernie Sanders, óháður öldungardeildarþingmaður og sá sem lenti í öðru sæti í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016, mun bjóða sig á ný fram til forseta í forkosningum Demókrata sem framundan eru. 19. febrúar 2019 11:58 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Roger Fisk, fyrrverandi kosningastjóri Baracks Obama, segir heiðarleika vera lykilinn að árangursríkri kosningabaráttu. Hann vill ekki gefa upp hver úr röðum Demókrata hann telur líklegastan til að hafa betur en Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2020. Fisk var einn af lykilmönnunum í kosningabaráttu Obama í bæði skiptin sem hann bauð sig fram en hann telur að enn eigi fleiri eftir að bætast í hóp þeirra sem sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins. „Lykillinn er að vita nákvæmlega hver maður er, nákvæmlega hverju maður vill koma á framfæri og byggja síðan upp hreyfingu sem endurspeglar það, byggja upp sýnileika á samfélagsmiðlum sem magnar upp þessi grunngildi,“ segir Fisk í samtali við fréttastofu. Fjölmargir hafa þegar lýst því yfir að þeir sækist eftir tilnefningu demókrataflokksins og má þar meðal annars nefna Bernie Sanders, Kirsten Gillibrand, Elisabeth Warren og Cory Booker. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur verið nefndur sem einn líklegasti kandídatinn, en nýlegar ásakanir gegn honum um ósæmilega hegðun gegn konum gætu sett strik í reikninginn.Sjá einnig: Biden segist ekki telja að hegðun hans sé óviðeigandi „Ég held að sviðið sé ekki fullskipað enn, ég held að þrír eða fjórir muni bætast í hópinn. Margir bíða eftir að sjá hvað Biden, fyrrverandi varaforseti gerir. Svo ég ætla að bíða með að dæma um það þangað til kannski í maí. Þá held ég að allir verði komnir fram og þá getum við svarað þessu,“ segir Fisk, spurður hver hann telji líklegastan til að standa uppi sem sigurvegari í forkosningum Demókrata. Hann telji þó fjóra til fimm vera líklega til að standa sig vel. Hann kveðst eiga vona á spennandi kapphlaupi um það hver muni mæta Donald Trump í kosningunum á næsta ári. „Mér finnst nokkuð ljóst að núverandi forseti hefur byggt „vörumerki“ sitt á fortíðarþrá og gærdeginum. „Gerum Bandaríkin stórkostleg aftur.“ Það þýðir að það sé einhver goðsagnatími í fortíðinni en ég veit ekki hvænær það var. En það mikilvæga fyrir okkar fólk er að við veljum einhvern sem hefur skýra framtíðarsýn,“ segir Fisk.Gjörólík kosningabarátta 2012 en 2008 Hann segir mikinn mun hafa verið á þeim kosningabaráttum sem hann stýrði fyrir kosningarnar 2008 og 2012. Margt breyttist í millitíðinni. „Í fyrstu herferðinni vorum við að sækjast eftir einhverju. Við vorum að kynna Barack Obama fyrir Bandaríkjunum,“ útskýrir Fisk. „Seinni herferðin byggði á því hvernig kjörtímabilið á undan hafði gengið, hvað gekk vel, hvað gekk illa og hvernig við gátum gert því sem vel var gert hátt undir höfði.“ Þá hafi tæknibreytingarnar sem urðu í millitíðinni haft gríðarlega mikil áhrif. „Snjallsíminn kom út í júlí eða ágúst 2008 svo þegar komið var að annarri kosningaherferðinni höfðu langflestir Bandaríkjamenn algjörlega fjarlægst það sem við áður þekktum við notkun internetsins fyrir framan tölvuskjáinn eins og ég ólst upp við. Nú var það orðið háðara snjallsímanum þegar kom að því að nálgast fréttir og hegðun almennt á netinu.“
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Gillibrand tilkynnir formlega um forsetaframboð Bandaríska öldungadeildarþingkonan Kirsten Gillibrand hefur formlega boðið sig fram til embættis Bandaríkjaforseta. Gillibrand varð því fjórtandi frambjóðandinn sem sækist eftir tilnefningu Demókrataflokksins. 17. mars 2019 15:36 Demókratinn Elizabeth Warren hóf forsetaframboð sitt Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren ávarpaði í dag stuðningsmenn sína í Lawrence í Massachusetts og hóf þar með kosningabaráttu sína. 9. febrúar 2019 19:20 Önnur kona sakar Biden um óviðeigandi snertingu Konan segir að fyrrverandi varaforsetinn hafi togað hana að sér til að þau nudduðu saman nefjum á fjáröflunarviðburði í Connecticut árið 2009. 2. apríl 2019 08:15 Nýr frambjóðandi demókrata setur loftslagsmál á oddinn Ríkisstjóri Wahington-ríkis segist vera eini frambjóðandinn sem ætlar að gera baráttu gegn loftslagsbreytingum að helsta forgangsmáli þjóðarinnar. 1. mars 2019 16:30 Umdeild þingkona demókrata lýsir loks formlega yfir framboði Tulsi Gabbard ætlaði að lýsa formlega yfir framboði um miðjan janúar en gerði það loks í gær. 3. febrúar 2019 08:50 Biden segist ekki telja að hegðun hans sé óviðeigandi Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna gefur út yfirlýsingu vegna ásökunar samflokkskonu hans um að hann hafi snert hana og kysst gegn vilja hennar fyrir fimm árum. 31. mars 2019 14:16 Bernie Sanders býður sig fram til forseta á ný Bernie Sanders, óháður öldungardeildarþingmaður og sá sem lenti í öðru sæti í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016, mun bjóða sig á ný fram til forseta í forkosningum Demókrata sem framundan eru. 19. febrúar 2019 11:58 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Gillibrand tilkynnir formlega um forsetaframboð Bandaríska öldungadeildarþingkonan Kirsten Gillibrand hefur formlega boðið sig fram til embættis Bandaríkjaforseta. Gillibrand varð því fjórtandi frambjóðandinn sem sækist eftir tilnefningu Demókrataflokksins. 17. mars 2019 15:36
Demókratinn Elizabeth Warren hóf forsetaframboð sitt Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren ávarpaði í dag stuðningsmenn sína í Lawrence í Massachusetts og hóf þar með kosningabaráttu sína. 9. febrúar 2019 19:20
Önnur kona sakar Biden um óviðeigandi snertingu Konan segir að fyrrverandi varaforsetinn hafi togað hana að sér til að þau nudduðu saman nefjum á fjáröflunarviðburði í Connecticut árið 2009. 2. apríl 2019 08:15
Nýr frambjóðandi demókrata setur loftslagsmál á oddinn Ríkisstjóri Wahington-ríkis segist vera eini frambjóðandinn sem ætlar að gera baráttu gegn loftslagsbreytingum að helsta forgangsmáli þjóðarinnar. 1. mars 2019 16:30
Umdeild þingkona demókrata lýsir loks formlega yfir framboði Tulsi Gabbard ætlaði að lýsa formlega yfir framboði um miðjan janúar en gerði það loks í gær. 3. febrúar 2019 08:50
Biden segist ekki telja að hegðun hans sé óviðeigandi Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna gefur út yfirlýsingu vegna ásökunar samflokkskonu hans um að hann hafi snert hana og kysst gegn vilja hennar fyrir fimm árum. 31. mars 2019 14:16
Bernie Sanders býður sig fram til forseta á ný Bernie Sanders, óháður öldungardeildarþingmaður og sá sem lenti í öðru sæti í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016, mun bjóða sig á ný fram til forseta í forkosningum Demókrata sem framundan eru. 19. febrúar 2019 11:58