Umdeild þingkona demókrata lýsir loks formlega yfir framboði Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2019 08:50 Gabbard við ríkisfána Havaí á kosningafundi þar sem hún lýsti formlega yfir framboði í gær. AP/Marco Garcia Tulsi Gabbard, þingkona demókrata frá Havaí, lýsti formlega yfir framboði sínu í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári í gær. Samband hennar við flokksins hefur verið stirt á köflum en skoðanir hennar í sumum málaflokkum, þar á meðal málefnum samkynhneigðra, hafa verið mun íhaldssamari en gengur og gerist í Demókrataflokknum. Upphaflega lýsti Gabbard því yfir hún ætlaði að gefa kost á sér í forvalinu 12. janúar og boðaði formlega tilkynningu í vikunni á eftir. Ekkert bólaði þó á henni fyrr en í gær þegar Gabbard hóf kosningabaráttu sína formlega á Havaí. Gabbard hefur verið fulltrúadeildarþingmaður Havaí frá 2013 og var fyrsti hindúinn til að ná kjöri til Bandaríkjaþings. Hún er 37 ára gömul og fyrrverandi hermaður. Í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016 studdi hún Bernie Sanders, öldungadeildarþingmann frá Vermont. Á fundi með stuðningsmönnum í gær sagðist Gabbard bjóða sig fram gegn „voldugum stjórnmálamönnum sem þjóna sjálfum sér og gráðugum fyrirtækjum“. Hét hún því að færa forsetaembættinu aftur „reisn, heiður og virðingu“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þó að Gabbard teljist tiltölulega frjálslynd hafa skoðanir hennar ekki alltaf rímað vel við almenna stemmingu í Demókrataflokknum. Þannig var hún andsnúin hjónaböndum samkynhneigðra og baðst nýlega afsökunar á því. Hún hlaut einnig mikla gagnrýni flokksystkina sinna þegar hún fundaði með Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í janúar árið 2017. Gabbard er andsnúin íhlutun Bandaríkjanna í Sýrlandi og er andvíg því að Assad verði komið frá völdum. Ummæli hennar þar sem hún efaðist um að ríkisstjórn Assad hefði staðið að efnavopnaárás sem varð tugum manna að bana í Sýrlandi vöktu einnig reiði. Howard Dean, fyrrverandi frambjóðandi í forvali demókrata, sagði afstöðu Gabbard „skammarlega“ og að hún væri ekki hæf til að sitja á þingi. Forval demókrata fer formlega af stað í febrúar á næsta ári. Keppt er um fulltrúa í hverju ríki fyrir landsþing flokksins þá um sumarið. Sá sem hlýtur flesta fulltrúa á þinginu verður forsetaframbjóðandi flokksins, að öllum líkindum gegn Donald Trump forseta. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45 Gabbard gagnrýnd fyrir að hafa barist gegn samkynja hjónaböndum Þingmaðurinn og Demókratinn Tulsi Gabbard hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir fyrri afstöðu sína gegn samkynja hjónaböndum og réttindum hinsegin fólks. 15. janúar 2019 21:52 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Tulsi Gabbard, þingkona demókrata frá Havaí, lýsti formlega yfir framboði sínu í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári í gær. Samband hennar við flokksins hefur verið stirt á köflum en skoðanir hennar í sumum málaflokkum, þar á meðal málefnum samkynhneigðra, hafa verið mun íhaldssamari en gengur og gerist í Demókrataflokknum. Upphaflega lýsti Gabbard því yfir hún ætlaði að gefa kost á sér í forvalinu 12. janúar og boðaði formlega tilkynningu í vikunni á eftir. Ekkert bólaði þó á henni fyrr en í gær þegar Gabbard hóf kosningabaráttu sína formlega á Havaí. Gabbard hefur verið fulltrúadeildarþingmaður Havaí frá 2013 og var fyrsti hindúinn til að ná kjöri til Bandaríkjaþings. Hún er 37 ára gömul og fyrrverandi hermaður. Í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016 studdi hún Bernie Sanders, öldungadeildarþingmann frá Vermont. Á fundi með stuðningsmönnum í gær sagðist Gabbard bjóða sig fram gegn „voldugum stjórnmálamönnum sem þjóna sjálfum sér og gráðugum fyrirtækjum“. Hét hún því að færa forsetaembættinu aftur „reisn, heiður og virðingu“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þó að Gabbard teljist tiltölulega frjálslynd hafa skoðanir hennar ekki alltaf rímað vel við almenna stemmingu í Demókrataflokknum. Þannig var hún andsnúin hjónaböndum samkynhneigðra og baðst nýlega afsökunar á því. Hún hlaut einnig mikla gagnrýni flokksystkina sinna þegar hún fundaði með Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í janúar árið 2017. Gabbard er andsnúin íhlutun Bandaríkjanna í Sýrlandi og er andvíg því að Assad verði komið frá völdum. Ummæli hennar þar sem hún efaðist um að ríkisstjórn Assad hefði staðið að efnavopnaárás sem varð tugum manna að bana í Sýrlandi vöktu einnig reiði. Howard Dean, fyrrverandi frambjóðandi í forvali demókrata, sagði afstöðu Gabbard „skammarlega“ og að hún væri ekki hæf til að sitja á þingi. Forval demókrata fer formlega af stað í febrúar á næsta ári. Keppt er um fulltrúa í hverju ríki fyrir landsþing flokksins þá um sumarið. Sá sem hlýtur flesta fulltrúa á þinginu verður forsetaframbjóðandi flokksins, að öllum líkindum gegn Donald Trump forseta.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45 Gabbard gagnrýnd fyrir að hafa barist gegn samkynja hjónaböndum Þingmaðurinn og Demókratinn Tulsi Gabbard hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir fyrri afstöðu sína gegn samkynja hjónaböndum og réttindum hinsegin fólks. 15. janúar 2019 21:52 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45
Gabbard gagnrýnd fyrir að hafa barist gegn samkynja hjónaböndum Þingmaðurinn og Demókratinn Tulsi Gabbard hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir fyrri afstöðu sína gegn samkynja hjónaböndum og réttindum hinsegin fólks. 15. janúar 2019 21:52