Borgarstjóri New Orleans biðst afsökunar á voðaverkum árið 1891 Andri Eysteinsson skrifar 31. mars 2019 21:29 LaToya Cantrell tók við embætti borgarstjóra í maí 2018. Getty/Paras Griffin LaToya Cantrell, borgarstjóri New Orleans í Louisiana ríki, mun biðjast opinberlega afsökunar á voðaverkum borgarbúa árið 1891. Ellefu ítalskir innflytjendur voru þá teknir af lífi, án dóms og laga, af æstum múg. Borgarstjórinn Cantrell mun biðjast afsökunar, fyrir hönd borgarinnar, í menningarsetri ítala í borginni 12. Apríl næstkomandi. Samtök sem kenna sig við reglu sona Ítaliu (Order of the Sons of Italy) höfðu leitast eftir því við borgarstjórann að hún bæðist afsökunar á verknaðinum. BBC hefur það eftir einum reglubræðra að þeir leitist eftir því að fræða ítalsk-ameríska samfélagið um sögu sína en farið er fáum orðum um atburðinn í sögubókum vestra.Ósætti um niðurstöðu kviðdóms Atburðurinn sem um ræðir átti sér, eins og áður sagði, stað vorið 1891. Rekja má málið þó aftur til október 1890 þegar setið var um fyrir lögreglustjóranum David Hennessy og hann myrtur. Á dánarbeðinu kenndi Hennessy ítölskum innflytjendum um árásina. Fjölmennur hópur ítalskættaðra manna hafði skömmu áður flutt til suðurríkjanna til þess að freista þess að taka við þeim störfum sem þrælar höfðu gegnt fyrir þrælastríðið í Bandaríkjunum. Eftir dauða Hennessy, söfnuðu lögregluyfirvöld saman Ítölum bæjarins og voru níu þeirra ákærðir og fóru fyrir dómara. Í mars 1891 voru dómar kveðnir í málum mannanna, sex voru sýknaðir með öllu en í þremur málum komst kviðdómurinn ekki að niðurstöðu og voru málin því látin niður falla. Æstur múgurinn í New Orleans sætti sig ekki við niðurstöðuna og réðist að fangelsinu þar sem nímenningarnir dvöldu. Þeir voru því næst dregnir út fyrir múra fangelsisins og þar voru þeir myrtir, án dóms og laga. Alls voru ellefu Ítalir myrtir 14. mars 1891. Fred Gardarphe, prófessor í ítölsk-amerískum fræðum við City University í New York, segir þetta stærstu aftöku, án dóms og laga, sem sögur fara af í Bandaríkjunum. Þó minnti hann á að mögulega hafi aðrir hópar lent verr í æstum múg í sögunni og nefndi hann þar, svarta, frumbyggja og asíska innflytjendur. Bandaríkin Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
LaToya Cantrell, borgarstjóri New Orleans í Louisiana ríki, mun biðjast opinberlega afsökunar á voðaverkum borgarbúa árið 1891. Ellefu ítalskir innflytjendur voru þá teknir af lífi, án dóms og laga, af æstum múg. Borgarstjórinn Cantrell mun biðjast afsökunar, fyrir hönd borgarinnar, í menningarsetri ítala í borginni 12. Apríl næstkomandi. Samtök sem kenna sig við reglu sona Ítaliu (Order of the Sons of Italy) höfðu leitast eftir því við borgarstjórann að hún bæðist afsökunar á verknaðinum. BBC hefur það eftir einum reglubræðra að þeir leitist eftir því að fræða ítalsk-ameríska samfélagið um sögu sína en farið er fáum orðum um atburðinn í sögubókum vestra.Ósætti um niðurstöðu kviðdóms Atburðurinn sem um ræðir átti sér, eins og áður sagði, stað vorið 1891. Rekja má málið þó aftur til október 1890 þegar setið var um fyrir lögreglustjóranum David Hennessy og hann myrtur. Á dánarbeðinu kenndi Hennessy ítölskum innflytjendum um árásina. Fjölmennur hópur ítalskættaðra manna hafði skömmu áður flutt til suðurríkjanna til þess að freista þess að taka við þeim störfum sem þrælar höfðu gegnt fyrir þrælastríðið í Bandaríkjunum. Eftir dauða Hennessy, söfnuðu lögregluyfirvöld saman Ítölum bæjarins og voru níu þeirra ákærðir og fóru fyrir dómara. Í mars 1891 voru dómar kveðnir í málum mannanna, sex voru sýknaðir með öllu en í þremur málum komst kviðdómurinn ekki að niðurstöðu og voru málin því látin niður falla. Æstur múgurinn í New Orleans sætti sig ekki við niðurstöðuna og réðist að fangelsinu þar sem nímenningarnir dvöldu. Þeir voru því næst dregnir út fyrir múra fangelsisins og þar voru þeir myrtir, án dóms og laga. Alls voru ellefu Ítalir myrtir 14. mars 1891. Fred Gardarphe, prófessor í ítölsk-amerískum fræðum við City University í New York, segir þetta stærstu aftöku, án dóms og laga, sem sögur fara af í Bandaríkjunum. Þó minnti hann á að mögulega hafi aðrir hópar lent verr í æstum múg í sögunni og nefndi hann þar, svarta, frumbyggja og asíska innflytjendur.
Bandaríkin Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira