Jessica Biel: „Ég er ekki á móti bólusetningum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júní 2019 16:45 Jessica Biel er meðal annars þekkt fyrir leik sinn í myndunum The Illusionist, The A Team og Total Recall og sjónvarpsþáttunum The Sinner. Hún er gift bandaríska tónlistarmanninum Justin Timberlake. vísir/getty Bandaríska leikkonan Jessica Biel áréttar skoðanir sínar á bólusetningum í færslu á Instagram-síðu sinni í dag eftir að hafa verið gagnrýnd fyrir að taka þátt í baráttu lögmannsins Robert F. Kennedy yngri gegn bólusetningafrumvarpi í Kaliforníu. Frumvarpið miðar að því að draga úr undanþágum vegna bólusetninga í ríkinu. Ef læknir ákveður að barn skuli vera undanþegið bólusetningu sökum undirliggjandi veikinda þarf sú undanþága að fá samþykki frá opinberum heilbrigðisstarfsmönnum Kaliforníuríkis. „Ég er ekki á móti bólusetningum. Ég styð það að börn séu bólusett en ég styð líka rétt fjölskyldna til þess að taka upplýstar ákvarðanir varðandi heilsu barna sinna í samráði við sína lækna,“ skrifar Biel í Instagram-færslunni. View this post on InstagramThis week I went to Sacramento to talk to legislators in California about a proposed bill. I am not against vaccinations — I support children getting vaccinations and I also support families having the right to make educated medical decisions for their children alongside their physicians. My concern with #SB276 is solely regarding medical exemptions. My dearest friends have a child with a medical condition that warrants an exemption from vaccinations, and should this bill pass, it would greatly affect their family’s ability to care for their child in this state. That’s why I spoke to legislators and argued against this bill. Not because I don’t believe in vaccinations, but because I believe in giving doctors and the families they treat the ability to decide what’s best for their patients and the ability to provide that treatment. I encourage everyone to read more on this issue and to learn about the intricacies of #SB276. Thank you to everyone who met with me this week to engage in this important discussion! A post shared by Jessica Biel (@jessicabiel) on Jun 13, 2019 at 5:32am PDT Þannig eigi hún mjög góða vini sem eigi barn sem hafi heimild til undanþágu frá bólusetningum af heilsufarsástæðum. Segir Biel að ef frumvarpið verði samþykkt í Kaliforníu muni það hafa mikil áhrif á vini hennar þegar kemur að því að hugsa um heilsu barnsins. „Þess vegna ræddi ég við löggjafann og kom með rök gegn þessu frumvarpi. Það er ekki vegna þess að ég trúi ekki á bólusetningar heldur vegna þess að ég trúi því að það eigi að gefa læknunum og fjölskyldunum sem þeir sinna svigrúm til þess að ákveða hvað er best fyrir sjúklinginn og að þeir geti veitt viðeigandi meðferð,“ segir Biel. Stuðningsmenn frumvarpsins hafa aftur á móti bent á að það tryggi stöðu þeirra sem eru veikir fyrir og að það séu nákvæmlega þeir einstaklingar sem eru veikir sem þurfa á því að halda að almenningur sé bólusettur til að koma í veg fyrir farsóttir sem gætu orðið þeim að aldurtila. Bandaríkin Bólusetningar Hollywood Tengdar fréttir Jessica Biel gengur til liðs við baráttumann gegn bólusetningum Viðruðu áhyggjur sínar af nýju frumvarpi í Kaliforníu sem mun draga úr undanþágum vegna bólusetninga. 13. júní 2019 08:37 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Sökuð um að drepa barnið sitt á basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Sjá meira
Bandaríska leikkonan Jessica Biel áréttar skoðanir sínar á bólusetningum í færslu á Instagram-síðu sinni í dag eftir að hafa verið gagnrýnd fyrir að taka þátt í baráttu lögmannsins Robert F. Kennedy yngri gegn bólusetningafrumvarpi í Kaliforníu. Frumvarpið miðar að því að draga úr undanþágum vegna bólusetninga í ríkinu. Ef læknir ákveður að barn skuli vera undanþegið bólusetningu sökum undirliggjandi veikinda þarf sú undanþága að fá samþykki frá opinberum heilbrigðisstarfsmönnum Kaliforníuríkis. „Ég er ekki á móti bólusetningum. Ég styð það að börn séu bólusett en ég styð líka rétt fjölskyldna til þess að taka upplýstar ákvarðanir varðandi heilsu barna sinna í samráði við sína lækna,“ skrifar Biel í Instagram-færslunni. View this post on InstagramThis week I went to Sacramento to talk to legislators in California about a proposed bill. I am not against vaccinations — I support children getting vaccinations and I also support families having the right to make educated medical decisions for their children alongside their physicians. My concern with #SB276 is solely regarding medical exemptions. My dearest friends have a child with a medical condition that warrants an exemption from vaccinations, and should this bill pass, it would greatly affect their family’s ability to care for their child in this state. That’s why I spoke to legislators and argued against this bill. Not because I don’t believe in vaccinations, but because I believe in giving doctors and the families they treat the ability to decide what’s best for their patients and the ability to provide that treatment. I encourage everyone to read more on this issue and to learn about the intricacies of #SB276. Thank you to everyone who met with me this week to engage in this important discussion! A post shared by Jessica Biel (@jessicabiel) on Jun 13, 2019 at 5:32am PDT Þannig eigi hún mjög góða vini sem eigi barn sem hafi heimild til undanþágu frá bólusetningum af heilsufarsástæðum. Segir Biel að ef frumvarpið verði samþykkt í Kaliforníu muni það hafa mikil áhrif á vini hennar þegar kemur að því að hugsa um heilsu barnsins. „Þess vegna ræddi ég við löggjafann og kom með rök gegn þessu frumvarpi. Það er ekki vegna þess að ég trúi ekki á bólusetningar heldur vegna þess að ég trúi því að það eigi að gefa læknunum og fjölskyldunum sem þeir sinna svigrúm til þess að ákveða hvað er best fyrir sjúklinginn og að þeir geti veitt viðeigandi meðferð,“ segir Biel. Stuðningsmenn frumvarpsins hafa aftur á móti bent á að það tryggi stöðu þeirra sem eru veikir fyrir og að það séu nákvæmlega þeir einstaklingar sem eru veikir sem þurfa á því að halda að almenningur sé bólusettur til að koma í veg fyrir farsóttir sem gætu orðið þeim að aldurtila.
Bandaríkin Bólusetningar Hollywood Tengdar fréttir Jessica Biel gengur til liðs við baráttumann gegn bólusetningum Viðruðu áhyggjur sínar af nýju frumvarpi í Kaliforníu sem mun draga úr undanþágum vegna bólusetninga. 13. júní 2019 08:37 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Sökuð um að drepa barnið sitt á basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Sjá meira
Jessica Biel gengur til liðs við baráttumann gegn bólusetningum Viðruðu áhyggjur sínar af nýju frumvarpi í Kaliforníu sem mun draga úr undanþágum vegna bólusetninga. 13. júní 2019 08:37