Á 25. mínútu áttust Sissoko og James við út við hornfána. Sissoko sparkaði James fyrst niður og traðkaði svo á honum. Atvikið má sjá hér fyrir neðan.
Samherjar James voru afar ósáttir við brotið og vildu fá spjald á loft. Dómarinn, Kun Ai frá Kína, afhafðist hins vegar ekki neitt og Sissoko slapp með skrekkinn.
Fjórum mínútum fyrir brot Sissokos hafði Anthony Martial komið United yfir. Manchester-liðið var 0-1 yfir í hálfleik.
Lucas Moura jafnaði fyrir Spurs á 65. mínútu en Angel Gomes skoraði sigurmark United stundarfjórðungi síðar.
James fór af velli í hálfleik en Sissoko var tekinn út af á 62. mínútu.