Þetta var síðasti leikur United á ferð þeirra um Asíu og Ástralíu. Liðið vann alla fjóra leiki sína þar með markatölunni 9-1.
Four wins from four on #MUTOUR!#MUFC#ICC2019
— Manchester United (@ManUtd) July 25, 2019
Anthony Martial kom United yfir á 21. mínútu eftir sendingu frá Andreas Pereira. Staðan var 0-1 í hálfleik, United í vil.
Lucas Moura jafnaði fyrir Tottenham á 65. mínútu. Þetta var fyrsta markið sem United fær á sig á undirbúningstímabilinu.
Þegar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Gomes sigurmark United eftir góðan samleik við Juan Mata. Gomes er þriðji unglingurinn sem skorar fyrir United á undirbúningstímabilinu. Áður voru James Garner og Mason Greenwood búnir að skora.
Næsti leikur United er gegn uppeldisfélagi Ole Gunnars Solskjær, Kristiansund í Noregi, á þriðjudaginn. Sama dag mætir Tottenham Real Madrid í Audi Cup.
Mörkin úr leik Tottenham og Manchester United má sjá hér fyrir neðan.