Langur biðtími er veruleiki sem gigtveikir þurfa að búa við Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. ágúst 2019 20:45 Emil Tóroddsen, framkvæmdarstjóri Gigtarfélags Íslans. Vísir/Baldur Hrafnkell Allt að tólf mánaða bið er eftir tíma hjá gigtarlækni samkvæmt niðurstöðu hlutaúttektar landlæknis á aðgengi að göngudeildarþjónustu vegna gigtarsjúkdóma. Framkvæmdastjóri Gigtarfélags Íslands segir þá sem nýlega hafa greinst finna mest fyrir biðinni. Landlæknir réðst í hlutaúttekt á aðgengi að göngudeildarþjónustu vegna gigtarsjúkdóma fyrri hluta þessa árs eftir að ábendingar höfðu borist frá notendum þjónustunnar um langan biðtíma hjá heilbrigðisstofnunum og á starfsstofum sjálfstætt starfandi gigtarlækna. Viðmið embættisins eru frá árinu 2016. Ásættanleg bið eftir tíma hjá sérfræðingi eru 30 daga. Biðtími í dag er frá tveimur mánuðum og upp í tólf. Mat embættisins er að slík bið getur haft í för með sér færniskerðingu og skert lífsgæði gigtveikra. Aðgengi að þjónustu vegna gigtarsjúkdóma er misskipt milli landshluta og þörf á að jafna. Framkvæmdastjóri Gigtarfélags Íslands er einn þeirra sem er á biðlista.Veruleiki sem mátti búast við Svona við fyrstu sýn eftir að hafa skannað skýrsluna þá kemur fátt mér á óvart. Það sem kemur kannski mest á óvart er að þessi bið er ívið lengri en ég átti von á,“ segir Emil Tóroddsen, framkvæmdarstjóri Gigtarfélags Íslands. Emil segir mikilvægt að samspil milli heilsugæslu og sérfræðinga sér í lagi og á þá geti notendur þjónustunnar farið nokkuð hratt í gegn. Hann segir að efla þurfi til muna göngudeildarþjónustu Landspítalans.Hvaða hópur gigtveikra er verst settur sem þarf að bíða þetta lengi? „Ég mundi nú segja að númer eitt væri það fólk sem er að greinast, er ekki komið í tengsl við sérfræðinginn,“ segir Emil. Með skýrslu Landlæknis sendi embættið frá sér ábendingar til heilbrigðisráðuneytisins, göngudeildar Landspítalans, sjálfstætt starfandi gigtarlækna og heilsugæslunnar um hvað þurfi að bæta úr.Hvað vonastu eftir að sjá eftir að þessi skýrsla kom út? „Eftir að ég var búinn að lesa yfir hana hugsaði ég, og hvað svo? Hvert fer skýrslan?,“ spyr Emil. „En ef maður skoðar flest af þessu, þá veit maður alveg hvað vantar.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bið eftir tíma hjá gigtarlækni allt að tólf mánuðir Það getur verið allt að tólf mánaða bið eftir tíma hjá gigtarlækni samkvæmt niðurstöðu hlutaúttektar landlæknis á aðgengi að göngudeildarþjónustu vegna gigtarsjúkdóma fyrir fyrri hluta árs 2019. 22. ágúst 2019 12:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Allt að tólf mánaða bið er eftir tíma hjá gigtarlækni samkvæmt niðurstöðu hlutaúttektar landlæknis á aðgengi að göngudeildarþjónustu vegna gigtarsjúkdóma. Framkvæmdastjóri Gigtarfélags Íslands segir þá sem nýlega hafa greinst finna mest fyrir biðinni. Landlæknir réðst í hlutaúttekt á aðgengi að göngudeildarþjónustu vegna gigtarsjúkdóma fyrri hluta þessa árs eftir að ábendingar höfðu borist frá notendum þjónustunnar um langan biðtíma hjá heilbrigðisstofnunum og á starfsstofum sjálfstætt starfandi gigtarlækna. Viðmið embættisins eru frá árinu 2016. Ásættanleg bið eftir tíma hjá sérfræðingi eru 30 daga. Biðtími í dag er frá tveimur mánuðum og upp í tólf. Mat embættisins er að slík bið getur haft í för með sér færniskerðingu og skert lífsgæði gigtveikra. Aðgengi að þjónustu vegna gigtarsjúkdóma er misskipt milli landshluta og þörf á að jafna. Framkvæmdastjóri Gigtarfélags Íslands er einn þeirra sem er á biðlista.Veruleiki sem mátti búast við Svona við fyrstu sýn eftir að hafa skannað skýrsluna þá kemur fátt mér á óvart. Það sem kemur kannski mest á óvart er að þessi bið er ívið lengri en ég átti von á,“ segir Emil Tóroddsen, framkvæmdarstjóri Gigtarfélags Íslands. Emil segir mikilvægt að samspil milli heilsugæslu og sérfræðinga sér í lagi og á þá geti notendur þjónustunnar farið nokkuð hratt í gegn. Hann segir að efla þurfi til muna göngudeildarþjónustu Landspítalans.Hvaða hópur gigtveikra er verst settur sem þarf að bíða þetta lengi? „Ég mundi nú segja að númer eitt væri það fólk sem er að greinast, er ekki komið í tengsl við sérfræðinginn,“ segir Emil. Með skýrslu Landlæknis sendi embættið frá sér ábendingar til heilbrigðisráðuneytisins, göngudeildar Landspítalans, sjálfstætt starfandi gigtarlækna og heilsugæslunnar um hvað þurfi að bæta úr.Hvað vonastu eftir að sjá eftir að þessi skýrsla kom út? „Eftir að ég var búinn að lesa yfir hana hugsaði ég, og hvað svo? Hvert fer skýrslan?,“ spyr Emil. „En ef maður skoðar flest af þessu, þá veit maður alveg hvað vantar.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bið eftir tíma hjá gigtarlækni allt að tólf mánuðir Það getur verið allt að tólf mánaða bið eftir tíma hjá gigtarlækni samkvæmt niðurstöðu hlutaúttektar landlæknis á aðgengi að göngudeildarþjónustu vegna gigtarsjúkdóma fyrir fyrri hluta árs 2019. 22. ágúst 2019 12:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Bið eftir tíma hjá gigtarlækni allt að tólf mánuðir Það getur verið allt að tólf mánaða bið eftir tíma hjá gigtarlækni samkvæmt niðurstöðu hlutaúttektar landlæknis á aðgengi að göngudeildarþjónustu vegna gigtarsjúkdóma fyrir fyrri hluta árs 2019. 22. ágúst 2019 12:00