Auka þarf stuðning við börn sem upplifa skilnað Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2019 20:00 Um 66 prósent barna sem rætt er við vegna skilnaðar eða sambúðarslita foreldra þeirra, eru þegar komin með stjúpfjölskyldu þegar leysa á úr ágreiningi hjá sýslumanni, en aðeins um helmingur mála endar með sátt. Félagsráðgjafi segir biðlista eftir sáttameðferð óásættanlega því hver dagur í lífi barns skipti máli. Samkvæmt skráningu í þjóðskrá eru í kringum 100 lögskilnaðir í hverjum mánuði og hefur sú tala haldist að mestu frá því fyrstu upplýsingar voru skráðar árið 1990. Stundum þarf að leita sátta eftir skilnað eða sambúðarslit og finna lausnir í umgengi við börnin. Árið 2017 komu 320 umgengnismál inn á borð sýslumanns og þar af fóru 215 í sáttameðferð. Forsjár og lögheimilismál voru 760 og 258 af þeim enduðu í sáttameðferð. Skilnaðmálin voru 813 og 41 af þeim fór í sáttameðferð. En 58 prósent allra þeirra mála sem enda í sáttameðferð enda með sátt.Börn kvarta undan sömu hlutunum Sérfræðingur í málefnum barna hjá sýslumanni segir að auka þurfi stuðning við börn sem ganga í gegnum skilnað foreldra sinna. „Fólk er ekkert alltaf að átta sig á því þegar það er að slíta sambúð hvað mun taka við og kannski vantar ákveðin farveg í samfélaginu. Til dæmis öfluga skilnaðarráðgjöf eða að fólk gæti bara átt aðgengi að góðri ráðgjöf áður en það hefur mál hjá sýslumanni. Þá væri jafnvel hægt að leysa mjög mörg þessara mála þannig að þau verði ekki stjórnsýslumál.," segir Valgerður Halldórsdóttir, fjölskyldu- og félagsráðgjafi. Hún skimaði rúmlega fjörtíu viðtöl við börn hjá sýslumanninum í Reykjavík og ræddi við aðra sérfræðinga um hvaða skilaboð börnin eru með til fullorðna fólksins. „Það eru mörg börn að kvarta undan sömu hlutunum. Sem virðast koma upp aftur og aftur. Til dæmis óhóflegur þrýstingur foreldra. Viltu ekki vera hjá mér? Viltu ekki vera hjá mér? Svona reyna að fá barnið á sitt band. Það gerir það að verkum að börn gætu forðast foreldri sitt,“ segir hún. Valgerður bendir einnig á að fjöldi barna sé þegar komin með stjúpfjölskyldur þegar málin koma inn til sýslumanns en manneklu í embættinu jafnvel gera það að verkum að málin fái ekki nógu skjóta afgreiðslu og biðlista myndast. „Það segir sig sjálft að þessi biðlisti er ekki boðlegur neinum. Hver dagur í lífi barns er verðmætur, þannig að það að láta börn bíða í marga mánuði er ekki boðlegt heldur,“ segir hún og bendir á að aðeins séu fjögur stöðugildi sáttamanna og sérfræðinga sem eiga að þjóna öllu landinu og eingöngu ellefu fulltrúar á fjölskyldusviði sýslumanns og því ekki margar hendur að vinna verkefnin. Börn og uppeldi Stjórnsýsla Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Um 66 prósent barna sem rætt er við vegna skilnaðar eða sambúðarslita foreldra þeirra, eru þegar komin með stjúpfjölskyldu þegar leysa á úr ágreiningi hjá sýslumanni, en aðeins um helmingur mála endar með sátt. Félagsráðgjafi segir biðlista eftir sáttameðferð óásættanlega því hver dagur í lífi barns skipti máli. Samkvæmt skráningu í þjóðskrá eru í kringum 100 lögskilnaðir í hverjum mánuði og hefur sú tala haldist að mestu frá því fyrstu upplýsingar voru skráðar árið 1990. Stundum þarf að leita sátta eftir skilnað eða sambúðarslit og finna lausnir í umgengi við börnin. Árið 2017 komu 320 umgengnismál inn á borð sýslumanns og þar af fóru 215 í sáttameðferð. Forsjár og lögheimilismál voru 760 og 258 af þeim enduðu í sáttameðferð. Skilnaðmálin voru 813 og 41 af þeim fór í sáttameðferð. En 58 prósent allra þeirra mála sem enda í sáttameðferð enda með sátt.Börn kvarta undan sömu hlutunum Sérfræðingur í málefnum barna hjá sýslumanni segir að auka þurfi stuðning við börn sem ganga í gegnum skilnað foreldra sinna. „Fólk er ekkert alltaf að átta sig á því þegar það er að slíta sambúð hvað mun taka við og kannski vantar ákveðin farveg í samfélaginu. Til dæmis öfluga skilnaðarráðgjöf eða að fólk gæti bara átt aðgengi að góðri ráðgjöf áður en það hefur mál hjá sýslumanni. Þá væri jafnvel hægt að leysa mjög mörg þessara mála þannig að þau verði ekki stjórnsýslumál.," segir Valgerður Halldórsdóttir, fjölskyldu- og félagsráðgjafi. Hún skimaði rúmlega fjörtíu viðtöl við börn hjá sýslumanninum í Reykjavík og ræddi við aðra sérfræðinga um hvaða skilaboð börnin eru með til fullorðna fólksins. „Það eru mörg börn að kvarta undan sömu hlutunum. Sem virðast koma upp aftur og aftur. Til dæmis óhóflegur þrýstingur foreldra. Viltu ekki vera hjá mér? Viltu ekki vera hjá mér? Svona reyna að fá barnið á sitt band. Það gerir það að verkum að börn gætu forðast foreldri sitt,“ segir hún. Valgerður bendir einnig á að fjöldi barna sé þegar komin með stjúpfjölskyldur þegar málin koma inn til sýslumanns en manneklu í embættinu jafnvel gera það að verkum að málin fái ekki nógu skjóta afgreiðslu og biðlista myndast. „Það segir sig sjálft að þessi biðlisti er ekki boðlegur neinum. Hver dagur í lífi barns er verðmætur, þannig að það að láta börn bíða í marga mánuði er ekki boðlegt heldur,“ segir hún og bendir á að aðeins séu fjögur stöðugildi sáttamanna og sérfræðinga sem eiga að þjóna öllu landinu og eingöngu ellefu fulltrúar á fjölskyldusviði sýslumanns og því ekki margar hendur að vinna verkefnin.
Börn og uppeldi Stjórnsýsla Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira