Liverpool fær yngsta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2019 10:30 Harvey Elliott kom við sögu hjá Fulham í vor. Getty/Sebastian Frej Liverpool hefur verið rólegt á leikmannamarkaðnum í sumar en Evrópumeistararnir hafa samt þegar náð í tvo mjög efnilega leikmenn. Jürgen Klopp er því með augun á framtíðarskipan liðsins og þó að núverandi leikmannahópur sé á besta aldri þá ætlar Þjóðverjinn greinilega að leita uppi leikmenn sem geta tekið við keflinu eftir nokkur ár. Fyrir í leikmannahópi Liverpool voru framtíðarstjörnur eins og Rhian Brewster og Ben Woodburn. Fyrst samdi Liverpool við hollenska miðvörðinn Sepp van den Berg eftir að hafa keypt hann frá PEC Zwolle og nú síðast sagði Telegraph frá því að Liverpool væri einnig að fá til sín miðjumanninn Harvey Elliott frá Fulham. Harvey Elliott hafnaði skólastyrk hjá Fulham og gat valið úr tilboðum frá mörgum stórliðum. Hann valdi hins vegar Liverpool samkvæmt heimildum Telegraph.Exclusive: England U17s midfielder Harvey Elliott to join Liverpool this summer | @SamWallaceTelhttps://t.co/YKcDkKFKZ2 — Telegraph Football (@TeleFootball) July 7, 2019Það voru ekki aðeins ensku félögin sem voru á eftir honum heldur einnig félög eins og Real Madrid, Paris Saint Germain og RB Leipzig. Harvey Elliott er fæddur í apríl 2003 og á því enn marga mánuði í bílprófið. Hann getur ekki skrifað undir atvinnumannasamning fyrr en 4. apríl 2020 eða þegar hann heldur upp á sautján ára afmælið. Elliott hefur spilað sex leiki fyrir enska sautján ára landsliðið og skoraði 3 mörk í 2 leikjum með enska fimmtán ára landsliðinu. Harvey Elliott spilaði tvo leiki með Fulham í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og í þeim fyrri setti hann met. Harvey Elliott kom inn á sem varamaður á móti Wolves 4. maí síðastliðinn og varð þar með yngsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar eða bara 16 ára og 30 daga gamall. Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira
Liverpool hefur verið rólegt á leikmannamarkaðnum í sumar en Evrópumeistararnir hafa samt þegar náð í tvo mjög efnilega leikmenn. Jürgen Klopp er því með augun á framtíðarskipan liðsins og þó að núverandi leikmannahópur sé á besta aldri þá ætlar Þjóðverjinn greinilega að leita uppi leikmenn sem geta tekið við keflinu eftir nokkur ár. Fyrir í leikmannahópi Liverpool voru framtíðarstjörnur eins og Rhian Brewster og Ben Woodburn. Fyrst samdi Liverpool við hollenska miðvörðinn Sepp van den Berg eftir að hafa keypt hann frá PEC Zwolle og nú síðast sagði Telegraph frá því að Liverpool væri einnig að fá til sín miðjumanninn Harvey Elliott frá Fulham. Harvey Elliott hafnaði skólastyrk hjá Fulham og gat valið úr tilboðum frá mörgum stórliðum. Hann valdi hins vegar Liverpool samkvæmt heimildum Telegraph.Exclusive: England U17s midfielder Harvey Elliott to join Liverpool this summer | @SamWallaceTelhttps://t.co/YKcDkKFKZ2 — Telegraph Football (@TeleFootball) July 7, 2019Það voru ekki aðeins ensku félögin sem voru á eftir honum heldur einnig félög eins og Real Madrid, Paris Saint Germain og RB Leipzig. Harvey Elliott er fæddur í apríl 2003 og á því enn marga mánuði í bílprófið. Hann getur ekki skrifað undir atvinnumannasamning fyrr en 4. apríl 2020 eða þegar hann heldur upp á sautján ára afmælið. Elliott hefur spilað sex leiki fyrir enska sautján ára landsliðið og skoraði 3 mörk í 2 leikjum með enska fimmtán ára landsliðinu. Harvey Elliott spilaði tvo leiki með Fulham í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og í þeim fyrri setti hann met. Harvey Elliott kom inn á sem varamaður á móti Wolves 4. maí síðastliðinn og varð þar með yngsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar eða bara 16 ára og 30 daga gamall.
Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti