Tóku hund fjárnámi og seldu hann á eBay Samúel Karl Ólason skrifar 28. febrúar 2019 14:23 Á eftir hjólastólnum var Edda það verðmætasta sem fannst á heimili fjölskyldunnar. Þetta er ekki Edda. Vísir/Getty Yfirvöld bæjarins Ahlen í Þýskalandi tóku í fyrra þá ákvörðun að taka hund fjölskyldu fjárnámi vegna skattskulda og selja hann á eBay. Þýskir fjölmiðlar segja bæjaryfirvöld í fyrstu hafa ætlað að leggja hald á hjólastól eins meðlims fjölskyldunnar en hætt hafi verið við það eftir að í ljós kom að hann var í eigu tryggingafélags og hundurinn, sem er Pug og heitir Edda, tekinn í staðinn. Einn embættismaður í bænum setti Eddu svo á sölu á eBay fyrir 750 evrur. Hann var fljótt keyptur af lögregluþjóninum Michaela Jordan. Samkvæmt BBC þótti henni verð Eddu of lágt og hafði áhyggjur af því að um einhvers konar svik væri að ræða. Því hringdi hún og ræddi við bæjarstarfsmann Ahlen sem sagði henni frá því að Edda hefði verið tekin fjárnámi. Henni var einnig sagt að Edda væri heilbrigð og því ákvað hún að ganga frá kaupunum. Nú segir Jordan þó að Edda sé alls ekki við hestaheilsu og hafi þurft að fara í fjölda aðgerða vegna kvilla í augum. Hún hefur nú höfðað mál gegn Ahlen og fer fram á 1.800 evrur í skaðabætur. Héraðsmiðlar komust á snoðir um málið og eltu uppi fyrrverandi eiganda Eddu. Eigandinn fyrrverandi viðurkennir að fjárnámið hafi verið löglegt en segir alls ekki í lagi hvernig þeta hafi farið allt saman. Embættismenn hafi komið til heimilis hennar í nóvember og leitað að verðmætum. Eftir að í ljós kom að fjölskyldan átti ekki hjólastólinn kom í ljós að Edda væri í raun verðmætasta eign fjölskyldunnar. Hún segist vita til þess að Edda sé í góðum höndum en þrjú börn hannar sakni þó hundsins. Dýr Þýskaland Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Yfirvöld bæjarins Ahlen í Þýskalandi tóku í fyrra þá ákvörðun að taka hund fjölskyldu fjárnámi vegna skattskulda og selja hann á eBay. Þýskir fjölmiðlar segja bæjaryfirvöld í fyrstu hafa ætlað að leggja hald á hjólastól eins meðlims fjölskyldunnar en hætt hafi verið við það eftir að í ljós kom að hann var í eigu tryggingafélags og hundurinn, sem er Pug og heitir Edda, tekinn í staðinn. Einn embættismaður í bænum setti Eddu svo á sölu á eBay fyrir 750 evrur. Hann var fljótt keyptur af lögregluþjóninum Michaela Jordan. Samkvæmt BBC þótti henni verð Eddu of lágt og hafði áhyggjur af því að um einhvers konar svik væri að ræða. Því hringdi hún og ræddi við bæjarstarfsmann Ahlen sem sagði henni frá því að Edda hefði verið tekin fjárnámi. Henni var einnig sagt að Edda væri heilbrigð og því ákvað hún að ganga frá kaupunum. Nú segir Jordan þó að Edda sé alls ekki við hestaheilsu og hafi þurft að fara í fjölda aðgerða vegna kvilla í augum. Hún hefur nú höfðað mál gegn Ahlen og fer fram á 1.800 evrur í skaðabætur. Héraðsmiðlar komust á snoðir um málið og eltu uppi fyrrverandi eiganda Eddu. Eigandinn fyrrverandi viðurkennir að fjárnámið hafi verið löglegt en segir alls ekki í lagi hvernig þeta hafi farið allt saman. Embættismenn hafi komið til heimilis hennar í nóvember og leitað að verðmætum. Eftir að í ljós kom að fjölskyldan átti ekki hjólastólinn kom í ljós að Edda væri í raun verðmætasta eign fjölskyldunnar. Hún segist vita til þess að Edda sé í góðum höndum en þrjú börn hannar sakni þó hundsins.
Dýr Þýskaland Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira