Páll stendur við ræðuna þrátt fyrir athugasemdir ráðuneytisins Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2019 20:27 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir „sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum. Þetta kemur fram í athugasemdum ráðuneytisins við ræðu sem Páll hélt um breytingar á sýslumannsembættinu í Eyjum á Alþingi í dag. Páll segir allt í ræðu sinni standa óhaggað en viðurkennir að tal um sendinefnd hafi verið gáleysislegt.Sjá einnig: Enginn sýslumaður í Eyjum Í ræðu sinni ræddi Páll fyrirætlanir dómsmálaráðuneytisins um að sýslumaðurinn á Suðurlandi taki yfir verkefni sýslumannsins í Vestmannaeyjum, líkt og greint var frá í tilkynningu frá ráðuneytinu í gær. Hljóðið var þungt í Páli en hann gagnrýndi flokkssystur sína, Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra, harðlega og sagði hana stunda „óboðlega stjórnsýslu“.Getur ekki hafa hitt „sendinefnd“ Páll hélt því m.a. fram í ræðu sinni að hann hafi hitt fyrir „sendinefnd frá dómsmálaráðuneytinu“ á flugvellinum í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Dómsmálaráðuneytið segir í athugasemd sinni að það geti ekki passað. Enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið til Vestmannaeyja í embættiserindum vegna breytinga hjá sýslumannsembættinu í Vestmannaeyjum. Þá hafi dómsmálaráðuneytið tilkynnt um breytingar á yfirstjórn sýslumannsembættisins í Vestmannaeyjum á vef ráðuneytisins í gær. „Það gerði ráðuneytið í góðu samráði við bæði sýslumanninn í Vestmannaeyjum og sýslumanninn á Suðurlandi en þeim hafði verið veitt svigrúm til að tilkynna starfsmönnum embættisins í Vestmannaeyjum um breytingarnar,“ segir í svarinu. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum tekst á við nýtt verkefni Jafnframt hafi þingmönnum eða bæjaryfirvöldum kjördæmsins ekki verið veitt staðfesting þess efnis að breytingar gætu orðið á yfirstjórn embættis sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Þá verði sýslumanninum á Suðurlandi aðeins falið að taka yfir í Vestmannaeyjum tímabundið á meðan sá síðarnefndi sinnir öðrum verkefnum. „Sú staða kom svo upp nýverið að sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum ákvað að takast á hendur nýtt verkefni fyrir sýslumannaráð við að greina rekstur sýslumannsembætta um land allt. Af þeim sökum þurfti að setja tímabundið nýjan sýslumann yfir embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum frá og með 1. febrúar 2019 og var þess óskað af hálfu ráðuneytisins að sýslumaðurinn á Suðurlandi gerði það.“ Þá hafi dómsmálaráðherra kynnt bæði á vettvangi ríkisstjórnar og á fundi sýslumannafélagsins í haust að til stæði að ráðast í greiningarvinnu á embættum sýslumanns um land allt. Enginn áform séu heldur uppi um að skipa einn sýslumann yfir landið allt sem „staðsettur yrði í Reykjavík“. „Þvert á móti er að mati ráðherra mikilvægt að við skoðun á þessum málaflokki sé gætt jafnvægis milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar við allar breytingar.“ Tal um sendinefnd vissulega gáleysislegt Páll segir í samtali við Vísi að svar dómsmálaráðuneytisins hnekki ekki því sem kom fram í ræðu hans, utan þess sem hann sagði um hina meintu sendinefnd. „Ræðan mín er að uppistöðu til tilkynningin sem kom síðdegis í gær frá ráðuneytinu sjálfu. Allt það sem ég sagði efnislega er upp úr þeirri tilkynningu, og þar af leiðandi allt saman efnislega rétt. Það stendur óhaggað þótt tal um sendinefnd hafi verið gáleysislegt.“ Þá bendir Páll á að hann hafi ekki haldið því fram að áform væru uppi um að skipa einn sýslumann yfir landið allt sem staðsettur yrði í Reykjavík, líkt og fram kemur í athugasemd dómsmálaráðuneytisins. „Þar var ég að tala í hálfkæringi um það sem stóð í þessari tilkynningu. Að þetta gæti orðið niðurstaðan, bara af tilkynningu ráðuneytisins samkvæmt orðanna hljóðan.“ Alþingi Sveitarstjórnarmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir „sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum. Þetta kemur fram í athugasemdum ráðuneytisins við ræðu sem Páll hélt um breytingar á sýslumannsembættinu í Eyjum á Alþingi í dag. Páll segir allt í ræðu sinni standa óhaggað en viðurkennir að tal um sendinefnd hafi verið gáleysislegt.Sjá einnig: Enginn sýslumaður í Eyjum Í ræðu sinni ræddi Páll fyrirætlanir dómsmálaráðuneytisins um að sýslumaðurinn á Suðurlandi taki yfir verkefni sýslumannsins í Vestmannaeyjum, líkt og greint var frá í tilkynningu frá ráðuneytinu í gær. Hljóðið var þungt í Páli en hann gagnrýndi flokkssystur sína, Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra, harðlega og sagði hana stunda „óboðlega stjórnsýslu“.Getur ekki hafa hitt „sendinefnd“ Páll hélt því m.a. fram í ræðu sinni að hann hafi hitt fyrir „sendinefnd frá dómsmálaráðuneytinu“ á flugvellinum í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Dómsmálaráðuneytið segir í athugasemd sinni að það geti ekki passað. Enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið til Vestmannaeyja í embættiserindum vegna breytinga hjá sýslumannsembættinu í Vestmannaeyjum. Þá hafi dómsmálaráðuneytið tilkynnt um breytingar á yfirstjórn sýslumannsembættisins í Vestmannaeyjum á vef ráðuneytisins í gær. „Það gerði ráðuneytið í góðu samráði við bæði sýslumanninn í Vestmannaeyjum og sýslumanninn á Suðurlandi en þeim hafði verið veitt svigrúm til að tilkynna starfsmönnum embættisins í Vestmannaeyjum um breytingarnar,“ segir í svarinu. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum tekst á við nýtt verkefni Jafnframt hafi þingmönnum eða bæjaryfirvöldum kjördæmsins ekki verið veitt staðfesting þess efnis að breytingar gætu orðið á yfirstjórn embættis sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Þá verði sýslumanninum á Suðurlandi aðeins falið að taka yfir í Vestmannaeyjum tímabundið á meðan sá síðarnefndi sinnir öðrum verkefnum. „Sú staða kom svo upp nýverið að sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum ákvað að takast á hendur nýtt verkefni fyrir sýslumannaráð við að greina rekstur sýslumannsembætta um land allt. Af þeim sökum þurfti að setja tímabundið nýjan sýslumann yfir embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum frá og með 1. febrúar 2019 og var þess óskað af hálfu ráðuneytisins að sýslumaðurinn á Suðurlandi gerði það.“ Þá hafi dómsmálaráðherra kynnt bæði á vettvangi ríkisstjórnar og á fundi sýslumannafélagsins í haust að til stæði að ráðast í greiningarvinnu á embættum sýslumanns um land allt. Enginn áform séu heldur uppi um að skipa einn sýslumann yfir landið allt sem „staðsettur yrði í Reykjavík“. „Þvert á móti er að mati ráðherra mikilvægt að við skoðun á þessum málaflokki sé gætt jafnvægis milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar við allar breytingar.“ Tal um sendinefnd vissulega gáleysislegt Páll segir í samtali við Vísi að svar dómsmálaráðuneytisins hnekki ekki því sem kom fram í ræðu hans, utan þess sem hann sagði um hina meintu sendinefnd. „Ræðan mín er að uppistöðu til tilkynningin sem kom síðdegis í gær frá ráðuneytinu sjálfu. Allt það sem ég sagði efnislega er upp úr þeirri tilkynningu, og þar af leiðandi allt saman efnislega rétt. Það stendur óhaggað þótt tal um sendinefnd hafi verið gáleysislegt.“ Þá bendir Páll á að hann hafi ekki haldið því fram að áform væru uppi um að skipa einn sýslumann yfir landið allt sem staðsettur yrði í Reykjavík, líkt og fram kemur í athugasemd dómsmálaráðuneytisins. „Þar var ég að tala í hálfkæringi um það sem stóð í þessari tilkynningu. Að þetta gæti orðið niðurstaðan, bara af tilkynningu ráðuneytisins samkvæmt orðanna hljóðan.“
Alþingi Sveitarstjórnarmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41