Aðeins fjögur lið í allri Evrópu hafa eytt meiri pening en Aston Villa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2019 15:45 Marvelous Nakamba er einn af nýju leikmönnum Aston Villa og er greinilega mjög sáttur með það. Félagið fékk hann frá Club Brugge í Belgíu. Getty/Neville Williams Nýliðar Aston Villa ætla að stimpla sig aftur inn í ensku úrvalsdeildina eftir þriggja ára fjarveru og það má sjá á eyðslu félagsins í sumarglugganum. Aston Villa hefur keypt nýja leikmenn fyrir 118 milljónir punda í sumar en alls eru tólf nýir leikmenn komnir til félagsins. Þetta gera 17,6 milljarða í íslenskum krónum sem er engin smáupphæð. Aston Villa spent more than £118m on 12 new players - only Real Madrid, Atletico Madrid, Barcelona and Juventus have paid out more this summer. But will it pay off? Judge for yourself https://t.co/v9Osnat6fP#avfc#bbcfootball#PremierLeaguepic.twitter.com/7ns9kozsg3 — BBC Sport (@BBCSport) August 2, 2019Staðan er sú að Aston Villa hefur eytt meiru en öll hin liðin í ensku úrvalsdeildinni og það eru aðeins fjögur lið í allri Evrópu hafa eytt meiri pening en Aston Villa. Liðin sem hafa eytt meira í nýja leikmenn í sumar eru spænsku liðin Real Madrid, Atletico Madrid og Barcelona sem og ítalska félagið Juventus. Nýir eigendur eru tilbúnir að dæla peningum inn í liðið og það kemur ekki til greina að detta aftur niður í b-deildina þar sem Aston Villa liðið hefur þurft að dúsa undanfarin þrjú tímabili. Aston Villa missti fjórtán af leikmönnum sem komu liðinu upp í fyrra og þar á meðal er markahæsti leikmaður liðsins, Tammy Abraham, sem var í láni frá Chelsea. Aston Villa þurfti því að taka til höndum á markaðnum og leikmenn hafa streymt inn. Villa hefur sett nýtt félagsmet í eyðslu og sló metið yfir dýrasta leikmann félagsins frá upphafi. Dýrasti leikmaður Aston Villa í sumar var brasilíski framherjinn Wesley sem Villa keypti fyrir 22 milljónir punda frá Club Brugge í júní. Aston Villa borgaði 20 milljónir punda fyrir miðvörðinn Tyrone Mings frá Bournemouth og 15 milljónir punda fyrir miðjumanninn Douglas Luiz frá Manchester City. Fimm aðrir leikmenn kostuðu Aston Villa meira en átta milljónir punda en það eru Ezri Konsa, miðvörður frá Southampton, Matt Targett, bakvörður frá Southampton, Björn Engels miðvörður frá Stade de Reims, Trézéguet, vængmaður frá Kasimpaa og loks Tom Heaton, markvörður frá Burnley. Breska ríkisútvarpið fór yfir eyðslu Aston Villa og hvaða leikmenn félagið var að kaupa í sumar. Það má sjá þessa samantekt hér. https://t.co/R3iKIxkF9L Great listen and insight into Villa #AVFC — The AVFC Faithful (@AVFCFaithful_) August 1, 2019 Enski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Nýliðar Aston Villa ætla að stimpla sig aftur inn í ensku úrvalsdeildina eftir þriggja ára fjarveru og það má sjá á eyðslu félagsins í sumarglugganum. Aston Villa hefur keypt nýja leikmenn fyrir 118 milljónir punda í sumar en alls eru tólf nýir leikmenn komnir til félagsins. Þetta gera 17,6 milljarða í íslenskum krónum sem er engin smáupphæð. Aston Villa spent more than £118m on 12 new players - only Real Madrid, Atletico Madrid, Barcelona and Juventus have paid out more this summer. But will it pay off? Judge for yourself https://t.co/v9Osnat6fP#avfc#bbcfootball#PremierLeaguepic.twitter.com/7ns9kozsg3 — BBC Sport (@BBCSport) August 2, 2019Staðan er sú að Aston Villa hefur eytt meiru en öll hin liðin í ensku úrvalsdeildinni og það eru aðeins fjögur lið í allri Evrópu hafa eytt meiri pening en Aston Villa. Liðin sem hafa eytt meira í nýja leikmenn í sumar eru spænsku liðin Real Madrid, Atletico Madrid og Barcelona sem og ítalska félagið Juventus. Nýir eigendur eru tilbúnir að dæla peningum inn í liðið og það kemur ekki til greina að detta aftur niður í b-deildina þar sem Aston Villa liðið hefur þurft að dúsa undanfarin þrjú tímabili. Aston Villa missti fjórtán af leikmönnum sem komu liðinu upp í fyrra og þar á meðal er markahæsti leikmaður liðsins, Tammy Abraham, sem var í láni frá Chelsea. Aston Villa þurfti því að taka til höndum á markaðnum og leikmenn hafa streymt inn. Villa hefur sett nýtt félagsmet í eyðslu og sló metið yfir dýrasta leikmann félagsins frá upphafi. Dýrasti leikmaður Aston Villa í sumar var brasilíski framherjinn Wesley sem Villa keypti fyrir 22 milljónir punda frá Club Brugge í júní. Aston Villa borgaði 20 milljónir punda fyrir miðvörðinn Tyrone Mings frá Bournemouth og 15 milljónir punda fyrir miðjumanninn Douglas Luiz frá Manchester City. Fimm aðrir leikmenn kostuðu Aston Villa meira en átta milljónir punda en það eru Ezri Konsa, miðvörður frá Southampton, Matt Targett, bakvörður frá Southampton, Björn Engels miðvörður frá Stade de Reims, Trézéguet, vængmaður frá Kasimpaa og loks Tom Heaton, markvörður frá Burnley. Breska ríkisútvarpið fór yfir eyðslu Aston Villa og hvaða leikmenn félagið var að kaupa í sumar. Það má sjá þessa samantekt hér. https://t.co/R3iKIxkF9L Great listen and insight into Villa #AVFC — The AVFC Faithful (@AVFCFaithful_) August 1, 2019
Enski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira