Aston Villa búið að eyða nítján milljörðum meira en Liverpool í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2019 09:30 Mohamed Salah hjá Liverpool. Getty/David S. Bustamante Aston Villa er komið aftur upp í ensku úrvalsdeildina eftir þriggja ára fjarveru. Félagið ætlar ekki niður aftur og hefur eytt miklum peningi í nýja leikmenn í sumarglugganum. Bleacher Report Football tók saman stöðuna á eyðslu liðanna í ensku úrvalsdeildinni nú þegar aðeins tæpar tvær vikur eru eftir þagnað til félagsskiptaglugginn lokast. Eftir 8. ágúst næstkomandi mega ensku úrvalsdeildarfélögin ekki kaupa sér nýja leikmenn fyrr en í byrjun janúar á næsta ári. Mörg félaganna tuttugu hafa verið frekar róleg en það má búast við að líf færist í leikinn næstu daga þegar tímapressan er farin að reka félögin áfram. Hér fyrir neðan má sjá stöðuna á eyðslunni eins og Bleacher Report Football reiknaði hana í gær.Aston Villa lead the way in Premier League spending pic.twitter.com/fGoXBNdO0U — B/R Football (@brfootball) July 28, 2019Aston Villa hefur eytt langmestum peningi en Leicester City er í öðru sæti. Englandsmeistarar Manchester City og Tottenham eru ekki langt á eftir Leicester mönnum. West Ham er síðan á undan Manchester United sem er í sjötta sæti þessa lista. Það er vanalegt að sjá Manchester City þarna svona ofarlega en Tottenham er loksins farið að eyða aftur í nýja leikmenn eftir að hafa sleppt úr tveimur félagsskiptagluggum í röð. Íslendingaliðin Everton og Burnley eru bæði fyrir neðan miðju í eyðslu. Everton (Gylfi Þór Sigurðsson) er í 12. sæti og Burnley (Jóhann Berg Guðmundsson) er í 16. sætinu. Það sem vekur kannski mesta athygli er að Evrópumeistarar Liverpool eru í nítjánda og næst neðsta sætið. Það er aðeins Norwich City, mótherji Liverpool í fyrstu umferðinni, sem hefur eytt minna. Samkvæmt samantekt Bleacher Report Football hefur Liverpool aðeins eytt 1,36 milljónum dollara í nýja leikmenn en félagið keypti hollenska miðvörðinn Sepp van den Berg frá PEC Zwolle. Þetta þýðir jafnframt það að Aston Villa hefur eytt 155,8 milljónum dollara meira í nýja leikmenn í sumar en Liverpool en það eru meira en nítján milljarðar í íslenskum krónum. Enski boltinn Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Aston Villa er komið aftur upp í ensku úrvalsdeildina eftir þriggja ára fjarveru. Félagið ætlar ekki niður aftur og hefur eytt miklum peningi í nýja leikmenn í sumarglugganum. Bleacher Report Football tók saman stöðuna á eyðslu liðanna í ensku úrvalsdeildinni nú þegar aðeins tæpar tvær vikur eru eftir þagnað til félagsskiptaglugginn lokast. Eftir 8. ágúst næstkomandi mega ensku úrvalsdeildarfélögin ekki kaupa sér nýja leikmenn fyrr en í byrjun janúar á næsta ári. Mörg félaganna tuttugu hafa verið frekar róleg en það má búast við að líf færist í leikinn næstu daga þegar tímapressan er farin að reka félögin áfram. Hér fyrir neðan má sjá stöðuna á eyðslunni eins og Bleacher Report Football reiknaði hana í gær.Aston Villa lead the way in Premier League spending pic.twitter.com/fGoXBNdO0U — B/R Football (@brfootball) July 28, 2019Aston Villa hefur eytt langmestum peningi en Leicester City er í öðru sæti. Englandsmeistarar Manchester City og Tottenham eru ekki langt á eftir Leicester mönnum. West Ham er síðan á undan Manchester United sem er í sjötta sæti þessa lista. Það er vanalegt að sjá Manchester City þarna svona ofarlega en Tottenham er loksins farið að eyða aftur í nýja leikmenn eftir að hafa sleppt úr tveimur félagsskiptagluggum í röð. Íslendingaliðin Everton og Burnley eru bæði fyrir neðan miðju í eyðslu. Everton (Gylfi Þór Sigurðsson) er í 12. sæti og Burnley (Jóhann Berg Guðmundsson) er í 16. sætinu. Það sem vekur kannski mesta athygli er að Evrópumeistarar Liverpool eru í nítjánda og næst neðsta sætið. Það er aðeins Norwich City, mótherji Liverpool í fyrstu umferðinni, sem hefur eytt minna. Samkvæmt samantekt Bleacher Report Football hefur Liverpool aðeins eytt 1,36 milljónum dollara í nýja leikmenn en félagið keypti hollenska miðvörðinn Sepp van den Berg frá PEC Zwolle. Þetta þýðir jafnframt það að Aston Villa hefur eytt 155,8 milljónum dollara meira í nýja leikmenn í sumar en Liverpool en það eru meira en nítján milljarðar í íslenskum krónum.
Enski boltinn Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira