„Sorglegt að þetta geti farið svona“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. október 2019 10:00 Útlit er fyrir að skortur verði á sæbjúgu á þessu fiskveiðiári. mynd/aðsend Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarnes VER hf. segir stefnu stjórnvalda vegna sæbjúgnaveiða vera að fella iðnaðinn. Fulltrúar Hafrannsóknarstofnunar munu í næstu viku koma fyrir atvinnuveganefnd Alþingis vegna ákvörðunar um að skera niður veiðiheimildir á sæbjúgu um 60%. Fiskvinnslan Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði upp á þriðja tug starfsmanna í sumar til að bregðast við fyrirsjáanlegum skorti á sæbjúgu sem er meginundirstaðan í vinnslu fyrirtækisins.Sjá einnig: Á þriðja tug sagt upp hjá Hafnarnesi í Þorlákshöfn „Staðan er ekki björt framundan. Miðað við óbreytt ástand þá standa uppsagnirnar því miður. Við erum ekki að sjá fram á það að við náum að finna hráefni í vinnsluna til að halda fólki í vinnu,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Nú sé búið að veiða tæplega 70% af úthlutuðum afla fyrir þetta fiskveiðiár og fiskveiðiárið sé tiltölulega nýbyrjað. „Sæbjúgun verða búin, ef ekkert er gert, þá verður það búið bara eftir mánuð,“ segir Ólafur.Fyrirtækið Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði upp 21 starfsmanni í haust til að bregðast við.mynd/aðsendÞað þýðir að markaðurinn gæti verið hráefnislaus í níu mánuði sem getur að sögn Ólafs gert út af við stöðu fyrirtækisins á erlendum markaði. Yfir þúsund tegundir séu af sæbjúgu í heiminum og viðskiptavinir á erlendum mörkuðum verði eflaust ekki lengi að leita annað þegar sæbjúga frá Íslandi verður ekki lengur fáanleg. Kínamarkaður vegur þar þyngst.Þingnefnd krefur Hafró um svör Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í atvinnuveganefnd, segir í samtali við Vísi að ákvörðun stofnunarinnar hafi, að því er virðist, verið illa rökstudd og því vilji nefndarmenn fá frekari skýringar á því á hvaða forsendum var skorið svo svo mikið. Miklir hagsmunir séu í húfi. Í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í lok ágúst var áréttað að breytingarnar hafi verið gerðar á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar Hafrannsóknarstofnunar. „Við höfum talað fyrir því að sæbjúgun séu rannsökuð. Við höfum kallað eftir því í mörg ár að það sé lögð einhver vinna í að rannsaka sæbjúgu þannig að Hafró viti eitthvað um sæbjúgu en staðan er bara sú að þeir hafa ekki verið að rannsaka sæbjúgun,“ segir Ólafur. „Það er á mjög veikum grunni sem að þeir ákveða þessar skerðingar.“ Sæbjúgan er að stórum hluta flutt út til Kína.mynd/aðsendEkki sé þó alfarið við Hafrannsóknarstofnun að sakast sem reiði sig á fjármagn frá hinu opinbera til að geta stundað rannsóknir. Þeir sem starfi í greininni vilji geta viðhaldið veiðunum og tegundinni. Það sé engum í hag að tegundin þurrkist út en veiðarnar þurfi líka að vera sjálfbærar markaðslega og því hefði að mati Ólafs átt að skera frekar niður í litlum skrefum þar til nákvæmari rannsóknir væru til grundvallar. „Ég get ekki skilið það þegar hið opinbera þegar það eru þeir sem eru að leggja okkur stólinn fyrir dyrnar og í rauninni bara fella iðnaðinn,“ segir Ólafur.Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarness VER. Alþingi Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira
Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarnes VER hf. segir stefnu stjórnvalda vegna sæbjúgnaveiða vera að fella iðnaðinn. Fulltrúar Hafrannsóknarstofnunar munu í næstu viku koma fyrir atvinnuveganefnd Alþingis vegna ákvörðunar um að skera niður veiðiheimildir á sæbjúgu um 60%. Fiskvinnslan Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði upp á þriðja tug starfsmanna í sumar til að bregðast við fyrirsjáanlegum skorti á sæbjúgu sem er meginundirstaðan í vinnslu fyrirtækisins.Sjá einnig: Á þriðja tug sagt upp hjá Hafnarnesi í Þorlákshöfn „Staðan er ekki björt framundan. Miðað við óbreytt ástand þá standa uppsagnirnar því miður. Við erum ekki að sjá fram á það að við náum að finna hráefni í vinnsluna til að halda fólki í vinnu,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Nú sé búið að veiða tæplega 70% af úthlutuðum afla fyrir þetta fiskveiðiár og fiskveiðiárið sé tiltölulega nýbyrjað. „Sæbjúgun verða búin, ef ekkert er gert, þá verður það búið bara eftir mánuð,“ segir Ólafur.Fyrirtækið Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði upp 21 starfsmanni í haust til að bregðast við.mynd/aðsendÞað þýðir að markaðurinn gæti verið hráefnislaus í níu mánuði sem getur að sögn Ólafs gert út af við stöðu fyrirtækisins á erlendum markaði. Yfir þúsund tegundir séu af sæbjúgu í heiminum og viðskiptavinir á erlendum mörkuðum verði eflaust ekki lengi að leita annað þegar sæbjúga frá Íslandi verður ekki lengur fáanleg. Kínamarkaður vegur þar þyngst.Þingnefnd krefur Hafró um svör Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í atvinnuveganefnd, segir í samtali við Vísi að ákvörðun stofnunarinnar hafi, að því er virðist, verið illa rökstudd og því vilji nefndarmenn fá frekari skýringar á því á hvaða forsendum var skorið svo svo mikið. Miklir hagsmunir séu í húfi. Í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í lok ágúst var áréttað að breytingarnar hafi verið gerðar á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar Hafrannsóknarstofnunar. „Við höfum talað fyrir því að sæbjúgun séu rannsökuð. Við höfum kallað eftir því í mörg ár að það sé lögð einhver vinna í að rannsaka sæbjúgu þannig að Hafró viti eitthvað um sæbjúgu en staðan er bara sú að þeir hafa ekki verið að rannsaka sæbjúgun,“ segir Ólafur. „Það er á mjög veikum grunni sem að þeir ákveða þessar skerðingar.“ Sæbjúgan er að stórum hluta flutt út til Kína.mynd/aðsendEkki sé þó alfarið við Hafrannsóknarstofnun að sakast sem reiði sig á fjármagn frá hinu opinbera til að geta stundað rannsóknir. Þeir sem starfi í greininni vilji geta viðhaldið veiðunum og tegundinni. Það sé engum í hag að tegundin þurrkist út en veiðarnar þurfi líka að vera sjálfbærar markaðslega og því hefði að mati Ólafs átt að skera frekar niður í litlum skrefum þar til nákvæmari rannsóknir væru til grundvallar. „Ég get ekki skilið það þegar hið opinbera þegar það eru þeir sem eru að leggja okkur stólinn fyrir dyrnar og í rauninni bara fella iðnaðinn,“ segir Ólafur.Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarness VER.
Alþingi Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira