Tveir bíða eftir að komast í aðgerð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. júlí 2019 13:28 Alvarlegt ástand hefur skapast á hjarta- og lungnadeild Landspítalans í sumar vegna skorts á gjörgæslurýmum sem stafaði af skorti á hjúkrunarfræðingum. Vísir/Vilhelm Tekist hefur að stytta biðlista á hjarta- og lungnadeild Landspítalans sem tilkominn var vegna mikils skorts á hjúkrunarfræðingum. Í dag bíða tveir sjúklingar eftir að komast í aðgerð. Alvarlegt ástand hefur skapast á hjarta- og lungnadeild Landspítalans í sumar vegna skorts á gjörgæslurýmum sem stafaði af skorti á hjúkrunarfræðingum. Í síðustu viku bárust fréttir af því að hópur sjúklinga á deildinni hafði þurft að bíða í allt að fjörutíu daga eftir því að komast í hjartaskurðaðgerð þar sem ekki var pláss á gjörgæslu að aðgerð lokinni. Ástandið hefur nú batnað nokkuð að sögn Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur, staðgengils forstjóra Landspítalans. „Staðan er þokkaleg og það hefur gengið vel að vinna á þessum biðlista. Það eru tveir sjúklingar inniliggjandi sem bíða eftir að komast í aðgerð og þeir komast í aðgerð í þessari viku samkvæmt plani.“ Það eru talsvert færri en þegar mest lét í síðustu viku. „Ég held að það hafi verið níu sjúklingar inniliggjandi sem biðu en svo bætist á listann. Þetta er listi sem hreyfist og það bætast við sjúklingar en núna eru tveir sjúklingar sem bíða eftir að komast í aðgerð.“ Það sem af er ári hefur hjartaskurðaðgerðum verið frestað ríflega þrjátíu sinnum og líkt og fyrr segir var ástæðan skortur á gjörgæslurýmum. „Staðan á gjörgæslunni er þokkaleg núna og við verðum áfram í áskorun varðandi mönnun hjúkrunarfræðinga á gjörgæslunni en þetta hefur tekist ágætlega. En við sjáum fram á það og vonandi að þessar aðgerðir verði gerðar núna.“ Þótt ástandið sé betra nú reynist enn vera áskorun að manna að fullu. Hún segir alla hafa lagst á eitt til að koma ástandinu í betra horf. Hjúkrunarfræðingar hafa unnið talsverða yfirvinnu og í einhverjum tilfellum hefur fólk verið kallað til vinnu úr sumarfríi. „Það er nú svona teljandi á fingrum annarrar handar sem það er og við forðumst það að vera að kalla fólk inn úr sumarfríum.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Fleiri fréttir Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Sjá meira
Tekist hefur að stytta biðlista á hjarta- og lungnadeild Landspítalans sem tilkominn var vegna mikils skorts á hjúkrunarfræðingum. Í dag bíða tveir sjúklingar eftir að komast í aðgerð. Alvarlegt ástand hefur skapast á hjarta- og lungnadeild Landspítalans í sumar vegna skorts á gjörgæslurýmum sem stafaði af skorti á hjúkrunarfræðingum. Í síðustu viku bárust fréttir af því að hópur sjúklinga á deildinni hafði þurft að bíða í allt að fjörutíu daga eftir því að komast í hjartaskurðaðgerð þar sem ekki var pláss á gjörgæslu að aðgerð lokinni. Ástandið hefur nú batnað nokkuð að sögn Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur, staðgengils forstjóra Landspítalans. „Staðan er þokkaleg og það hefur gengið vel að vinna á þessum biðlista. Það eru tveir sjúklingar inniliggjandi sem bíða eftir að komast í aðgerð og þeir komast í aðgerð í þessari viku samkvæmt plani.“ Það eru talsvert færri en þegar mest lét í síðustu viku. „Ég held að það hafi verið níu sjúklingar inniliggjandi sem biðu en svo bætist á listann. Þetta er listi sem hreyfist og það bætast við sjúklingar en núna eru tveir sjúklingar sem bíða eftir að komast í aðgerð.“ Það sem af er ári hefur hjartaskurðaðgerðum verið frestað ríflega þrjátíu sinnum og líkt og fyrr segir var ástæðan skortur á gjörgæslurýmum. „Staðan á gjörgæslunni er þokkaleg núna og við verðum áfram í áskorun varðandi mönnun hjúkrunarfræðinga á gjörgæslunni en þetta hefur tekist ágætlega. En við sjáum fram á það og vonandi að þessar aðgerðir verði gerðar núna.“ Þótt ástandið sé betra nú reynist enn vera áskorun að manna að fullu. Hún segir alla hafa lagst á eitt til að koma ástandinu í betra horf. Hjúkrunarfræðingar hafa unnið talsverða yfirvinnu og í einhverjum tilfellum hefur fólk verið kallað til vinnu úr sumarfríi. „Það er nú svona teljandi á fingrum annarrar handar sem það er og við forðumst það að vera að kalla fólk inn úr sumarfríum.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Fleiri fréttir Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent