Arinbjörn segir af og frá að hann sé í hefndarhug Jakob Bjarnar skrifar 16. september 2019 13:24 Arinbjörn Snorrason hefur unnið í lögreglunni í 26 ár. Vísir/Baldur Hrafnkell Arinbjörn Snorrason formaður Lögreglufélagsins krossar sig í bak og fyrir og segir það af og frá að hann sé í hefndarhug gagnvart Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra. Veruleg ólga er innan lögreglunnar og flokkadrættir. Andlit þeirra átaka eru ríkislögreglustjóri og formaður Lögreglufélagsins en Arinbjörn hefur meðal annars sagt að félagar í Lögreglufélaginu telji Harald beita ógnarstjórn. Haraldur svaraði fyrir sig í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið nú um helgina þar sem hann sagði meðal annars að ef til starfsloka kæmi hvað sig varðaði myndi það þýða að hann myndi upplýsa um eitt og annað sem hann teldi ekki í lagi að tjaldarbaki, innan lögreglunnar.Misnotaði aðstöðu sína og ók á 185 km hraða á klukkustund Morgunblaðið birti þá í morgun frétt þar sem segir af 12 ára gömlu broti Arinbjarnar í starfi. Árið 2007 var Arinbjörn ákærður fyrir að hafa misnotað stöðu sína sem varðstjóri hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, eða eins og segir í árskýrslu ríkissaksóknara: „er hann nýtti sér mannafla lögreglu, lögreglubifreiðir og talstöðvarkerfi lögreglu í eigin þágu og gaf fyrirmæli um akstur með forgangsmerkjum og lét slíkan akstur viðgangast, á leið sinni frá heimili sínu til Keflavíkurflugvallar, í einkaerindum, svo hann missti ekki af flugi til Kaupmannahafnar og tengiflugi til Litháen, sem ákærði hafði keypt flugmiða til, og með því teppt búnað og mannafla lögreglu frá skyldustörfum.“Haraldur Johannessen mætir á fund dómsmálaráðherra. Hann og Arinbjörn hafa eldað grátt silfur að undanförnu.visir/vilhelmFram kemur í frétt Morgunblaðsins að hann hafi ekið þegar hraðast var 185 km hraða á klukkustund. Í fréttinni segir að Arinbjörn hafi gagnrýnt atriði sem komu fram í Morgunblaðsviðtali við Harald og í kjölfarið „vöktu menn á netinu máls á broti Arinbjarnar gagnrýndu m.a. að hann skyldi tjá sig með slíkum hætti, í ljósi brotsins.“Hefur sofið rólegur Vísir spurði Arinbjörn hvort honum þætti ef til vill sérkennilegt að þetta væri dregið fram nú í tengslum við gagnrýni hans á ríkislögreglustjóra og þá ekki síst í ljósi þess að Haraldur Johannessen ritstjóri Morgunblaðsins og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri eru bræðrasynir? Arinbjörn segir að það komi upp núingsdæmi og ekkert sé heilagt. En, hann vill ekki gera mikið úr þessum ættartengslum. „Ég bjóst við þessu eftir að ég las viðtalið við Harald. Hafði heyrt að þetta væri í farvatninu. Og staðfesti þegar blaðamaður Morgunblaðsins hafði samband; þetta væri hárrétt. Ég væri ekkert öðruvísi en aðrir, hefði gert mistök, greitt sekt fyrir það og lít ekki á mig sem rétthærri en aðra samfélagsþegna. Þetta gerðist og það er með mig eins og aðra, unnið var með þau mistök og niðurstaða fundin. Síðan hef ég sofið nokkuð rólegur.Ef ég væri smeykur við svona umfjöllun væri ég búinn að stíga til hliðar fyrir löngu,“ segir Arinbjörn og segir að hann hafi lengi fengist við félagsstörf og hafi verið í stjórn Lögreglufélagsins allt frá árinu 1996 og formaður nokkuð lengi. „Öllum getur orðið á, mér varð á og það fékk farsælan endi.“ Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að framkoma Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, í viðtali í Morgunblaðinu í dag, sé honum langt í frá til framdráttar. Þar komi fram óbeinar hótanir í garð starfsmanna lögregluembættanna sem eigi ekki að viðgangast. 14. september 2019 12:46 Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Arinbjörn Snorrason formaður Lögreglufélagsins krossar sig í bak og fyrir og segir það af og frá að hann sé í hefndarhug gagnvart Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra. Veruleg ólga er innan lögreglunnar og flokkadrættir. Andlit þeirra átaka eru ríkislögreglustjóri og formaður Lögreglufélagsins en Arinbjörn hefur meðal annars sagt að félagar í Lögreglufélaginu telji Harald beita ógnarstjórn. Haraldur svaraði fyrir sig í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið nú um helgina þar sem hann sagði meðal annars að ef til starfsloka kæmi hvað sig varðaði myndi það þýða að hann myndi upplýsa um eitt og annað sem hann teldi ekki í lagi að tjaldarbaki, innan lögreglunnar.Misnotaði aðstöðu sína og ók á 185 km hraða á klukkustund Morgunblaðið birti þá í morgun frétt þar sem segir af 12 ára gömlu broti Arinbjarnar í starfi. Árið 2007 var Arinbjörn ákærður fyrir að hafa misnotað stöðu sína sem varðstjóri hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, eða eins og segir í árskýrslu ríkissaksóknara: „er hann nýtti sér mannafla lögreglu, lögreglubifreiðir og talstöðvarkerfi lögreglu í eigin þágu og gaf fyrirmæli um akstur með forgangsmerkjum og lét slíkan akstur viðgangast, á leið sinni frá heimili sínu til Keflavíkurflugvallar, í einkaerindum, svo hann missti ekki af flugi til Kaupmannahafnar og tengiflugi til Litháen, sem ákærði hafði keypt flugmiða til, og með því teppt búnað og mannafla lögreglu frá skyldustörfum.“Haraldur Johannessen mætir á fund dómsmálaráðherra. Hann og Arinbjörn hafa eldað grátt silfur að undanförnu.visir/vilhelmFram kemur í frétt Morgunblaðsins að hann hafi ekið þegar hraðast var 185 km hraða á klukkustund. Í fréttinni segir að Arinbjörn hafi gagnrýnt atriði sem komu fram í Morgunblaðsviðtali við Harald og í kjölfarið „vöktu menn á netinu máls á broti Arinbjarnar gagnrýndu m.a. að hann skyldi tjá sig með slíkum hætti, í ljósi brotsins.“Hefur sofið rólegur Vísir spurði Arinbjörn hvort honum þætti ef til vill sérkennilegt að þetta væri dregið fram nú í tengslum við gagnrýni hans á ríkislögreglustjóra og þá ekki síst í ljósi þess að Haraldur Johannessen ritstjóri Morgunblaðsins og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri eru bræðrasynir? Arinbjörn segir að það komi upp núingsdæmi og ekkert sé heilagt. En, hann vill ekki gera mikið úr þessum ættartengslum. „Ég bjóst við þessu eftir að ég las viðtalið við Harald. Hafði heyrt að þetta væri í farvatninu. Og staðfesti þegar blaðamaður Morgunblaðsins hafði samband; þetta væri hárrétt. Ég væri ekkert öðruvísi en aðrir, hefði gert mistök, greitt sekt fyrir það og lít ekki á mig sem rétthærri en aðra samfélagsþegna. Þetta gerðist og það er með mig eins og aðra, unnið var með þau mistök og niðurstaða fundin. Síðan hef ég sofið nokkuð rólegur.Ef ég væri smeykur við svona umfjöllun væri ég búinn að stíga til hliðar fyrir löngu,“ segir Arinbjörn og segir að hann hafi lengi fengist við félagsstörf og hafi verið í stjórn Lögreglufélagsins allt frá árinu 1996 og formaður nokkuð lengi. „Öllum getur orðið á, mér varð á og það fékk farsælan endi.“
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að framkoma Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, í viðtali í Morgunblaðinu í dag, sé honum langt í frá til framdráttar. Þar komi fram óbeinar hótanir í garð starfsmanna lögregluembættanna sem eigi ekki að viðgangast. 14. september 2019 12:46 Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að framkoma Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, í viðtali í Morgunblaðinu í dag, sé honum langt í frá til framdráttar. Þar komi fram óbeinar hótanir í garð starfsmanna lögregluembættanna sem eigi ekki að viðgangast. 14. september 2019 12:46
Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33
Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13