Gerlamengun í vatni frá Grábrókarveitu staðfest Atli Ísleifsson skrifar 11. október 2019 10:21 Vatnsbólið þar þjónar Borgarnesi, Bifröst og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði. Veitur Veitur og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hafa ítrekað tilmæli frá í gær um að viðskiptavinir vatnsveitu Veitna úr Grábrókarhrauni sjóði neysluvatn. Staðfesting barst í morgun að vatnið þar sé gerlamengað. Bæði kólí og E.coli gerlar fundust í sýninu sem gruninn vakti. Vatnsbólið þjónar Borgarnesi, Bifröst og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði. Um miðja næstu viku verður tekinn í notkun lýsingarbúnaður við vatnsbólið og skorað er á fólk að sjóða neysluvatn þangað til. „Veitur hófu daglega sýnatöku úr vatnsbólinu þegar fyrst kviknaði grunur um gerlamengun í því á fimmtudag í síðustu viku. Þau sýni reyndust mengunarlaus þar til grunur kviknaði aftur um gerlamengun í gær. Í morgun fékkst staðfesting á þeim. Vatnsbólið í Grábrókarhrauni var tekið í notkun árið 2007 og þetta er í fyrsta skipti sem notendur þess eru hvattir til að sjóða neysluvatnið.Þjónustusæði Grábrókarveitu.VeiturEftir að grunur var um gerla í vatninu á dögunum var ákveðið að setja upp lýsingarbúnað við vatnsbólið í Grábrókarhrauni. Stefnt er að því að hann verði kominn í notkun á miðvikudag en hann mun tryggja öryggi vatnsins. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands og Veitur leggja áherslu á að notendur sjóði neysluvatn þar til búnaðurinn verður virkur enda geta gerlasmit valdið slæmum sýkingum hjá fólki, einkum þeim sem eru viðkvæm fyrir, þar með talin eru börn og eldra fólk. Starfsfólk Veitna leggur nú kapp á að ná til sem flestra viðskiptavina og eftirlitsaðilum er haldið vel upplýstum um framvindu,“ segir í tilkynningu frá Veitum. Borgarbyggð Heilbrigðismál Umhverfismál Tengdar fréttir Nýr óstaðfestur grunur um gerla í Grábrókarveitu Íbúar á svæðinu eru hvattir til að sjóða allt neysluvatn. 10. október 2019 11:37 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Veitur og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hafa ítrekað tilmæli frá í gær um að viðskiptavinir vatnsveitu Veitna úr Grábrókarhrauni sjóði neysluvatn. Staðfesting barst í morgun að vatnið þar sé gerlamengað. Bæði kólí og E.coli gerlar fundust í sýninu sem gruninn vakti. Vatnsbólið þjónar Borgarnesi, Bifröst og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði. Um miðja næstu viku verður tekinn í notkun lýsingarbúnaður við vatnsbólið og skorað er á fólk að sjóða neysluvatn þangað til. „Veitur hófu daglega sýnatöku úr vatnsbólinu þegar fyrst kviknaði grunur um gerlamengun í því á fimmtudag í síðustu viku. Þau sýni reyndust mengunarlaus þar til grunur kviknaði aftur um gerlamengun í gær. Í morgun fékkst staðfesting á þeim. Vatnsbólið í Grábrókarhrauni var tekið í notkun árið 2007 og þetta er í fyrsta skipti sem notendur þess eru hvattir til að sjóða neysluvatnið.Þjónustusæði Grábrókarveitu.VeiturEftir að grunur var um gerla í vatninu á dögunum var ákveðið að setja upp lýsingarbúnað við vatnsbólið í Grábrókarhrauni. Stefnt er að því að hann verði kominn í notkun á miðvikudag en hann mun tryggja öryggi vatnsins. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands og Veitur leggja áherslu á að notendur sjóði neysluvatn þar til búnaðurinn verður virkur enda geta gerlasmit valdið slæmum sýkingum hjá fólki, einkum þeim sem eru viðkvæm fyrir, þar með talin eru börn og eldra fólk. Starfsfólk Veitna leggur nú kapp á að ná til sem flestra viðskiptavina og eftirlitsaðilum er haldið vel upplýstum um framvindu,“ segir í tilkynningu frá Veitum.
Borgarbyggð Heilbrigðismál Umhverfismál Tengdar fréttir Nýr óstaðfestur grunur um gerla í Grábrókarveitu Íbúar á svæðinu eru hvattir til að sjóða allt neysluvatn. 10. október 2019 11:37 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Nýr óstaðfestur grunur um gerla í Grábrókarveitu Íbúar á svæðinu eru hvattir til að sjóða allt neysluvatn. 10. október 2019 11:37