Innlent

Nýr ó­stað­festur grunur um gerla í Grá­brókar­veitu

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Borgarnesi en vatnsbólið þjónar bænum sem og Bifröst og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði.
Frá Borgarnesi en vatnsbólið þjónar bænum sem og Bifröst og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði. vísir/egill
Upp er kominn nýr óstaðfestur grunur um gerlamengun í neysluvatni frá vatnsbóli Veitna í Grábrókarhrauni. Íbúar á svæðinu eru hvattir til að sjóða allt neysluvatn.Í tilkynningu frá Veitum segir að grunurinn hafi komið upp í morgun, en vatnsbólið þjónar Borgarnesi, Bifröst og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði.„Þótt aðeins sé um grun að ræða mælast Veitur til þess að notendur á þessu svæði sjóði neysluvatn í öryggisskyni fram í miðja næstu viku. Þá verður kominn upp lýsingarbúnaður sem tryggir öryggi vatnsins. Sjóða þarf neysluvatn í að minnsta kosti eina mínútu.Eftir að grunur var um gerla í vatninu á dögunum var ákveðið að setja upp lýsingarbúnað við vatnsbólið í Grábrókarhrauni og fylgjast daglega með vatnsgæðunum með sýnatöku. Sýnið, sem grunurinn beinist að, var tekið af starfsfólki Veitna og vísbending úr rannsókn á því nú í morgun. Dæmi eru um rangar vísbendingar af slíkum sýnum. Lýsing á vatni gerir örverur óvirkar og eykur þannig gæði vatnsins en hefur að öðru leyti engin áhrif,“ segir í tilkynningunni, en starfsfólk Veitna er sagt nú vinna að því að gera öllum viðskiptavinum viðvart, sérstaklega viðkvæmum notendum.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.