Innlent

Nýr ó­stað­festur grunur um gerla í Grá­brókar­veitu

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Borgarnesi en vatnsbólið þjónar bænum sem og Bifröst og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði.
Frá Borgarnesi en vatnsbólið þjónar bænum sem og Bifröst og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði. vísir/egill

Upp er kominn nýr óstaðfestur grunur um gerlamengun í neysluvatni frá vatnsbóli Veitna í Grábrókarhrauni. Íbúar á svæðinu eru hvattir til að sjóða allt neysluvatn.

Í tilkynningu frá Veitum segir að grunurinn hafi komið upp í morgun, en vatnsbólið þjónar Borgarnesi, Bifröst og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði.

„Þótt aðeins sé um grun að ræða mælast Veitur til þess að notendur á þessu svæði sjóði neysluvatn í öryggisskyni fram í miðja næstu viku. Þá verður kominn upp lýsingarbúnaður sem tryggir öryggi vatnsins. Sjóða þarf neysluvatn í að minnsta kosti eina mínútu.

Eftir að grunur var um gerla í vatninu á dögunum var ákveðið að setja upp lýsingarbúnað við vatnsbólið í Grábrókarhrauni og fylgjast daglega með vatnsgæðunum með sýnatöku. Sýnið, sem grunurinn beinist að, var tekið af starfsfólki Veitna og vísbending úr rannsókn á því nú í morgun. Dæmi eru um rangar vísbendingar af slíkum sýnum. Lýsing á vatni gerir örverur óvirkar og eykur þannig gæði vatnsins en hefur að öðru leyti engin áhrif,“ segir í tilkynningunni, en starfsfólk Veitna er sagt nú vinna að því að gera öllum viðskiptavinum viðvart, sérstaklega viðkvæmum notendum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.