„Manchester City veit að Liverpool er komið til að vera“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2019 16:45 Andy Robertson fagnar marki með Virgil van Dijk,. Sadio Mane og fleirum úr Liverpool liðinu. Getty/Clive Brunskill Andy Robertson átti frábært tímabil með Liverpool í vinstri bakverðinum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í vetur og hann er sannfærður um meiri velgengni hjá Liverpool liðinu á næstu árum. Robertson er viss um að Liverpool liðið er komið til að vera í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Úrslitin réðust ekki fyrr en í lokaumferðinni og um tíma í henni sat Liverpool í efsta sætinu. Manchester City skoraði þá fjögur mörk á móti Brighton og tryggði sér Englandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Liverpool endaði með 97 stig sem er það mesta sem félag í bestu fimm deildum Evrópu hefur náð án þess að vinna titilinn. „Við erum samheldinn og þéttur hópur af ungum mönnum,“ sagði hinn 25 ára gamli Andy Robertson við BBC. Já það er góður aldur flestra lykilmanna liðsins sem ættu að gera næstu ár spennandi. „Vonandi verðum við hér í mörg ár og á næst ári ættum við að vera betra lið þegar kemur að þroska og reynslu,“ sagði Robertson.Liverpool's Andy Robertson says Manchester City know Liverpool are "here to stay". "We will go into next season as strong as ever."https://t.co/QRfgy2kETr#lfc#mcfc#bbcfootballpic.twitter.com/5vK5PQWvrU — BBC Sport (@BBCSport) May 14, 2019„Manchester City menn vita að við erum komnir til að vera í titilbaráttunni. Við vitum samt að þeir verða þarna líka á næsta ári því þeir eru ótrúlegir,“ sagði Andy Robertson. „Nú krossar maður bara fingurna og vonar að enginn fari frá okkur. Við verðum sterkari en aldrei fyrr þegar við förum inn í næsta tímabili. Hvort við náum að spila eins vel verður síðan bara að koma í ljós,“ sagði Robertson. Tímabilið er þó ekki alveg búið hjá Liverpool liðinu sem mætir Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Madrid 1. júní næstkomandi. „Við eigum eftir að spila úrslitaleikinn í Meistaradeildinni. Við höfum núna gleymt öllu öðru. Ef við vinnum Meistaradeildina þá mun enginn vera að velta sér upp úr því að við enduðum í öðru sæti deildinni,“ sagði Robertson. „Það hafa verið hægðir og lægðir á þessari leiktíð. Ég er líka viss um að við höfum lært mikið af þeim. Við töpuðum naumlega á móti heimsklassa liði. 97 stig myndu vinna á öllum öðrum árum nema einu. Við verðum bara að halda áfram að banka á dyrnar,“ sagði Robertson. Andy Robertson var ekki fæddur þegar Liverpool vann síðast Englandsmeistaratitilinn fyrir 29 árum síðan. Það voru enn fjögur ár í það að þessi skemmtilegi bakvörður kæmi í heiminn. Andy Robertson var aftur á móti ellefu ára gamall strákur í Glasgow þegar Liverpool vann síðast Meistaradeildina vorið 2005. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira
Andy Robertson átti frábært tímabil með Liverpool í vinstri bakverðinum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í vetur og hann er sannfærður um meiri velgengni hjá Liverpool liðinu á næstu árum. Robertson er viss um að Liverpool liðið er komið til að vera í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Úrslitin réðust ekki fyrr en í lokaumferðinni og um tíma í henni sat Liverpool í efsta sætinu. Manchester City skoraði þá fjögur mörk á móti Brighton og tryggði sér Englandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Liverpool endaði með 97 stig sem er það mesta sem félag í bestu fimm deildum Evrópu hefur náð án þess að vinna titilinn. „Við erum samheldinn og þéttur hópur af ungum mönnum,“ sagði hinn 25 ára gamli Andy Robertson við BBC. Já það er góður aldur flestra lykilmanna liðsins sem ættu að gera næstu ár spennandi. „Vonandi verðum við hér í mörg ár og á næst ári ættum við að vera betra lið þegar kemur að þroska og reynslu,“ sagði Robertson.Liverpool's Andy Robertson says Manchester City know Liverpool are "here to stay". "We will go into next season as strong as ever."https://t.co/QRfgy2kETr#lfc#mcfc#bbcfootballpic.twitter.com/5vK5PQWvrU — BBC Sport (@BBCSport) May 14, 2019„Manchester City menn vita að við erum komnir til að vera í titilbaráttunni. Við vitum samt að þeir verða þarna líka á næsta ári því þeir eru ótrúlegir,“ sagði Andy Robertson. „Nú krossar maður bara fingurna og vonar að enginn fari frá okkur. Við verðum sterkari en aldrei fyrr þegar við förum inn í næsta tímabili. Hvort við náum að spila eins vel verður síðan bara að koma í ljós,“ sagði Robertson. Tímabilið er þó ekki alveg búið hjá Liverpool liðinu sem mætir Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Madrid 1. júní næstkomandi. „Við eigum eftir að spila úrslitaleikinn í Meistaradeildinni. Við höfum núna gleymt öllu öðru. Ef við vinnum Meistaradeildina þá mun enginn vera að velta sér upp úr því að við enduðum í öðru sæti deildinni,“ sagði Robertson. „Það hafa verið hægðir og lægðir á þessari leiktíð. Ég er líka viss um að við höfum lært mikið af þeim. Við töpuðum naumlega á móti heimsklassa liði. 97 stig myndu vinna á öllum öðrum árum nema einu. Við verðum bara að halda áfram að banka á dyrnar,“ sagði Robertson. Andy Robertson var ekki fæddur þegar Liverpool vann síðast Englandsmeistaratitilinn fyrir 29 árum síðan. Það voru enn fjögur ár í það að þessi skemmtilegi bakvörður kæmi í heiminn. Andy Robertson var aftur á móti ellefu ára gamall strákur í Glasgow þegar Liverpool vann síðast Meistaradeildina vorið 2005.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira