„Manchester City veit að Liverpool er komið til að vera“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2019 16:45 Andy Robertson fagnar marki með Virgil van Dijk,. Sadio Mane og fleirum úr Liverpool liðinu. Getty/Clive Brunskill Andy Robertson átti frábært tímabil með Liverpool í vinstri bakverðinum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í vetur og hann er sannfærður um meiri velgengni hjá Liverpool liðinu á næstu árum. Robertson er viss um að Liverpool liðið er komið til að vera í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Úrslitin réðust ekki fyrr en í lokaumferðinni og um tíma í henni sat Liverpool í efsta sætinu. Manchester City skoraði þá fjögur mörk á móti Brighton og tryggði sér Englandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Liverpool endaði með 97 stig sem er það mesta sem félag í bestu fimm deildum Evrópu hefur náð án þess að vinna titilinn. „Við erum samheldinn og þéttur hópur af ungum mönnum,“ sagði hinn 25 ára gamli Andy Robertson við BBC. Já það er góður aldur flestra lykilmanna liðsins sem ættu að gera næstu ár spennandi. „Vonandi verðum við hér í mörg ár og á næst ári ættum við að vera betra lið þegar kemur að þroska og reynslu,“ sagði Robertson.Liverpool's Andy Robertson says Manchester City know Liverpool are "here to stay". "We will go into next season as strong as ever."https://t.co/QRfgy2kETr#lfc#mcfc#bbcfootballpic.twitter.com/5vK5PQWvrU — BBC Sport (@BBCSport) May 14, 2019„Manchester City menn vita að við erum komnir til að vera í titilbaráttunni. Við vitum samt að þeir verða þarna líka á næsta ári því þeir eru ótrúlegir,“ sagði Andy Robertson. „Nú krossar maður bara fingurna og vonar að enginn fari frá okkur. Við verðum sterkari en aldrei fyrr þegar við förum inn í næsta tímabili. Hvort við náum að spila eins vel verður síðan bara að koma í ljós,“ sagði Robertson. Tímabilið er þó ekki alveg búið hjá Liverpool liðinu sem mætir Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Madrid 1. júní næstkomandi. „Við eigum eftir að spila úrslitaleikinn í Meistaradeildinni. Við höfum núna gleymt öllu öðru. Ef við vinnum Meistaradeildina þá mun enginn vera að velta sér upp úr því að við enduðum í öðru sæti deildinni,“ sagði Robertson. „Það hafa verið hægðir og lægðir á þessari leiktíð. Ég er líka viss um að við höfum lært mikið af þeim. Við töpuðum naumlega á móti heimsklassa liði. 97 stig myndu vinna á öllum öðrum árum nema einu. Við verðum bara að halda áfram að banka á dyrnar,“ sagði Robertson. Andy Robertson var ekki fæddur þegar Liverpool vann síðast Englandsmeistaratitilinn fyrir 29 árum síðan. Það voru enn fjögur ár í það að þessi skemmtilegi bakvörður kæmi í heiminn. Andy Robertson var aftur á móti ellefu ára gamall strákur í Glasgow þegar Liverpool vann síðast Meistaradeildina vorið 2005. Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Sjá meira
Andy Robertson átti frábært tímabil með Liverpool í vinstri bakverðinum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í vetur og hann er sannfærður um meiri velgengni hjá Liverpool liðinu á næstu árum. Robertson er viss um að Liverpool liðið er komið til að vera í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Úrslitin réðust ekki fyrr en í lokaumferðinni og um tíma í henni sat Liverpool í efsta sætinu. Manchester City skoraði þá fjögur mörk á móti Brighton og tryggði sér Englandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Liverpool endaði með 97 stig sem er það mesta sem félag í bestu fimm deildum Evrópu hefur náð án þess að vinna titilinn. „Við erum samheldinn og þéttur hópur af ungum mönnum,“ sagði hinn 25 ára gamli Andy Robertson við BBC. Já það er góður aldur flestra lykilmanna liðsins sem ættu að gera næstu ár spennandi. „Vonandi verðum við hér í mörg ár og á næst ári ættum við að vera betra lið þegar kemur að þroska og reynslu,“ sagði Robertson.Liverpool's Andy Robertson says Manchester City know Liverpool are "here to stay". "We will go into next season as strong as ever."https://t.co/QRfgy2kETr#lfc#mcfc#bbcfootballpic.twitter.com/5vK5PQWvrU — BBC Sport (@BBCSport) May 14, 2019„Manchester City menn vita að við erum komnir til að vera í titilbaráttunni. Við vitum samt að þeir verða þarna líka á næsta ári því þeir eru ótrúlegir,“ sagði Andy Robertson. „Nú krossar maður bara fingurna og vonar að enginn fari frá okkur. Við verðum sterkari en aldrei fyrr þegar við förum inn í næsta tímabili. Hvort við náum að spila eins vel verður síðan bara að koma í ljós,“ sagði Robertson. Tímabilið er þó ekki alveg búið hjá Liverpool liðinu sem mætir Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Madrid 1. júní næstkomandi. „Við eigum eftir að spila úrslitaleikinn í Meistaradeildinni. Við höfum núna gleymt öllu öðru. Ef við vinnum Meistaradeildina þá mun enginn vera að velta sér upp úr því að við enduðum í öðru sæti deildinni,“ sagði Robertson. „Það hafa verið hægðir og lægðir á þessari leiktíð. Ég er líka viss um að við höfum lært mikið af þeim. Við töpuðum naumlega á móti heimsklassa liði. 97 stig myndu vinna á öllum öðrum árum nema einu. Við verðum bara að halda áfram að banka á dyrnar,“ sagði Robertson. Andy Robertson var ekki fæddur þegar Liverpool vann síðast Englandsmeistaratitilinn fyrir 29 árum síðan. Það voru enn fjögur ár í það að þessi skemmtilegi bakvörður kæmi í heiminn. Andy Robertson var aftur á móti ellefu ára gamall strákur í Glasgow þegar Liverpool vann síðast Meistaradeildina vorið 2005.
Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Sjá meira