Sýrlenskir flóttamenn á leið á Hvammstanga Kjartan Kjartansson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 14. maí 2019 21:18 Tuttugu og þrír sýrlenskir flóttamenn komu til landsins síðdegis í dag, tíu fullorðnir og þrettán börn, og kemur annar eins fjöldi til landsins á morgun. Fólkið hefur dvalið í flóttamannabúðum í Líbanon undanfarin ár en flytur nú á Hvammstanga og Blönduós. Hópurinn sem kom í dag, kom við á veitingastað í Grafarvogi áður en haldið var áfram til Hvammstanga. Ferð flóttafólksins til Íslands gekk eftir áætlun að sögn Lindu Rósar Alfreðsdóttur, sérfræðings hjá velferðarráðuneytinu. Þau lögðu af stað frá Beirút í Líbanon klukkan fjögur í morgun og flugu í gegnum Tyrkland og Finnland. Íslensk stjórnvöld taka á móti 75 flóttamönnum á þessu ári. Tuttugu Sýrlendingar til viðbótar koma á morgun en sá hópur fer til Blönduóss. Í september koma fleiri hópar sem setjast að á Seltjarnarnesi, í Garðabæ og fleiri sveitarfélögum. „Það eru örugglega mjög blendnar tilfinningar. Það er ávallt erfitt að þurfa að yfirgefa landið sitt og þau eru búin að vera núna í tæp fimm ár í Líbanon en vilja mjög gjarnan eiga framtíð fyrir börnin sín og þetta er tækifæri sem þau fá. Þetta er auðvitað kannski nýr kafli í lífi þeirra. Það er margt auðvitað spennandi en auðvitað eru þau einnig kvíðin. Þetta tekur sinn tíma að setjast að í nýju samfélagi,“ sagði Linda Rós í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Flóttafólk á Íslandi Húnaþing vestra Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Tuttugu og þrír sýrlenskir flóttamenn komu til landsins síðdegis í dag, tíu fullorðnir og þrettán börn, og kemur annar eins fjöldi til landsins á morgun. Fólkið hefur dvalið í flóttamannabúðum í Líbanon undanfarin ár en flytur nú á Hvammstanga og Blönduós. Hópurinn sem kom í dag, kom við á veitingastað í Grafarvogi áður en haldið var áfram til Hvammstanga. Ferð flóttafólksins til Íslands gekk eftir áætlun að sögn Lindu Rósar Alfreðsdóttur, sérfræðings hjá velferðarráðuneytinu. Þau lögðu af stað frá Beirút í Líbanon klukkan fjögur í morgun og flugu í gegnum Tyrkland og Finnland. Íslensk stjórnvöld taka á móti 75 flóttamönnum á þessu ári. Tuttugu Sýrlendingar til viðbótar koma á morgun en sá hópur fer til Blönduóss. Í september koma fleiri hópar sem setjast að á Seltjarnarnesi, í Garðabæ og fleiri sveitarfélögum. „Það eru örugglega mjög blendnar tilfinningar. Það er ávallt erfitt að þurfa að yfirgefa landið sitt og þau eru búin að vera núna í tæp fimm ár í Líbanon en vilja mjög gjarnan eiga framtíð fyrir börnin sín og þetta er tækifæri sem þau fá. Þetta er auðvitað kannski nýr kafli í lífi þeirra. Það er margt auðvitað spennandi en auðvitað eru þau einnig kvíðin. Þetta tekur sinn tíma að setjast að í nýju samfélagi,“ sagði Linda Rós í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Flóttafólk á Íslandi Húnaþing vestra Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira