Segir Skota þurfa að taka völdin á ný Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. apríl 2019 09:00 Nicola Sturgeon, leiðtogi SNP. Fréttablaðið/Ernir Breskt þingræði er í lamasessi og því þurfa Skotar sjálfir að taka ákvörðun um framtíð þjóðarinnar. Þetta sagði Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins (SNP) og fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, á landsfundi flokksins í gær. „Atburðarás síðustu þriggja ára hefur leitt það í ljós, og það er hafið yfir allan vafa, að í augum Skotlands er Westminster-kerfið ekki að virka,“ hafði Reuters eftir Sturgeon. Skoski leiðtoginn bætti því svo við að nú væri það undir SNP komið að afla meiri stuðnings fyrir sjálfstæði. „Og að tryggja það að stjórnvöld í Westminster geti ekki staðið í vegi fyrir rétti Skota til þess að taka þessa ákvörðun.“ Stuðningur við sjálfstætt Skotland er nú sá mesti frá árinu 2015, samkvæmt nýrri könnun YouGov. Alls segjast 49 prósent Skota vilja lýsa yfir sjálfstæði frá Bretlandi. 51 prósent er andvígt sjálfstæði og munurinn því afar lítill. Ef litið er til könnunar YouGov frá því í júní í fyrra má sjá að staðan hefur breyst nokkuð. Þá sögðust 45 prósent fylgjandi sjálfstæði en 55 prósent sögðu nei. Greinendur YouGov vilja meina að hægt sé að rekja þessa þróun til sívaxandi óánægju Skota með gang mála í útgöngumálum, en meirihluti Skota lagðist gegn útgöngu úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Skotland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Breskt þingræði er í lamasessi og því þurfa Skotar sjálfir að taka ákvörðun um framtíð þjóðarinnar. Þetta sagði Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins (SNP) og fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, á landsfundi flokksins í gær. „Atburðarás síðustu þriggja ára hefur leitt það í ljós, og það er hafið yfir allan vafa, að í augum Skotlands er Westminster-kerfið ekki að virka,“ hafði Reuters eftir Sturgeon. Skoski leiðtoginn bætti því svo við að nú væri það undir SNP komið að afla meiri stuðnings fyrir sjálfstæði. „Og að tryggja það að stjórnvöld í Westminster geti ekki staðið í vegi fyrir rétti Skota til þess að taka þessa ákvörðun.“ Stuðningur við sjálfstætt Skotland er nú sá mesti frá árinu 2015, samkvæmt nýrri könnun YouGov. Alls segjast 49 prósent Skota vilja lýsa yfir sjálfstæði frá Bretlandi. 51 prósent er andvígt sjálfstæði og munurinn því afar lítill. Ef litið er til könnunar YouGov frá því í júní í fyrra má sjá að staðan hefur breyst nokkuð. Þá sögðust 45 prósent fylgjandi sjálfstæði en 55 prósent sögðu nei. Greinendur YouGov vilja meina að hægt sé að rekja þessa þróun til sívaxandi óánægju Skota með gang mála í útgöngumálum, en meirihluti Skota lagðist gegn útgöngu úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Skotland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira