Leti oftast ástæðan fyrir því að ökumenn skafa ekki rúður Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2019 20:54 Hægt er að sekta ökumenn sem skafa ekki nægilega af rúðum eða ljósum bíla sinna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Algengasta ástæðan sem ökumenn sem skafa ekki snjó af rúðum bíla sinna gefa upp fyrir því er leti, að sögn sérfræðings tryggingafélagsins VÍS í forvörnum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann á Hringbraut í morgun og skikkaði hann til að skafa. Fréttin af ökumanninum kom fast á hæla annarrar af bíl með allar rúður þaktar snjó sem var ekið fram hjá Háteigsskóla í gær. Ökumaðurinn hafði aðeins skafið lítið gægjugat á fram- og afturrúðu bílsins til að sjá út. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur VÍS í forvörnum einstaklinga, að í flestum tilfellum gefi ökumenn upp þá ástæðu að þeir hafi annað hvort ekki nennt eða viljað gefa sér tíma til að skafa af bílum sínum. „Gegnumgangandi er það bara ástæðan,“ sagði hún. Benti Sigrún á að hægt væri að sekta ökumenn fyrir að tryggja ekki að nægilegt útsýni sé út um glugga bifreiðar þeirra eða sýnileika ljósa. Ökumenn séu sérstaklega gjarnir á að sleppa því að skafa af ljósum bíla sinna. Tvímælalaust sé hægt að tengja óhöpp og slys við að ökumenn hafi ekki skafið nægilega vel af bílrúðum. Það eigi ekki aðeins við um snjó heldur líka móðu á rúðum sem byrgi ökumönnum sýn. „Auðvitað geta verið þannig aðstæður að þú þarft að hafa fyrir að taka þetta en það skiptir ótrúlega miklu máli að þú sjáir bílana í kringum þig og líka bara gangandi og hjólandi vegfarendur,“ sagði Sigrún. Fagnaði hún því að lögreglan hefði skikkað ökumanninn til að skafa á Hringbrautinni í morgun. „Ef ekkert slíkt er gert þá eru bara auknar líkur á að fólk láti þetta við gangast og taki ekki allan hringinn af rúðunum,“ sagði Sigrún. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er rosalegt“ Foreldrar sem eiga börn í Háteigsskóla hafa um nokkurt skeið reynt að vekja athygli á því að ökumenn keyri of hratt í námunda við Háteigsskóla þar sem börn eru á ferli. Andrea segir að hún hafi margsinnis séð ökumenn keyra of hratt en að þessi ökumaður, sem hafði nánast ekkert útsýni, hafi slegið öll met í kæruleysi. 21. janúar 2019 23:08 Skikkaður til að skafa og olli umferðarteppu á Hringbraut Umferðin á höfuðborgarsvæðinu gekk afar hægt í morgun en snjó hefur kyngt niður síðan í gær. 22. janúar 2019 10:32 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Algengasta ástæðan sem ökumenn sem skafa ekki snjó af rúðum bíla sinna gefa upp fyrir því er leti, að sögn sérfræðings tryggingafélagsins VÍS í forvörnum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann á Hringbraut í morgun og skikkaði hann til að skafa. Fréttin af ökumanninum kom fast á hæla annarrar af bíl með allar rúður þaktar snjó sem var ekið fram hjá Háteigsskóla í gær. Ökumaðurinn hafði aðeins skafið lítið gægjugat á fram- og afturrúðu bílsins til að sjá út. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur VÍS í forvörnum einstaklinga, að í flestum tilfellum gefi ökumenn upp þá ástæðu að þeir hafi annað hvort ekki nennt eða viljað gefa sér tíma til að skafa af bílum sínum. „Gegnumgangandi er það bara ástæðan,“ sagði hún. Benti Sigrún á að hægt væri að sekta ökumenn fyrir að tryggja ekki að nægilegt útsýni sé út um glugga bifreiðar þeirra eða sýnileika ljósa. Ökumenn séu sérstaklega gjarnir á að sleppa því að skafa af ljósum bíla sinna. Tvímælalaust sé hægt að tengja óhöpp og slys við að ökumenn hafi ekki skafið nægilega vel af bílrúðum. Það eigi ekki aðeins við um snjó heldur líka móðu á rúðum sem byrgi ökumönnum sýn. „Auðvitað geta verið þannig aðstæður að þú þarft að hafa fyrir að taka þetta en það skiptir ótrúlega miklu máli að þú sjáir bílana í kringum þig og líka bara gangandi og hjólandi vegfarendur,“ sagði Sigrún. Fagnaði hún því að lögreglan hefði skikkað ökumanninn til að skafa á Hringbrautinni í morgun. „Ef ekkert slíkt er gert þá eru bara auknar líkur á að fólk láti þetta við gangast og taki ekki allan hringinn af rúðunum,“ sagði Sigrún.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er rosalegt“ Foreldrar sem eiga börn í Háteigsskóla hafa um nokkurt skeið reynt að vekja athygli á því að ökumenn keyri of hratt í námunda við Háteigsskóla þar sem börn eru á ferli. Andrea segir að hún hafi margsinnis séð ökumenn keyra of hratt en að þessi ökumaður, sem hafði nánast ekkert útsýni, hafi slegið öll met í kæruleysi. 21. janúar 2019 23:08 Skikkaður til að skafa og olli umferðarteppu á Hringbraut Umferðin á höfuðborgarsvæðinu gekk afar hægt í morgun en snjó hefur kyngt niður síðan í gær. 22. janúar 2019 10:32 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er rosalegt“ Foreldrar sem eiga börn í Háteigsskóla hafa um nokkurt skeið reynt að vekja athygli á því að ökumenn keyri of hratt í námunda við Háteigsskóla þar sem börn eru á ferli. Andrea segir að hún hafi margsinnis séð ökumenn keyra of hratt en að þessi ökumaður, sem hafði nánast ekkert útsýni, hafi slegið öll met í kæruleysi. 21. janúar 2019 23:08
Skikkaður til að skafa og olli umferðarteppu á Hringbraut Umferðin á höfuðborgarsvæðinu gekk afar hægt í morgun en snjó hefur kyngt niður síðan í gær. 22. janúar 2019 10:32