Frank Lampard gæti orðið næsti stjóri Chelsea Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2019 10:00 Frank Lampard fagnar góðum sigri Derby í vetur. Getty/Stephen Pond Frank Lampard gæti verið á leiðinni aftur á Stamford Bridge ef marka má slúðrið í enskum fjölmiðlum í morgun. Eftir dapurt gengi að undanförnu er talið nokkuð ljóst að Ítalinn Maurizio Sarri fá ekki að stýra Chelsea liðinu mikið lengur. Liðið er bara í sjötta sæti í ensku deildinni en eina vonin um titil á tímabilinu og jafnvel sæti í Meistaradeildinni er að vinna Evrópudeildina þar sem liðið er komið í átta liða úrslit. Ensku blöðin eru því strax farin að velta sér upp úr hver fái starfið hans Maurizio Sarri í sumar. Í morgun slær Sun því upp að þeir Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, og Frank Lampard, stjóri Derby, séu efstir á óskalistanum hjá Chelsea.Derby County fans look away now! Could Frank Lampard be returning to Chelsea sooner than expected? It's in the latest football gossip ⬇https://t.co/Dy6USeuJq3pic.twitter.com/5U7hb2jK1x — BBC Sport (@BBCSport) March 22, 2019Frank Lampard er fertugur og tók við liði Derby County í maí í fyrra. Lampard gerði þá þriggja ára samning við félagið. Derby er eins og er í 8. sæti í ensku b-deildinni en á leik inni á liðin fyrir ofan sem eru jafnframt aðeins með stigi meira en lærisveinar Lampard. Lampard gæti því komist í umspilið um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Frank Lampard er ein af stærstu goðsögnum í sögu Chelsea og væri örugglega mjög vinsæll kostur meðal stuðningsmanna félagsins. Lampard er markahæsti leikmaður Chelsea frá upphafi með 211 mörk í keppnisleikjum fyrir félagið frá 2001 til 2014. Hann er jafnframt sá fjórði leikjahæsti með 648 leiki. Frank Lampard vann þrettán titla með Chelsea þar af ensku deildina þrisvar sinnum (2005, 2006, 2010), enska bikarinn fjórum sinnum (2007, 2009, 2010, 2012) og þá vann hann bæði Meistaradeildina (2012) og Evrópudeildina (2013) með Chelsea. Nuno Espirito Santo hefur á móti gert frábæra hluti með lið Wolves á þeirra fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er í sjöunda sæti í deildinni og tryggði sér á dögunum sæti í undanúrslitum enska bikarsins með sigri á Manchester United. Úlfarnir hafa náð í 4 stig á móti Chelsea í tveimur deildarleikjum liðanna í vetur en Wolves vann 2-1 á heimavelli og gerði svo 1-1 jafntefli á Stamford Bridge fyrr í þessum mánuði. Enski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira
Frank Lampard gæti verið á leiðinni aftur á Stamford Bridge ef marka má slúðrið í enskum fjölmiðlum í morgun. Eftir dapurt gengi að undanförnu er talið nokkuð ljóst að Ítalinn Maurizio Sarri fá ekki að stýra Chelsea liðinu mikið lengur. Liðið er bara í sjötta sæti í ensku deildinni en eina vonin um titil á tímabilinu og jafnvel sæti í Meistaradeildinni er að vinna Evrópudeildina þar sem liðið er komið í átta liða úrslit. Ensku blöðin eru því strax farin að velta sér upp úr hver fái starfið hans Maurizio Sarri í sumar. Í morgun slær Sun því upp að þeir Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, og Frank Lampard, stjóri Derby, séu efstir á óskalistanum hjá Chelsea.Derby County fans look away now! Could Frank Lampard be returning to Chelsea sooner than expected? It's in the latest football gossip ⬇https://t.co/Dy6USeuJq3pic.twitter.com/5U7hb2jK1x — BBC Sport (@BBCSport) March 22, 2019Frank Lampard er fertugur og tók við liði Derby County í maí í fyrra. Lampard gerði þá þriggja ára samning við félagið. Derby er eins og er í 8. sæti í ensku b-deildinni en á leik inni á liðin fyrir ofan sem eru jafnframt aðeins með stigi meira en lærisveinar Lampard. Lampard gæti því komist í umspilið um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Frank Lampard er ein af stærstu goðsögnum í sögu Chelsea og væri örugglega mjög vinsæll kostur meðal stuðningsmanna félagsins. Lampard er markahæsti leikmaður Chelsea frá upphafi með 211 mörk í keppnisleikjum fyrir félagið frá 2001 til 2014. Hann er jafnframt sá fjórði leikjahæsti með 648 leiki. Frank Lampard vann þrettán titla með Chelsea þar af ensku deildina þrisvar sinnum (2005, 2006, 2010), enska bikarinn fjórum sinnum (2007, 2009, 2010, 2012) og þá vann hann bæði Meistaradeildina (2012) og Evrópudeildina (2013) með Chelsea. Nuno Espirito Santo hefur á móti gert frábæra hluti með lið Wolves á þeirra fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er í sjöunda sæti í deildinni og tryggði sér á dögunum sæti í undanúrslitum enska bikarsins með sigri á Manchester United. Úlfarnir hafa náð í 4 stig á móti Chelsea í tveimur deildarleikjum liðanna í vetur en Wolves vann 2-1 á heimavelli og gerði svo 1-1 jafntefli á Stamford Bridge fyrr í þessum mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira