Karlmaður lést í vikunni vegna ofskammts af kókaíni í æð Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. nóvember 2019 19:00 Karlmaður á fertugsaldri lést í vikunni eftir að hafa verið sprautaður með kókaíni í æð. Lögregla og læknar á Vogi merkja fjölgun þeirra sem sprauta sig með efninu. Maðurinn fannst meðvitundarlaus á gangi Hótel sögu síðustu helgi. Maðurinn, sem var langt leiddur fíkill, var ekki gestur hótelsins. Annar maður sem hafði verið með honum tilkynnti starfsmönnum hótelsins um ástand hans. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en hann lést í vikunni og er talið að rekja megi andlátið til þess að hann hafi fengið kókaíni í æð.Uppfært: Ingi Freyr Ágústsson, réttargæslumaður mannsins sem um ræðir, segir myndbandsupptöku af atvikinu sýna að hinn maðurinn hafi sprautað þann sem lést. Þar að auki hafi hann dregið að láta vita af manninum eftir að ljóst var að hann hafi fengið of stóran skammt. Fyrirsögn og frétt hefur verið breytt með tilliti til þessa.Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að fólk sprauti sig til með kókaíni í auknum mæliKarl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, staðfestir að mál af þessum toga hafi komið upp á hóteli í miðborginni. Eins og fjallað hefur verið um hefur kókaínneysla á Íslandi aukist mikið að undanförnu. Þar að auki er efnið sterkara og hreinna. Karl Steinar segir að lögregla merki breytingu í neyslumynstrinu, fólk sprauti sig til að mynda með efninu í auknum mæli.Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir að hlutfall þeirra sem sprauti vímuefnum í æð hafi aukist síðustu árValgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi tekur í sama streng. „Í gegnum tíðina hefur þetta verið tekið í nefnið en fólk er líka að fikta við það að reykja kókaín og sprauta því í æð líka. Þannig það er breytt mynstur,“ segir Valgerður. Hlutfall þeirra sem spauti vímuefnum í æð hafi því miður aukist síðustu ár. 23 prósent sjúklinga á Vogi árið 2015 höfðu greinst með sprautufíkn eða 363 einstaklingar. Þeir voru orðnir 26 prósent í fyrra, eða 443 einstaklingar. Flestir sprauti örvandi vímuefnum í æð. „Það er amfetamín og síðan kókaín og það er orðin stærri hluti af þessum örvandi lyfjafíknarfaraldri hjá okkur síðustu árin,“ segir Valgerður. Það sé mikil lífshætta sem fylgi því að sprauta vímuefnum í æð. „Kókaínið getur valdið spasma í æðum og líkt eftir kransæðastíflu og valdið hjartsláttartruflunum. Það náttúrulega setur allt kerfið hratt af stað og er örvandi á líffærakerfið,“ segir Valgerður. Fíkn Lögreglumál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri lést í vikunni eftir að hafa verið sprautaður með kókaíni í æð. Lögregla og læknar á Vogi merkja fjölgun þeirra sem sprauta sig með efninu. Maðurinn fannst meðvitundarlaus á gangi Hótel sögu síðustu helgi. Maðurinn, sem var langt leiddur fíkill, var ekki gestur hótelsins. Annar maður sem hafði verið með honum tilkynnti starfsmönnum hótelsins um ástand hans. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en hann lést í vikunni og er talið að rekja megi andlátið til þess að hann hafi fengið kókaíni í æð.Uppfært: Ingi Freyr Ágústsson, réttargæslumaður mannsins sem um ræðir, segir myndbandsupptöku af atvikinu sýna að hinn maðurinn hafi sprautað þann sem lést. Þar að auki hafi hann dregið að láta vita af manninum eftir að ljóst var að hann hafi fengið of stóran skammt. Fyrirsögn og frétt hefur verið breytt með tilliti til þessa.Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að fólk sprauti sig til með kókaíni í auknum mæliKarl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, staðfestir að mál af þessum toga hafi komið upp á hóteli í miðborginni. Eins og fjallað hefur verið um hefur kókaínneysla á Íslandi aukist mikið að undanförnu. Þar að auki er efnið sterkara og hreinna. Karl Steinar segir að lögregla merki breytingu í neyslumynstrinu, fólk sprauti sig til að mynda með efninu í auknum mæli.Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir að hlutfall þeirra sem sprauti vímuefnum í æð hafi aukist síðustu árValgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi tekur í sama streng. „Í gegnum tíðina hefur þetta verið tekið í nefnið en fólk er líka að fikta við það að reykja kókaín og sprauta því í æð líka. Þannig það er breytt mynstur,“ segir Valgerður. Hlutfall þeirra sem spauti vímuefnum í æð hafi því miður aukist síðustu ár. 23 prósent sjúklinga á Vogi árið 2015 höfðu greinst með sprautufíkn eða 363 einstaklingar. Þeir voru orðnir 26 prósent í fyrra, eða 443 einstaklingar. Flestir sprauti örvandi vímuefnum í æð. „Það er amfetamín og síðan kókaín og það er orðin stærri hluti af þessum örvandi lyfjafíknarfaraldri hjá okkur síðustu árin,“ segir Valgerður. Það sé mikil lífshætta sem fylgi því að sprauta vímuefnum í æð. „Kókaínið getur valdið spasma í æðum og líkt eftir kransæðastíflu og valdið hjartsláttartruflunum. Það náttúrulega setur allt kerfið hratt af stað og er örvandi á líffærakerfið,“ segir Valgerður.
Fíkn Lögreglumál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira