Þyngdi dóm yfir manni vegna banaslyss á Öxnadalsheiði Sylvía Hall skrifar 16. febrúar 2019 10:50 Frá vettvangi slyssins. RNSA Landsréttur þyngdi í gær dóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir að hafa valdið banaslysi á Öxnadalsheiði sumarið 2016 og dæmdi ákærða í níu mánaða fangelsi. Maðurinn hafði verið dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra í febrúar 2018 en þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir. Slysið sem um ræðir átti sér stað þann 24. júní árið 2016 en maðurinn olli þá þriggja bíla árekstri á Norðurlandsvegi á Öxnadalsheiði þar sem hann ók bíl sínum undir áhrifum deyfandi lyfja og var niðurstaða lyfjarannsóknar sú að ökumaðurinn hafi ekki verið hæfur til þess að stjórna ökutæki. Áreksturinn varð með þeim hætti að maðurinn ók aftan á bíl sem ekið var í sömu átt með þeim afleiðingum að fremri bíllinn kastaðist framan á smárútu sem ekið var í gagnstæða átt. Ökumaður bifreiðarinnar, erlendur karlmaður á sjötugsaldri, lést nær samstundis. Kona á sjötugsaldri, farþegi í smárútunni, hlaut afrifubrot á nærhluta nærkjúku þumals. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að veður hafi verið gott þegar slysið varð, lítill vindur, bjart og þurrt. Vitni sem óku sömu leið lýstu því að maðurinn hafi ekið gáleysislega fram úr öðrum bílum og verið á miklum hraða. Niðurstaða harðaútreiknings bendir til þess að hraði bifreiðarinnar hafi verið um 144 kílómetrar á klukkustund rétt fyrir slysið. Ákærði játaði brot sitt og þótti nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi. Með vísan til forsendna í hinum áfrýjaða dómi þótti hæfileg refsing vera níu mánaða fangelsi og ekki efni til að binda refsinguna skilorði. Þá var ökumaðurinn jafnframt sviptur ökuréttindum. Dómsmál Samgönguslys Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Sjá meira
Landsréttur þyngdi í gær dóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir að hafa valdið banaslysi á Öxnadalsheiði sumarið 2016 og dæmdi ákærða í níu mánaða fangelsi. Maðurinn hafði verið dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra í febrúar 2018 en þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir. Slysið sem um ræðir átti sér stað þann 24. júní árið 2016 en maðurinn olli þá þriggja bíla árekstri á Norðurlandsvegi á Öxnadalsheiði þar sem hann ók bíl sínum undir áhrifum deyfandi lyfja og var niðurstaða lyfjarannsóknar sú að ökumaðurinn hafi ekki verið hæfur til þess að stjórna ökutæki. Áreksturinn varð með þeim hætti að maðurinn ók aftan á bíl sem ekið var í sömu átt með þeim afleiðingum að fremri bíllinn kastaðist framan á smárútu sem ekið var í gagnstæða átt. Ökumaður bifreiðarinnar, erlendur karlmaður á sjötugsaldri, lést nær samstundis. Kona á sjötugsaldri, farþegi í smárútunni, hlaut afrifubrot á nærhluta nærkjúku þumals. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að veður hafi verið gott þegar slysið varð, lítill vindur, bjart og þurrt. Vitni sem óku sömu leið lýstu því að maðurinn hafi ekið gáleysislega fram úr öðrum bílum og verið á miklum hraða. Niðurstaða harðaútreiknings bendir til þess að hraði bifreiðarinnar hafi verið um 144 kílómetrar á klukkustund rétt fyrir slysið. Ákærði játaði brot sitt og þótti nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi. Með vísan til forsendna í hinum áfrýjaða dómi þótti hæfileg refsing vera níu mánaða fangelsi og ekki efni til að binda refsinguna skilorði. Þá var ökumaðurinn jafnframt sviptur ökuréttindum.
Dómsmál Samgönguslys Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Sjá meira