Þyngdi dóm yfir manni vegna banaslyss á Öxnadalsheiði Sylvía Hall skrifar 16. febrúar 2019 10:50 Frá vettvangi slyssins. RNSA Landsréttur þyngdi í gær dóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir að hafa valdið banaslysi á Öxnadalsheiði sumarið 2016 og dæmdi ákærða í níu mánaða fangelsi. Maðurinn hafði verið dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra í febrúar 2018 en þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir. Slysið sem um ræðir átti sér stað þann 24. júní árið 2016 en maðurinn olli þá þriggja bíla árekstri á Norðurlandsvegi á Öxnadalsheiði þar sem hann ók bíl sínum undir áhrifum deyfandi lyfja og var niðurstaða lyfjarannsóknar sú að ökumaðurinn hafi ekki verið hæfur til þess að stjórna ökutæki. Áreksturinn varð með þeim hætti að maðurinn ók aftan á bíl sem ekið var í sömu átt með þeim afleiðingum að fremri bíllinn kastaðist framan á smárútu sem ekið var í gagnstæða átt. Ökumaður bifreiðarinnar, erlendur karlmaður á sjötugsaldri, lést nær samstundis. Kona á sjötugsaldri, farþegi í smárútunni, hlaut afrifubrot á nærhluta nærkjúku þumals. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að veður hafi verið gott þegar slysið varð, lítill vindur, bjart og þurrt. Vitni sem óku sömu leið lýstu því að maðurinn hafi ekið gáleysislega fram úr öðrum bílum og verið á miklum hraða. Niðurstaða harðaútreiknings bendir til þess að hraði bifreiðarinnar hafi verið um 144 kílómetrar á klukkustund rétt fyrir slysið. Ákærði játaði brot sitt og þótti nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi. Með vísan til forsendna í hinum áfrýjaða dómi þótti hæfileg refsing vera níu mánaða fangelsi og ekki efni til að binda refsinguna skilorði. Þá var ökumaðurinn jafnframt sviptur ökuréttindum. Dómsmál Samgönguslys Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Landsréttur þyngdi í gær dóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir að hafa valdið banaslysi á Öxnadalsheiði sumarið 2016 og dæmdi ákærða í níu mánaða fangelsi. Maðurinn hafði verið dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra í febrúar 2018 en þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir. Slysið sem um ræðir átti sér stað þann 24. júní árið 2016 en maðurinn olli þá þriggja bíla árekstri á Norðurlandsvegi á Öxnadalsheiði þar sem hann ók bíl sínum undir áhrifum deyfandi lyfja og var niðurstaða lyfjarannsóknar sú að ökumaðurinn hafi ekki verið hæfur til þess að stjórna ökutæki. Áreksturinn varð með þeim hætti að maðurinn ók aftan á bíl sem ekið var í sömu átt með þeim afleiðingum að fremri bíllinn kastaðist framan á smárútu sem ekið var í gagnstæða átt. Ökumaður bifreiðarinnar, erlendur karlmaður á sjötugsaldri, lést nær samstundis. Kona á sjötugsaldri, farþegi í smárútunni, hlaut afrifubrot á nærhluta nærkjúku þumals. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að veður hafi verið gott þegar slysið varð, lítill vindur, bjart og þurrt. Vitni sem óku sömu leið lýstu því að maðurinn hafi ekið gáleysislega fram úr öðrum bílum og verið á miklum hraða. Niðurstaða harðaútreiknings bendir til þess að hraði bifreiðarinnar hafi verið um 144 kílómetrar á klukkustund rétt fyrir slysið. Ákærði játaði brot sitt og þótti nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi. Með vísan til forsendna í hinum áfrýjaða dómi þótti hæfileg refsing vera níu mánaða fangelsi og ekki efni til að binda refsinguna skilorði. Þá var ökumaðurinn jafnframt sviptur ökuréttindum.
Dómsmál Samgönguslys Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira