Segja þrjá úr innsta hring Maduro hafa samþykkt að hann þyrfti að fara frá Birgir Olgeirsson skrifar 30. apríl 2019 22:25 Nicolás Maduro og Vladimir Padrino. Vísir/Getty Þrír úr innsta hring forseta Venesúela eru sagðir hafa verið sammála stjórnarandstöðunni að koma þyrfti forsetanum frá völdum, en hafi síðar dregið í land.Þetta hefur fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC eftir bandarískum embættismönnum í kjölfar þess að leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Juan Guaidó, kallaði eftir aðstoð hersins í Venesúela við að steypa Nicolás Maduro af stóli. Mótmælendur þyrptust á götur höfuðborgarinnar Caracas í dag til að sýna ýmist Guaidó eða Maduro stuðning. Leiðtogara hersins í Venesúela eru sagðir standa með Maduro og saka Guaidó um tilraun til valdaráns. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, John Bolton, gat ekki fært neinar sannanir fyrir því að stuðningsmenn Maduro væru á barmi þess að yfirgefa hann. Elliot Abrams, erindreki Bandaríkjanna í Venesúela, hafði það sama að segja samkvæmt BBC. Varnarmálaráðherra Venesúela, Vladimir Padrino, birtist á skjám landsmanna Venesúela í dag umvafinn hermönnum þar sem hann ítrekaði stuðning við Maduro. Bolton heldur því hins vegar fram að Padrino hafi verið einn þeirra sem var viðloðinn viðræður við stjórnarandstöðuna fyrir þremur mánuðum. Nefndi Bolton einnig forseta Hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, og yfirmann öryggisliðs forsetans, Ivan Rafael Hernandez Dala. Bolton segir þessa þrjá hafa samþykkt að valdið yrði fært frá Maduro til Guaidó á friðsælan hátt. „Þeir samþykktu allir að Maduro þyrfti að fara,“ sagði Bolton á blaðamannafundi í Washington. Guaidó hefur notið stuðnings yfirvalda í Bandaríkjunum, Bretlandi og fjölda annarra þjóða, þar á meðal íslenskra yfirvalda, sem réttmætur leiðtogi Venesúela. Venesúela Tengdar fréttir Utanríkisráðherra gerir lítið úr uppreisninni Jorge Arreaza, utanríkisráðherra Venesúela, gerir lítið úr því að hópur hermanna hafi lýst sig í uppreisn gegn Nicolas Maduro, forseta landsins. 30. apríl 2019 15:44 Guaidó fer fyrir uppreisn hersins Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hvetur herinn til þess að rísa upp gegn Maduro forseta. 30. apríl 2019 11:06 Venesúela: Brynvörðum bílum ekið inn í hóp fólks Yfirvöld í Venesúela segjast hafa komið í veg fyrir tilraun til valdaráns á meðan Juan Guaidó segist vera á lokametrunum við að binda endi á valdatíð forsetans Nicolás Maduro. 30. apríl 2019 18:37 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Sjá meira
Þrír úr innsta hring forseta Venesúela eru sagðir hafa verið sammála stjórnarandstöðunni að koma þyrfti forsetanum frá völdum, en hafi síðar dregið í land.Þetta hefur fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC eftir bandarískum embættismönnum í kjölfar þess að leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Juan Guaidó, kallaði eftir aðstoð hersins í Venesúela við að steypa Nicolás Maduro af stóli. Mótmælendur þyrptust á götur höfuðborgarinnar Caracas í dag til að sýna ýmist Guaidó eða Maduro stuðning. Leiðtogara hersins í Venesúela eru sagðir standa með Maduro og saka Guaidó um tilraun til valdaráns. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, John Bolton, gat ekki fært neinar sannanir fyrir því að stuðningsmenn Maduro væru á barmi þess að yfirgefa hann. Elliot Abrams, erindreki Bandaríkjanna í Venesúela, hafði það sama að segja samkvæmt BBC. Varnarmálaráðherra Venesúela, Vladimir Padrino, birtist á skjám landsmanna Venesúela í dag umvafinn hermönnum þar sem hann ítrekaði stuðning við Maduro. Bolton heldur því hins vegar fram að Padrino hafi verið einn þeirra sem var viðloðinn viðræður við stjórnarandstöðuna fyrir þremur mánuðum. Nefndi Bolton einnig forseta Hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, og yfirmann öryggisliðs forsetans, Ivan Rafael Hernandez Dala. Bolton segir þessa þrjá hafa samþykkt að valdið yrði fært frá Maduro til Guaidó á friðsælan hátt. „Þeir samþykktu allir að Maduro þyrfti að fara,“ sagði Bolton á blaðamannafundi í Washington. Guaidó hefur notið stuðnings yfirvalda í Bandaríkjunum, Bretlandi og fjölda annarra þjóða, þar á meðal íslenskra yfirvalda, sem réttmætur leiðtogi Venesúela.
Venesúela Tengdar fréttir Utanríkisráðherra gerir lítið úr uppreisninni Jorge Arreaza, utanríkisráðherra Venesúela, gerir lítið úr því að hópur hermanna hafi lýst sig í uppreisn gegn Nicolas Maduro, forseta landsins. 30. apríl 2019 15:44 Guaidó fer fyrir uppreisn hersins Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hvetur herinn til þess að rísa upp gegn Maduro forseta. 30. apríl 2019 11:06 Venesúela: Brynvörðum bílum ekið inn í hóp fólks Yfirvöld í Venesúela segjast hafa komið í veg fyrir tilraun til valdaráns á meðan Juan Guaidó segist vera á lokametrunum við að binda endi á valdatíð forsetans Nicolás Maduro. 30. apríl 2019 18:37 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Sjá meira
Utanríkisráðherra gerir lítið úr uppreisninni Jorge Arreaza, utanríkisráðherra Venesúela, gerir lítið úr því að hópur hermanna hafi lýst sig í uppreisn gegn Nicolas Maduro, forseta landsins. 30. apríl 2019 15:44
Guaidó fer fyrir uppreisn hersins Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hvetur herinn til þess að rísa upp gegn Maduro forseta. 30. apríl 2019 11:06
Venesúela: Brynvörðum bílum ekið inn í hóp fólks Yfirvöld í Venesúela segjast hafa komið í veg fyrir tilraun til valdaráns á meðan Juan Guaidó segist vera á lokametrunum við að binda endi á valdatíð forsetans Nicolás Maduro. 30. apríl 2019 18:37