Sænskir betlarar þurfa betlaraleyfi Sylvía Hall skrifar 5. ágúst 2019 12:12 Betlarar geta verið sektaðir um allt að fimmtíu þúsund krónur hafi þeir ekki sótt um leyfi. Vísir/Getty Í bænum Eskilstuna í Svíþjóð hefur verið tekið upp á því að úthluta leyfum fyrir betlara sem hyggjast biðja fólk um pening á götum úti. Leyfið mun kosta 250 sænskar krónur sem jafngildir tæplega 3.200 íslenskum. Leyfið gildir í þrjá mánuði eftir útgáfu þess en til þess að fá slíkt leyfi þarf að framvísa gildum skilríkjum. Hægt er að sækja um það rafrænt eða á lögreglustöð í bænum. Þeir sem verða uppvísir að því að betla á götum Eskilstuna eiga yfir höfði sér sekt upp á 4.000 sænskar krónur, sem gera rúmlega fimmtíu þúsund íslenskar. Breytingarnar tóku gildi þann 1. ágúst síðastliðinn eftir margra ára undirbúningsferli og strax daginn eftir hafði lögreglu borist átta umsóknir að því er fram kemur á vef Aftonbladet. Daginn sem breytingarnar tóku gildi þurfti lögregla að hafa afskipti af þremur betlurum sem báðu um pening án leyfis. Tæplega sjötíu þúsund manns búa í bænum sem er staddur í 89 kílómetra fjarlægð vestur af Stokkhólmi. Breytingarnar hafa fengið blendin viðbrögð og segja sumir þær vera þess valdandi að glæpagengi gætu misnotað þær með því að borga fyrir leyfi fólks og síðar krefja það um peninginn sem safnaðist. Aðrir segja þetta vera spurningu um hvort betl ætti að viðgangast í velferðarríki á borð við Svíþjóð. Svíþjóð Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Sjá meira
Í bænum Eskilstuna í Svíþjóð hefur verið tekið upp á því að úthluta leyfum fyrir betlara sem hyggjast biðja fólk um pening á götum úti. Leyfið mun kosta 250 sænskar krónur sem jafngildir tæplega 3.200 íslenskum. Leyfið gildir í þrjá mánuði eftir útgáfu þess en til þess að fá slíkt leyfi þarf að framvísa gildum skilríkjum. Hægt er að sækja um það rafrænt eða á lögreglustöð í bænum. Þeir sem verða uppvísir að því að betla á götum Eskilstuna eiga yfir höfði sér sekt upp á 4.000 sænskar krónur, sem gera rúmlega fimmtíu þúsund íslenskar. Breytingarnar tóku gildi þann 1. ágúst síðastliðinn eftir margra ára undirbúningsferli og strax daginn eftir hafði lögreglu borist átta umsóknir að því er fram kemur á vef Aftonbladet. Daginn sem breytingarnar tóku gildi þurfti lögregla að hafa afskipti af þremur betlurum sem báðu um pening án leyfis. Tæplega sjötíu þúsund manns búa í bænum sem er staddur í 89 kílómetra fjarlægð vestur af Stokkhólmi. Breytingarnar hafa fengið blendin viðbrögð og segja sumir þær vera þess valdandi að glæpagengi gætu misnotað þær með því að borga fyrir leyfi fólks og síðar krefja það um peninginn sem safnaðist. Aðrir segja þetta vera spurningu um hvort betl ætti að viðgangast í velferðarríki á borð við Svíþjóð.
Svíþjóð Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Sjá meira