Ákvörðun dómsmálaráðherra hefur kostað ríkið tugi milljóna króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. ágúst 2019 13:41 Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins. Vísir/Vilhelm Kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt nemur tugum milljóna króna. Þegar hafa verið greiddar 24 milljónir króna, ógreiddur kostnaður nemur tæpum tíu milljónum króna og er ekki talinn með kostnaður á undirbúningsstigi, til dæmis laun til aðila sem sátu í hæfnisnefnd. Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Helga Vala spurðist fyrir um málið þann 25. mars og er svar ráðherra birt á vef Alþingis í dag. Kostnaðurinn fólst í 9,5 milljóna króna greiðslu vegna aðkeyptrar lögmannsþjónustu vegna bótamála Ástráðs Haraldssonar og Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar gegn íslenska ríkinu. Ástráður og Jóhannes Rúnar voru meðal hinna fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipti út af lista hæfisnefndar. Málskostnaður í málum fyrrnefndra tveggja umsækjenda var 3,6 milljónir króna. Við bættust 1,2 milljónir í málum Jóns Höskuldssonar og Eiríks Jónssonar, sem sömuleiðis var skipt út af listanum, og rúmlega 500 þúsund króna kostnaður vegna áfrýjunar þeirra máls til Landsréttar. Þá þarf ríkið að greiða 15 þúsund evrur, um tvær milljónir króna, vegna máls sem íslenska ríkið tapaði fyrir Landsrétti. Um var að ræða mál manns sem dæmdur var í Landsrétti en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi mannsins, taldi ekki mark takandi á dómi Landsréttar þar sem hann hefði verið ólöglega skipaður. Á það féllst Mannréttindadómstóllinn en ríkið skaut málinu til yfirdeildar dómstólsins og eru milljónirnar tvær því ógreiddar að svo stöddu. Miskabætur eða sáttagreiðslur í málum fyrrnefndra fjögurra nema á fjórðu milljón króna en um var að ræða sátt. Þá eru ógreiddar skaðabætur til Jóns Höskuldssonar fjórar milljónir króna auk þess sem mál Eiríks sæti áfrýjun en skaðabótakrafa var viðurkennd fyrir héraðsdómi. Sérfræðiráðgjöf til forsætisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis námu samanlagt 4,4 milljónum króna. Þýðing á dómi Mannréttindadómstólsins kostaði 1,1 milljón króna. „Hér er ótalinn kostnaður af starfi dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara og starfsmanns hennar, kostnaður vegna auglýsinga og annar slíkur kostnaður sem til féll á undirbúningsstigi,“ segir í svari ráðherra. „Samantekið er heildarkostnaður sem íslenska ríkið hefur þegar greitt vegna skipunar dómara við Landsrétt, og talinn er upp í fyrirspurn þessari, 23.396.931 kr. Til viðbótar er ógreiddur dæmdur málskostnaður og bætur fyrir íslenskum dómstólum að upphæð 7.500.000 kr. þar sem umrædd mál sæta áfrýjun. Þá er ógreiddur dæmdur málskostnaður fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, 15.000 evrur, þar sem óskað hefur verið eftir því að yfirdeild taki málið til endurskoðunar.“ Dómstólar Landsréttarmálið Stjórnsýsla Tengdar fréttir Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt nemur tugum milljóna króna. Þegar hafa verið greiddar 24 milljónir króna, ógreiddur kostnaður nemur tæpum tíu milljónum króna og er ekki talinn með kostnaður á undirbúningsstigi, til dæmis laun til aðila sem sátu í hæfnisnefnd. Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Helga Vala spurðist fyrir um málið þann 25. mars og er svar ráðherra birt á vef Alþingis í dag. Kostnaðurinn fólst í 9,5 milljóna króna greiðslu vegna aðkeyptrar lögmannsþjónustu vegna bótamála Ástráðs Haraldssonar og Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar gegn íslenska ríkinu. Ástráður og Jóhannes Rúnar voru meðal hinna fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipti út af lista hæfisnefndar. Málskostnaður í málum fyrrnefndra tveggja umsækjenda var 3,6 milljónir króna. Við bættust 1,2 milljónir í málum Jóns Höskuldssonar og Eiríks Jónssonar, sem sömuleiðis var skipt út af listanum, og rúmlega 500 þúsund króna kostnaður vegna áfrýjunar þeirra máls til Landsréttar. Þá þarf ríkið að greiða 15 þúsund evrur, um tvær milljónir króna, vegna máls sem íslenska ríkið tapaði fyrir Landsrétti. Um var að ræða mál manns sem dæmdur var í Landsrétti en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi mannsins, taldi ekki mark takandi á dómi Landsréttar þar sem hann hefði verið ólöglega skipaður. Á það féllst Mannréttindadómstóllinn en ríkið skaut málinu til yfirdeildar dómstólsins og eru milljónirnar tvær því ógreiddar að svo stöddu. Miskabætur eða sáttagreiðslur í málum fyrrnefndra fjögurra nema á fjórðu milljón króna en um var að ræða sátt. Þá eru ógreiddar skaðabætur til Jóns Höskuldssonar fjórar milljónir króna auk þess sem mál Eiríks sæti áfrýjun en skaðabótakrafa var viðurkennd fyrir héraðsdómi. Sérfræðiráðgjöf til forsætisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis námu samanlagt 4,4 milljónum króna. Þýðing á dómi Mannréttindadómstólsins kostaði 1,1 milljón króna. „Hér er ótalinn kostnaður af starfi dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara og starfsmanns hennar, kostnaður vegna auglýsinga og annar slíkur kostnaður sem til féll á undirbúningsstigi,“ segir í svari ráðherra. „Samantekið er heildarkostnaður sem íslenska ríkið hefur þegar greitt vegna skipunar dómara við Landsrétt, og talinn er upp í fyrirspurn þessari, 23.396.931 kr. Til viðbótar er ógreiddur dæmdur málskostnaður og bætur fyrir íslenskum dómstólum að upphæð 7.500.000 kr. þar sem umrædd mál sæta áfrýjun. Þá er ógreiddur dæmdur málskostnaður fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, 15.000 evrur, þar sem óskað hefur verið eftir því að yfirdeild taki málið til endurskoðunar.“
Dómstólar Landsréttarmálið Stjórnsýsla Tengdar fréttir Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15
Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55
Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46