Bretar sakaðir um glæpi gegn mannkyninu vegna Chagos-eyja Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2019 15:40 Hópur Chagos-búa reyndi að vekja athygli á málstað sínum þegar Frans páfi messaði á Máritíusi í september. Vísir/EPA Forsætisráðherra Máritíusar sakar bresk stjórnvöld um að fremja glæpi gegn mannkyninu með því að koma í veg fyrir að eyjaskeggjar fái að snúa aftur til fyrri heimila sinna á Chagos-eyjum í Indlandshafi í trássi við úrskurð dómstóls Sameinuðu þjóðanna. Bretar sölsuðu undir sig Chagos-eyjar sem þá tilheyrðu bresku nýlendunni Máritíusi árið 1965 og ráku alla íbúa eyjanna í burtu til að rýma til fyrir bandarískri herstöð, fleiri en þúsund manns. Það er sagt hafa verið hluti af leynilegu samkomulagi sem Bretar gerðu án vitundar heimamanna á Máritíusi um það leyti sem landið sóttist eftir sjálfstæði. Alþjóðasakamáladómstóllinn í Haag komst að þeirri niðurstöðu að Bretar ættu að skila Chagos-eyjum fyrr á þessu ári. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti að gefa Bretum hálfs árs frest til að byrja ferlið. Álit dómstólsins er ráðgefandi og hafa bresk stjórnvöld neitað að verða við því. Pravind Jugnauth, forsætisráðherra Máritíusar, segir framferði Breta skammarlegt og einkennast af þrjósku. Hann íhugar nú að kæra einstaka breska embættismenn fyrir glæpi gegn mannkyninu fyrir Alþjóðasakamáladómstólnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bresk stjórnvöld segja álit dómstólsins rangt en hafa engu að síður beðist afsökunar á framkomu sinni við íbúa eyjanna. Þau hafa jafnframt lofað að skila eyjunum þegar þeirra verður ekki lengur þörf af „öryggisástæðum“. Þá hafa Bretar boðið brottfluttum íbúum eyjanna að kíkja í stuttar heimsóknir þangað. Chagos-búar, sem dvelja enn á Márítíusi og eru teknir að reskjast, saka bresk stjórnvöld um að draga lappirnar viljandi í von um að fólkið sem var rekið heiman frá sér deyi úr elli. Þeir hafa sniðgengið boð Breta um heimsóknir sem þeir telja tilraun þeirra til að deila og drottna yfir Chagos-búum. „Þetta er brot á grundvallaratriðum mannréttinda. Ég skil ekki hvers vegna Bretland, þessi ríkisstjórn, er svona þrjóskt,“ segir Jugnauth forsætisráðherra. Bretland Máritíus Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Sjá meira
Forsætisráðherra Máritíusar sakar bresk stjórnvöld um að fremja glæpi gegn mannkyninu með því að koma í veg fyrir að eyjaskeggjar fái að snúa aftur til fyrri heimila sinna á Chagos-eyjum í Indlandshafi í trássi við úrskurð dómstóls Sameinuðu þjóðanna. Bretar sölsuðu undir sig Chagos-eyjar sem þá tilheyrðu bresku nýlendunni Máritíusi árið 1965 og ráku alla íbúa eyjanna í burtu til að rýma til fyrir bandarískri herstöð, fleiri en þúsund manns. Það er sagt hafa verið hluti af leynilegu samkomulagi sem Bretar gerðu án vitundar heimamanna á Máritíusi um það leyti sem landið sóttist eftir sjálfstæði. Alþjóðasakamáladómstóllinn í Haag komst að þeirri niðurstöðu að Bretar ættu að skila Chagos-eyjum fyrr á þessu ári. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti að gefa Bretum hálfs árs frest til að byrja ferlið. Álit dómstólsins er ráðgefandi og hafa bresk stjórnvöld neitað að verða við því. Pravind Jugnauth, forsætisráðherra Máritíusar, segir framferði Breta skammarlegt og einkennast af þrjósku. Hann íhugar nú að kæra einstaka breska embættismenn fyrir glæpi gegn mannkyninu fyrir Alþjóðasakamáladómstólnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bresk stjórnvöld segja álit dómstólsins rangt en hafa engu að síður beðist afsökunar á framkomu sinni við íbúa eyjanna. Þau hafa jafnframt lofað að skila eyjunum þegar þeirra verður ekki lengur þörf af „öryggisástæðum“. Þá hafa Bretar boðið brottfluttum íbúum eyjanna að kíkja í stuttar heimsóknir þangað. Chagos-búar, sem dvelja enn á Márítíusi og eru teknir að reskjast, saka bresk stjórnvöld um að draga lappirnar viljandi í von um að fólkið sem var rekið heiman frá sér deyi úr elli. Þeir hafa sniðgengið boð Breta um heimsóknir sem þeir telja tilraun þeirra til að deila og drottna yfir Chagos-búum. „Þetta er brot á grundvallaratriðum mannréttinda. Ég skil ekki hvers vegna Bretland, þessi ríkisstjórn, er svona þrjóskt,“ segir Jugnauth forsætisráðherra.
Bretland Máritíus Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Sjá meira