Broadway-goðsögn lést í Reykjavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. ágúst 2019 07:56 Harold Prince var 91 árs þegar hann lést. Vísir/Getty Harold Prince, margverðlaunaður bandarískur leikstjóri og framleiðandi, lést í Reykjavík í gær, 91 árs að aldri. Samkvæmt fréttum erlendra fjölmiðla var Prince á leið frá Evrópu til New York með flugi þegar hann veiktist skyndilega og var í kjölfarið úrskurðaður látinn á Íslandi. Ekki hefur verið tilgreint hvort Prince hafði dvalið hér á landi eða hvort hann var á ferðalagi frá meginlandi Evrópu. Prince leikstýrði og framleiddi fjölda tímamótasýninga á Broadway-sviðinu. Þar má nefna Phantom of the Opera, Cabaret, Company og Sweeney Todd. Hann hlaut alls 21 Tony-verðlaun á ferlinum, m.a. í flokki framleiðenda, fyrir besta söngleikinn og heiðursverðlaun fyrir ævistörf sín. Prince lætur eftir sig eiginkonu til 56 ára, Judy, tvö börn og þrjú barnabörn. Hér að neðan má horfa á viðtal við Prince þar sem hann ræðir farsælan feril sinn á Broadway-sviðinu.Breska tónskáldið Andrew Lloyd Webber var á meðal þeirra sem minntust Prince með hlýju í gærkvöldi. „Ekki aðeins söngleikjaprinsinn, heldur hinn krýndi leiðtogi sem leikstýrði tveimur af bestu uppsetningum ferils míns, Evitu og Phantom,“ skrifaði Webber á Twitter.Farewell HalNot just the prince of musicals, the crowned head who directed two of the greatest productions of my career, Evita and Phantom.This wonderful man taught me so much and his mastery of musical theatre was without equal.- ALW pic.twitter.com/CJomXUFUyp— Andrew Lloyd Webber (@OfficialALW) July 31, 2019 Andlát Bandaríkin Leikhús Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Harold Prince, margverðlaunaður bandarískur leikstjóri og framleiðandi, lést í Reykjavík í gær, 91 árs að aldri. Samkvæmt fréttum erlendra fjölmiðla var Prince á leið frá Evrópu til New York með flugi þegar hann veiktist skyndilega og var í kjölfarið úrskurðaður látinn á Íslandi. Ekki hefur verið tilgreint hvort Prince hafði dvalið hér á landi eða hvort hann var á ferðalagi frá meginlandi Evrópu. Prince leikstýrði og framleiddi fjölda tímamótasýninga á Broadway-sviðinu. Þar má nefna Phantom of the Opera, Cabaret, Company og Sweeney Todd. Hann hlaut alls 21 Tony-verðlaun á ferlinum, m.a. í flokki framleiðenda, fyrir besta söngleikinn og heiðursverðlaun fyrir ævistörf sín. Prince lætur eftir sig eiginkonu til 56 ára, Judy, tvö börn og þrjú barnabörn. Hér að neðan má horfa á viðtal við Prince þar sem hann ræðir farsælan feril sinn á Broadway-sviðinu.Breska tónskáldið Andrew Lloyd Webber var á meðal þeirra sem minntust Prince með hlýju í gærkvöldi. „Ekki aðeins söngleikjaprinsinn, heldur hinn krýndi leiðtogi sem leikstýrði tveimur af bestu uppsetningum ferils míns, Evitu og Phantom,“ skrifaði Webber á Twitter.Farewell HalNot just the prince of musicals, the crowned head who directed two of the greatest productions of my career, Evita and Phantom.This wonderful man taught me so much and his mastery of musical theatre was without equal.- ALW pic.twitter.com/CJomXUFUyp— Andrew Lloyd Webber (@OfficialALW) July 31, 2019
Andlát Bandaríkin Leikhús Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira