Nýr sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar staðfestur Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2019 15:34 Fjölskylda Kelly Craft er stórtæk í kolaiðnaðinum. AP/Alex Brandon Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti skipan Kelly Craft, fyrrverandi sendiherra í Kanada, sem sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar í gær. Staðan hafði verið laus í sjö mánuði, allt frá því að Nikki Haley sagði af sér í lok síðasta árs. Fimm mánuðir eru liðnir frá því að Donald Trump forseti tilnefndi Craft. Skipan hennar var staðfest nánast eftir flokkslínum. Aðeins fimm demókratar greiddu atkvæði með skipan Craft, aðrir töldu hana skorta reynslu til að gegna embættinu. Jonathan Cohen, varamaður Haley, hefur gegnt embættinu tímabundið frá því að Haley lét af því. Craft er 57 ára gömul og var fjáraflari fyrir frambjóðendur repúblikana. Hún og eiginmaður hennar, kolafurstinn Joseph W. Craft III, gáfu meira en tvær milljónir dollara í kosningasjóði Trump. Þá er hún sögð náin Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, en þau eru bæði frá Kentucky. Hún var gerð sendiherra í Kanada árið 2017 eftir að Trump tók við embætti. New York Times segir að hún hafi að mestu haldið sig til hlés. Athygli vakti þó þegar hún sagðist virða „báðar hliðar vísindanna“ um loftslagsbreytingar þrátt fyrir samhljóða álit vísindamanna sé að menn valdi þeim. Í yfirheyrslum í þinginu vegna tilnefningar hennar viðurkenndi Craft þó að menn ættu þátt í loftslagsbreytingum og að hún tæki þær alvarlega. Þá hefur hún vikið frá skoðunum Trump forseta í málefnum Sádi-Arabíu. Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti skipan Kelly Craft, fyrrverandi sendiherra í Kanada, sem sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar í gær. Staðan hafði verið laus í sjö mánuði, allt frá því að Nikki Haley sagði af sér í lok síðasta árs. Fimm mánuðir eru liðnir frá því að Donald Trump forseti tilnefndi Craft. Skipan hennar var staðfest nánast eftir flokkslínum. Aðeins fimm demókratar greiddu atkvæði með skipan Craft, aðrir töldu hana skorta reynslu til að gegna embættinu. Jonathan Cohen, varamaður Haley, hefur gegnt embættinu tímabundið frá því að Haley lét af því. Craft er 57 ára gömul og var fjáraflari fyrir frambjóðendur repúblikana. Hún og eiginmaður hennar, kolafurstinn Joseph W. Craft III, gáfu meira en tvær milljónir dollara í kosningasjóði Trump. Þá er hún sögð náin Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, en þau eru bæði frá Kentucky. Hún var gerð sendiherra í Kanada árið 2017 eftir að Trump tók við embætti. New York Times segir að hún hafi að mestu haldið sig til hlés. Athygli vakti þó þegar hún sagðist virða „báðar hliðar vísindanna“ um loftslagsbreytingar þrátt fyrir samhljóða álit vísindamanna sé að menn valdi þeim. Í yfirheyrslum í þinginu vegna tilnefningar hennar viðurkenndi Craft þó að menn ættu þátt í loftslagsbreytingum og að hún tæki þær alvarlega. Þá hefur hún vikið frá skoðunum Trump forseta í málefnum Sádi-Arabíu.
Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira