Skólastjóri var rekinn eftir ummæli um helförina Sylvía Hall skrifar 10. júlí 2019 11:36 Skólastjórinn sagði ekki alla vera sammála um helförina. Vísir/Getty William Latson, skólastjóri í Flórídaríki í Bandaríkjunum, missti starf sitt eftir að hafa sagst ekki geta kennt um helförina þar sem ekki allir væru sammála um „tilvist“ hennar. Opinberum skólum í ríkinu er skylt að kenna um seinni heimsstyrjöldina og atburði hennar. „Ég get ekki sagt að kennsla um helförina sé byggð á staðreyndum og sé sögulegur atburður því sem starfsmaður skólakerfisins er ég ekki í stöðu til þess,“ sagði Latson í svari til móður sem spurði hvernig kennslu um helförina yrði háttað. Hann sagðist þurfa að vera „pólitískt hlutlaus“ um þetta tiltekna málefni. Svör skólastjórans voru gerð opinber í the Palm Beach Post á föstudag en þar kemur einnig fram að skólastjórinn rökstuddi svar sitt með þeirri fullyrðingu að „ekki allir foreldrar hefðu sömu sannfæringu“. Skólinn byði hins vegar upp á kennslu um helförina, þar á meðal á árlegri samkomu, en það væri ekki hægt að „pranga slíku upp á einstaklinga“.Helförin hluti af námskrá opinberra skóla Samkvæmt námskrá sem er í gildi í ríkinu er skólum skylt að segja frá helförinni í námsefni sínu, atburðurinn sé vendipunktur í mannkynssögunni og er kennurum sagt að kenna hana til þess að skapa tækifæri fyrir nemendur að rannsaka hegðun mannfólks og fordóma sem búa innra með því. „Kerfisbundin, skipulögð útrýming evrópska gyðinga og annarra hópa af hálfu nasista í Þýskalandi, atburður sem markaði þáttaskil í mannkynssögunni, skal vera kennd á þann hátt að það leiði til rannsóknar á mannlegri hegðun, skilnings á afleiðingum fordóma, rasisma og staðalímyndum og athugunar á því hvað það merkir að vera ábyrg og tillitsöm manneskja í þeim tilgangi að hvetja til umburðarlyndis gagnvart fjölbreytileikanum í fjölbreyttu samfélagi og til þess að næra og vernda lýðræðisleg gildi og stofnanir,“ segir í námskránni. Eftir birtingu tölvupósta skólastjórans fór af stað undirskriftasöfnun þar sem kallað var eftir því að hann myndi segja af sér. Hátt í tíu þúsund manns skrifuðu undir áður en honum var sagt upp störfum. Bandaríkin Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
William Latson, skólastjóri í Flórídaríki í Bandaríkjunum, missti starf sitt eftir að hafa sagst ekki geta kennt um helförina þar sem ekki allir væru sammála um „tilvist“ hennar. Opinberum skólum í ríkinu er skylt að kenna um seinni heimsstyrjöldina og atburði hennar. „Ég get ekki sagt að kennsla um helförina sé byggð á staðreyndum og sé sögulegur atburður því sem starfsmaður skólakerfisins er ég ekki í stöðu til þess,“ sagði Latson í svari til móður sem spurði hvernig kennslu um helförina yrði háttað. Hann sagðist þurfa að vera „pólitískt hlutlaus“ um þetta tiltekna málefni. Svör skólastjórans voru gerð opinber í the Palm Beach Post á föstudag en þar kemur einnig fram að skólastjórinn rökstuddi svar sitt með þeirri fullyrðingu að „ekki allir foreldrar hefðu sömu sannfæringu“. Skólinn byði hins vegar upp á kennslu um helförina, þar á meðal á árlegri samkomu, en það væri ekki hægt að „pranga slíku upp á einstaklinga“.Helförin hluti af námskrá opinberra skóla Samkvæmt námskrá sem er í gildi í ríkinu er skólum skylt að segja frá helförinni í námsefni sínu, atburðurinn sé vendipunktur í mannkynssögunni og er kennurum sagt að kenna hana til þess að skapa tækifæri fyrir nemendur að rannsaka hegðun mannfólks og fordóma sem búa innra með því. „Kerfisbundin, skipulögð útrýming evrópska gyðinga og annarra hópa af hálfu nasista í Þýskalandi, atburður sem markaði þáttaskil í mannkynssögunni, skal vera kennd á þann hátt að það leiði til rannsóknar á mannlegri hegðun, skilnings á afleiðingum fordóma, rasisma og staðalímyndum og athugunar á því hvað það merkir að vera ábyrg og tillitsöm manneskja í þeim tilgangi að hvetja til umburðarlyndis gagnvart fjölbreytileikanum í fjölbreyttu samfélagi og til þess að næra og vernda lýðræðisleg gildi og stofnanir,“ segir í námskránni. Eftir birtingu tölvupósta skólastjórans fór af stað undirskriftasöfnun þar sem kallað var eftir því að hann myndi segja af sér. Hátt í tíu þúsund manns skrifuðu undir áður en honum var sagt upp störfum.
Bandaríkin Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira