Gylfi fellur niður listann en er samt einn af þeim bestu í deildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2019 13:00 Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að spila vel í vetur. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands og leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, fellur niður í 28. sæti leikmannastyrkleikalista Sky Sports þrátt fyrir fína frammistöðu á móti Liverpool á sunnudaginn. Styrkleikalisti (e. Power Ranking) Sky Sports byggir á 34 tölfræðiþáttum en nýjasti listinn er alltaf byggður á frammistöðu leikmanna í síðustu fimm umferðum þar sem nýjasta umferðin telur mest og svo koll af kolli. Gylfi Þór er með 4,882 stig á nýjasta listanum og er með jafnmörg stig og Ashley Young, bakvörður Manchester United, en leikmenn á borð við James Maddison hjá Leicester, Luke Shaw hjá Manchester United og Ilkay Gündogan hjá Manchester City eru allir á eftir Gylfa.Virgil van Dijk er bestur í deildinni.vísir/gettyVirgil van Dijk er á toppnum yfir síðustu fimm umferðir og þykir því besti leikmaður deildarinnar í dag en hann er með 9,590 stig, aðeins meira en Romelu Lukaku hjá Manchester United sem er með 9,480 stig. Troy Deeney, framherji Watford, er svo langt á eftir þeim í þriðja sæti með 7,289 stig. Þrátt fyrir að vera á niðurleið á heildarlistanum yfir síðustu fimm umferðir er Hafnfirðingurinn efstur allra leikmanna Everton og þegar litið er á heildarstigasöfnun leikmanna deildarinnar í vetur er Gylfi í 13. sæti með 43,821 stig. Gylfi Þór má því kalla 13. besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar í vetur en hann skýtur þar leikmönnum eins og Heung-Min Son hjá Tottenham (16. sæti), David Silva hjá Manchester City (17. sæti) og Christian Eriksen hjá Tottenham (19. sæti) ref fyrir rass. Næsti Everton-maður á heildarlistanum er bakvörðurinn Lucas Digne en hann er í 23. sæti með 43,254 stig eða ríflega fjögur þúsund stigum minna en Gylfi Þór Sigurðsson. Enski boltinn Tengdar fréttir Markalaust í baráttunni um Bítlaborgina Everton fékk Liverpool í heimsókn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 3. mars 2019 18:00 Gylfi fékk hæstu einkunn allra Gylfi Þór Sigurðsson stóð upp úr í annars daufum slag um Bítlaborgina. 4. mars 2019 08:30 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands og leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, fellur niður í 28. sæti leikmannastyrkleikalista Sky Sports þrátt fyrir fína frammistöðu á móti Liverpool á sunnudaginn. Styrkleikalisti (e. Power Ranking) Sky Sports byggir á 34 tölfræðiþáttum en nýjasti listinn er alltaf byggður á frammistöðu leikmanna í síðustu fimm umferðum þar sem nýjasta umferðin telur mest og svo koll af kolli. Gylfi Þór er með 4,882 stig á nýjasta listanum og er með jafnmörg stig og Ashley Young, bakvörður Manchester United, en leikmenn á borð við James Maddison hjá Leicester, Luke Shaw hjá Manchester United og Ilkay Gündogan hjá Manchester City eru allir á eftir Gylfa.Virgil van Dijk er bestur í deildinni.vísir/gettyVirgil van Dijk er á toppnum yfir síðustu fimm umferðir og þykir því besti leikmaður deildarinnar í dag en hann er með 9,590 stig, aðeins meira en Romelu Lukaku hjá Manchester United sem er með 9,480 stig. Troy Deeney, framherji Watford, er svo langt á eftir þeim í þriðja sæti með 7,289 stig. Þrátt fyrir að vera á niðurleið á heildarlistanum yfir síðustu fimm umferðir er Hafnfirðingurinn efstur allra leikmanna Everton og þegar litið er á heildarstigasöfnun leikmanna deildarinnar í vetur er Gylfi í 13. sæti með 43,821 stig. Gylfi Þór má því kalla 13. besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar í vetur en hann skýtur þar leikmönnum eins og Heung-Min Son hjá Tottenham (16. sæti), David Silva hjá Manchester City (17. sæti) og Christian Eriksen hjá Tottenham (19. sæti) ref fyrir rass. Næsti Everton-maður á heildarlistanum er bakvörðurinn Lucas Digne en hann er í 23. sæti með 43,254 stig eða ríflega fjögur þúsund stigum minna en Gylfi Þór Sigurðsson.
Enski boltinn Tengdar fréttir Markalaust í baráttunni um Bítlaborgina Everton fékk Liverpool í heimsókn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 3. mars 2019 18:00 Gylfi fékk hæstu einkunn allra Gylfi Þór Sigurðsson stóð upp úr í annars daufum slag um Bítlaborgina. 4. mars 2019 08:30 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Markalaust í baráttunni um Bítlaborgina Everton fékk Liverpool í heimsókn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 3. mars 2019 18:00
Gylfi fékk hæstu einkunn allra Gylfi Þór Sigurðsson stóð upp úr í annars daufum slag um Bítlaborgina. 4. mars 2019 08:30