Mótmæla fyrirhugaðri skólalokun á borgarstjórnarfundi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 14:45 Hópur nemenda úr Kelduskóla Korpu og Kelduskóla Vík mættu með mótmælaskilti og tjáðu borgarstjóra að þau vilji ekki að skólanum þeirra verði lokað áður en borgarstjórnarfundur hófst í dag. Vísir/Friðrik Þór Foreldrar og nemendur í Kelduskóla Korpu og Kelduskóla Vík fjölmenntu í Ráðhúsið, þar sem nú stendur yfir borgarstjórnarfundur, til að mótmæla áformum borgarinnar um breytingar á grunnskólakerfinu í norðanverðum Grafarvogi. Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, þurfti að beina þeim tilmælum til viðstaddra á pöllum borgarstjórnarsalsins um að klappa ekki eða vera með frammíköll. Tillagan, sem meðal annars felur í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað, var fyrsta mál á dagskrá fundarins og standa umræður um hana nú yfir en Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs, mælti fyrir tillögunni. Gert er ráð fyrir að frá og með næsta skólaári verði engin kennsla í Korpu, unglingaskóli verði í Kelduskóla Vík, sem fá mun nafnið Víkurskóli og í Engjaskóla og Borgarskóla verður kennsla 1.-7. bekkjar.Fjölmennt var fyrir utan fundarsal borgarstjórnar áður en fundur hófst.Vísir/Friðrik ÞórMeirihluti skóla- og frístundaráðs hefur heitið því að gerðar verði samgöngubætur milli hverfanna og að þegar sé hafin vinna við að tryggja fjármagn til þess. Foreldrar hafa margir hverjir lýst efasemdum um að staðið verði við þau loforð enda hafi samgöngubótum verið lofað áður en ekki hafi verið staðið við.Sjá einnig: Segir loforð borgarinnar um samgöngubætur ótrúverðugSamkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að deild Kelduskóla í Korpu verði aðeins lokað tímabundið, eða þar til fjöldi nemenda í hverfinu nær ákveðnu lágmarki. Skólinn er sá fámennasti í Reykjavík en við hann nema tæplega sextíu börn í 1.-7. bekk. Málflutningur meirihluta skóla- og frístundaráðs, um að of fá börn séu í hverfinu til að rekstrargrundvöllur sé fyrir hendi, hefur farið nokkuð fyrir brjóstið á foreldrum í hverfinu þar sem í raun búi fleiri börn á grunnskólaaldri í hverfinu. Þau sæki aftur á móti skóla í öðru hverfi vegna fyrri ákvarðana borgaryfirvalda. Þegar Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vakti máls á þessu í ræðu sinni brutust út fagnaðarlæti á pöllunum. Pawel beindi þeim tilmælum þá til viðstaddra að hafa þögn á pöllunum og vera ekki að klappa eða hafa uppi frammíköll. Það virtist ekki duga til en áhorfendur klöppuðu aftur að lokinni ræðu Valgerðar Sigurðardóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem barist hefur gegn tillögunni. Pawel útskýrði þá aftur fyrir viðstöddum að ef ekki yrði þögn á pöllunum yrði að vísa áhorfendum frá.Það er fjölmennt á pöllunum í dag.Vísir/Elín Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Foreldrar og nemendur í Kelduskóla Korpu og Kelduskóla Vík fjölmenntu í Ráðhúsið, þar sem nú stendur yfir borgarstjórnarfundur, til að mótmæla áformum borgarinnar um breytingar á grunnskólakerfinu í norðanverðum Grafarvogi. Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, þurfti að beina þeim tilmælum til viðstaddra á pöllum borgarstjórnarsalsins um að klappa ekki eða vera með frammíköll. Tillagan, sem meðal annars felur í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað, var fyrsta mál á dagskrá fundarins og standa umræður um hana nú yfir en Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs, mælti fyrir tillögunni. Gert er ráð fyrir að frá og með næsta skólaári verði engin kennsla í Korpu, unglingaskóli verði í Kelduskóla Vík, sem fá mun nafnið Víkurskóli og í Engjaskóla og Borgarskóla verður kennsla 1.-7. bekkjar.Fjölmennt var fyrir utan fundarsal borgarstjórnar áður en fundur hófst.Vísir/Friðrik ÞórMeirihluti skóla- og frístundaráðs hefur heitið því að gerðar verði samgöngubætur milli hverfanna og að þegar sé hafin vinna við að tryggja fjármagn til þess. Foreldrar hafa margir hverjir lýst efasemdum um að staðið verði við þau loforð enda hafi samgöngubótum verið lofað áður en ekki hafi verið staðið við.Sjá einnig: Segir loforð borgarinnar um samgöngubætur ótrúverðugSamkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að deild Kelduskóla í Korpu verði aðeins lokað tímabundið, eða þar til fjöldi nemenda í hverfinu nær ákveðnu lágmarki. Skólinn er sá fámennasti í Reykjavík en við hann nema tæplega sextíu börn í 1.-7. bekk. Málflutningur meirihluta skóla- og frístundaráðs, um að of fá börn séu í hverfinu til að rekstrargrundvöllur sé fyrir hendi, hefur farið nokkuð fyrir brjóstið á foreldrum í hverfinu þar sem í raun búi fleiri börn á grunnskólaaldri í hverfinu. Þau sæki aftur á móti skóla í öðru hverfi vegna fyrri ákvarðana borgaryfirvalda. Þegar Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vakti máls á þessu í ræðu sinni brutust út fagnaðarlæti á pöllunum. Pawel beindi þeim tilmælum þá til viðstaddra að hafa þögn á pöllunum og vera ekki að klappa eða hafa uppi frammíköll. Það virtist ekki duga til en áhorfendur klöppuðu aftur að lokinni ræðu Valgerðar Sigurðardóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem barist hefur gegn tillögunni. Pawel útskýrði þá aftur fyrir viðstöddum að ef ekki yrði þögn á pöllunum yrði að vísa áhorfendum frá.Það er fjölmennt á pöllunum í dag.Vísir/Elín
Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira