Mótmæla fyrirhugaðri skólalokun á borgarstjórnarfundi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 14:45 Hópur nemenda úr Kelduskóla Korpu og Kelduskóla Vík mættu með mótmælaskilti og tjáðu borgarstjóra að þau vilji ekki að skólanum þeirra verði lokað áður en borgarstjórnarfundur hófst í dag. Vísir/Friðrik Þór Foreldrar og nemendur í Kelduskóla Korpu og Kelduskóla Vík fjölmenntu í Ráðhúsið, þar sem nú stendur yfir borgarstjórnarfundur, til að mótmæla áformum borgarinnar um breytingar á grunnskólakerfinu í norðanverðum Grafarvogi. Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, þurfti að beina þeim tilmælum til viðstaddra á pöllum borgarstjórnarsalsins um að klappa ekki eða vera með frammíköll. Tillagan, sem meðal annars felur í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað, var fyrsta mál á dagskrá fundarins og standa umræður um hana nú yfir en Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs, mælti fyrir tillögunni. Gert er ráð fyrir að frá og með næsta skólaári verði engin kennsla í Korpu, unglingaskóli verði í Kelduskóla Vík, sem fá mun nafnið Víkurskóli og í Engjaskóla og Borgarskóla verður kennsla 1.-7. bekkjar.Fjölmennt var fyrir utan fundarsal borgarstjórnar áður en fundur hófst.Vísir/Friðrik ÞórMeirihluti skóla- og frístundaráðs hefur heitið því að gerðar verði samgöngubætur milli hverfanna og að þegar sé hafin vinna við að tryggja fjármagn til þess. Foreldrar hafa margir hverjir lýst efasemdum um að staðið verði við þau loforð enda hafi samgöngubótum verið lofað áður en ekki hafi verið staðið við.Sjá einnig: Segir loforð borgarinnar um samgöngubætur ótrúverðugSamkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að deild Kelduskóla í Korpu verði aðeins lokað tímabundið, eða þar til fjöldi nemenda í hverfinu nær ákveðnu lágmarki. Skólinn er sá fámennasti í Reykjavík en við hann nema tæplega sextíu börn í 1.-7. bekk. Málflutningur meirihluta skóla- og frístundaráðs, um að of fá börn séu í hverfinu til að rekstrargrundvöllur sé fyrir hendi, hefur farið nokkuð fyrir brjóstið á foreldrum í hverfinu þar sem í raun búi fleiri börn á grunnskólaaldri í hverfinu. Þau sæki aftur á móti skóla í öðru hverfi vegna fyrri ákvarðana borgaryfirvalda. Þegar Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vakti máls á þessu í ræðu sinni brutust út fagnaðarlæti á pöllunum. Pawel beindi þeim tilmælum þá til viðstaddra að hafa þögn á pöllunum og vera ekki að klappa eða hafa uppi frammíköll. Það virtist ekki duga til en áhorfendur klöppuðu aftur að lokinni ræðu Valgerðar Sigurðardóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem barist hefur gegn tillögunni. Pawel útskýrði þá aftur fyrir viðstöddum að ef ekki yrði þögn á pöllunum yrði að vísa áhorfendum frá.Það er fjölmennt á pöllunum í dag.Vísir/Elín Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Foreldrar og nemendur í Kelduskóla Korpu og Kelduskóla Vík fjölmenntu í Ráðhúsið, þar sem nú stendur yfir borgarstjórnarfundur, til að mótmæla áformum borgarinnar um breytingar á grunnskólakerfinu í norðanverðum Grafarvogi. Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, þurfti að beina þeim tilmælum til viðstaddra á pöllum borgarstjórnarsalsins um að klappa ekki eða vera með frammíköll. Tillagan, sem meðal annars felur í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað, var fyrsta mál á dagskrá fundarins og standa umræður um hana nú yfir en Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs, mælti fyrir tillögunni. Gert er ráð fyrir að frá og með næsta skólaári verði engin kennsla í Korpu, unglingaskóli verði í Kelduskóla Vík, sem fá mun nafnið Víkurskóli og í Engjaskóla og Borgarskóla verður kennsla 1.-7. bekkjar.Fjölmennt var fyrir utan fundarsal borgarstjórnar áður en fundur hófst.Vísir/Friðrik ÞórMeirihluti skóla- og frístundaráðs hefur heitið því að gerðar verði samgöngubætur milli hverfanna og að þegar sé hafin vinna við að tryggja fjármagn til þess. Foreldrar hafa margir hverjir lýst efasemdum um að staðið verði við þau loforð enda hafi samgöngubótum verið lofað áður en ekki hafi verið staðið við.Sjá einnig: Segir loforð borgarinnar um samgöngubætur ótrúverðugSamkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að deild Kelduskóla í Korpu verði aðeins lokað tímabundið, eða þar til fjöldi nemenda í hverfinu nær ákveðnu lágmarki. Skólinn er sá fámennasti í Reykjavík en við hann nema tæplega sextíu börn í 1.-7. bekk. Málflutningur meirihluta skóla- og frístundaráðs, um að of fá börn séu í hverfinu til að rekstrargrundvöllur sé fyrir hendi, hefur farið nokkuð fyrir brjóstið á foreldrum í hverfinu þar sem í raun búi fleiri börn á grunnskólaaldri í hverfinu. Þau sæki aftur á móti skóla í öðru hverfi vegna fyrri ákvarðana borgaryfirvalda. Þegar Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vakti máls á þessu í ræðu sinni brutust út fagnaðarlæti á pöllunum. Pawel beindi þeim tilmælum þá til viðstaddra að hafa þögn á pöllunum og vera ekki að klappa eða hafa uppi frammíköll. Það virtist ekki duga til en áhorfendur klöppuðu aftur að lokinni ræðu Valgerðar Sigurðardóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem barist hefur gegn tillögunni. Pawel útskýrði þá aftur fyrir viðstöddum að ef ekki yrði þögn á pöllunum yrði að vísa áhorfendum frá.Það er fjölmennt á pöllunum í dag.Vísir/Elín
Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira