Erlent

Sjö létu lífið í umsátri um afganskt ráðuneyti

Andri Eysteinsson skrifar
Allir árásarmennirnir féllu í átökum við Lögreglu.
Allir árásarmennirnir féllu í átökum við Lögreglu. Getty/Anadolu Agency
Tólf létu lífið eftir umsátur árásarmanna um samskiptamálaráðuneyti Afganistan í Kabúl í dag, á meðal þeirra tólf sem létust voru árásarmennirnir fimm. Þrír lögreglumenn og fjórir almennir borgarar létust af völdum árásarmanna. CNN greinir frá.Árásin á ráðuneytið hófst með sjálfsmorðsárás utan við bygginguna, skömmu eftir sprenginguna héldu fjórir árásarmenn rakleitt inn í ráðuneytið. Lögregluafli var rakleitt sendur á staðinn og hófust þá átök lögreglu og árásarmanna. Hundruð almennra borgara voru fluttir út úr byggingunni á meðan að átökin áttu sér stað.Baráttan um ráðuneytið lauk eftir að lögregla hafði skotið alla árásarmennina, fimm klukkutímum eftir að umsátrið hófst. Átta slösuðust í átökunum auk þeirra sjö sem létust af völdum árásarmannanna.Enginn hefur enn sem komið er lýst yfir ábyrgð á árásinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.