Myrkvuð Manhattan í lamasessi í gærkvöldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2019 09:55 Myrkrið í New York í gærkvöldi. Vísir/EPA Rafmagnslaust varð í hjarta miðborgarinnar á Manhattan í New York í um fimm klukkustundir í gærkvöldi. Rafmagnsleysið olli því m.a. að ljósin á Times Square, einu helsta og jafnframt bjartasta kennileiti borgarinnar, slokknuðu. Þá festist fólk í neðanjarðarlestum og íbúar neyddust til að stjórna sjálfir umferð. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði New York-borgar má rekja rafmagnsleysið til skammhlaups í straumbreyti í miðbænum, sem varð að eldsvoða. Rafmagni sló þannig út á nokkuð stóru svæði, allt frá Times Square og að 72. stræti við Broadway, og er talið að rúmlega 70 þúsund heimili og fyrirtæki hafi orðið rafmagnslaus. Rafmagni var komið aftur á skömmu fyrir miðnætti en í millitíðinni lágu umferðarljós víða niðri í borginni, til dæmis við Rockefeller Center. Hér að neðan má sjá myndband af óbreyttum borgurum sem leystu ljósin af hólmi og freistuðu þess að stýra umferðinni í rafmagnsleysinu.Citizens taking initiative to regulate the street traffic, as traffic lights, #transportation, #business services and some of critical #infrastructure are affected #poweroutagenyc #blackoutnyc pic.twitter.com/saBHNLgCFw— Elena Kvochko (@ekvochko) July 14, 2019 Þá þurfti víða að aflýsa leiksýningum á Broadway, sem trekkja iðulega að þúsundir manna á laugardagskvöldum. Leikhópur verðlaunasöngleiksins Hadestown bauð upp á sárabót handa vonsviknum áhorfendum fyrir utan leikhúsið í gær og söng fyrir þá lög úr söngleiknum.Very nice. Cast of @hadestown singing to the disappointed audience about the #blackout. pic.twitter.com/zIHuozHIGu— angela pinsky (@AngelaPinsky) July 13, 2019 Bandaríska söngkonan Jennifer Lopez kom jafnframt á framfæri afsökunarbeiðni til aðdáenda sinna en hún neyddist til að aflýsa tónleikum sínum í Madison Square Garden vegna rafmagnsleysisins.Devastated and heartbroken that I can't perform for all of you tonight. We will make this up to you, I promise! I love you!! #ItsMyPartyTour pic.twitter.com/PZhFoPkeeM— Jennifer Lopez (@JLo) July 14, 2019 Hér að neðan má svo sjá myndband af því þegar rafmagni var komið aftur á um miðnætti. Mikil fagnaðarlæti brutust út í borginni þegar birti loksins til á ný.The moment power was restored in Manhattan. #NYCblackout #blackoutnyc #Blackout pic.twitter.com/0T3b3VkMHY— Quentin Alexandre (@qa_alexandre) July 14, 2019 Bandaríkin Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Rafmagnslaust varð í hjarta miðborgarinnar á Manhattan í New York í um fimm klukkustundir í gærkvöldi. Rafmagnsleysið olli því m.a. að ljósin á Times Square, einu helsta og jafnframt bjartasta kennileiti borgarinnar, slokknuðu. Þá festist fólk í neðanjarðarlestum og íbúar neyddust til að stjórna sjálfir umferð. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði New York-borgar má rekja rafmagnsleysið til skammhlaups í straumbreyti í miðbænum, sem varð að eldsvoða. Rafmagni sló þannig út á nokkuð stóru svæði, allt frá Times Square og að 72. stræti við Broadway, og er talið að rúmlega 70 þúsund heimili og fyrirtæki hafi orðið rafmagnslaus. Rafmagni var komið aftur á skömmu fyrir miðnætti en í millitíðinni lágu umferðarljós víða niðri í borginni, til dæmis við Rockefeller Center. Hér að neðan má sjá myndband af óbreyttum borgurum sem leystu ljósin af hólmi og freistuðu þess að stýra umferðinni í rafmagnsleysinu.Citizens taking initiative to regulate the street traffic, as traffic lights, #transportation, #business services and some of critical #infrastructure are affected #poweroutagenyc #blackoutnyc pic.twitter.com/saBHNLgCFw— Elena Kvochko (@ekvochko) July 14, 2019 Þá þurfti víða að aflýsa leiksýningum á Broadway, sem trekkja iðulega að þúsundir manna á laugardagskvöldum. Leikhópur verðlaunasöngleiksins Hadestown bauð upp á sárabót handa vonsviknum áhorfendum fyrir utan leikhúsið í gær og söng fyrir þá lög úr söngleiknum.Very nice. Cast of @hadestown singing to the disappointed audience about the #blackout. pic.twitter.com/zIHuozHIGu— angela pinsky (@AngelaPinsky) July 13, 2019 Bandaríska söngkonan Jennifer Lopez kom jafnframt á framfæri afsökunarbeiðni til aðdáenda sinna en hún neyddist til að aflýsa tónleikum sínum í Madison Square Garden vegna rafmagnsleysisins.Devastated and heartbroken that I can't perform for all of you tonight. We will make this up to you, I promise! I love you!! #ItsMyPartyTour pic.twitter.com/PZhFoPkeeM— Jennifer Lopez (@JLo) July 14, 2019 Hér að neðan má svo sjá myndband af því þegar rafmagni var komið aftur á um miðnætti. Mikil fagnaðarlæti brutust út í borginni þegar birti loksins til á ný.The moment power was restored in Manhattan. #NYCblackout #blackoutnyc #Blackout pic.twitter.com/0T3b3VkMHY— Quentin Alexandre (@qa_alexandre) July 14, 2019
Bandaríkin Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira